Undanúrslit í Háskólabíói ATV skrifar 27. júní 2019 08:00 Rafíþróttir hafa vaxið á methraða síðustu ár. frettabladid/Ragnar Máni Hópur rafíþróttaunnenda var samankominn í Háskólabíói í gær til að fylgjast með fyrra úrslitakvöldi Lenovo deildarinnar. Í gær kepptu lið Dusty og FH í tölvuleiknum League of Legends. Það var til mikils að vinna, en sigurliðið tryggði sér keppnisrétt á Norðurlandamóti í League of Legends í sumar ásamt sínum skerf af 500.000 króna verðlaunafé. Úrslit lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í kvöld verður keppt í tölvuleiknum Counter Strike: Global Offensive, en þar etja kappi liðin HaFiÐ og Fylkir. Deildin er sú fyrsta sinnar tegundar en rafíþróttir hafa vaxið hratt á Íslandi á síðustu misserum. Í dag má finna rafíþróttadeild innan FH, KR og Fylkis, en fleiri íþróttafélög hafa sýnt senunni áhuga. Melína Kolka, varaformaður Rafíþróttasamtakanna, segir að það sé löngu tímabært að Íslendingar taki þátt í rafíþróttasenunni. „Við eigum mikið af góðu og flottu rafíþróttafólki sem fær nú tækifæri til þess að vaxa og bæta sig í góðu skipulögðu umhverfi,“ segir Melína og bætir við að hún vildi óska að það hefði verið hægt að æfa rafíþróttir í góðri umgjörð þegar hún var yngri. Birtist í Fréttablaðinu Rafíþróttir Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Hópur rafíþróttaunnenda var samankominn í Háskólabíói í gær til að fylgjast með fyrra úrslitakvöldi Lenovo deildarinnar. Í gær kepptu lið Dusty og FH í tölvuleiknum League of Legends. Það var til mikils að vinna, en sigurliðið tryggði sér keppnisrétt á Norðurlandamóti í League of Legends í sumar ásamt sínum skerf af 500.000 króna verðlaunafé. Úrslit lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í kvöld verður keppt í tölvuleiknum Counter Strike: Global Offensive, en þar etja kappi liðin HaFiÐ og Fylkir. Deildin er sú fyrsta sinnar tegundar en rafíþróttir hafa vaxið hratt á Íslandi á síðustu misserum. Í dag má finna rafíþróttadeild innan FH, KR og Fylkis, en fleiri íþróttafélög hafa sýnt senunni áhuga. Melína Kolka, varaformaður Rafíþróttasamtakanna, segir að það sé löngu tímabært að Íslendingar taki þátt í rafíþróttasenunni. „Við eigum mikið af góðu og flottu rafíþróttafólki sem fær nú tækifæri til þess að vaxa og bæta sig í góðu skipulögðu umhverfi,“ segir Melína og bætir við að hún vildi óska að það hefði verið hægt að æfa rafíþróttir í góðri umgjörð þegar hún var yngri.
Birtist í Fréttablaðinu Rafíþróttir Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira