Eiríkur hættur keppni í WOW cyclothon vegna meiðsla Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2019 08:10 Eiríkur Ingi á ferð um Suðurland í fyrra. Mynd/Rut Sigurðardóttir Eiríkur Ingi Jóhannsson, ríkjandi meistari í einstaklingskeppni WOW cyclothon, hætti keppni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu hans. Eiríkur, betur þekktur sem Hjóla-Eiki, segir ákvörðunina m.a. tekna vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann í hné. Hann hafi þó ekki sungið sitt síðasta í keppninni. „Svona er þetta og nú og er kallinn ekki fúll heldur orðinn reiður yfir stöðunni og verður þessum fjanda kippt í lið sama hvað, ég mæti aftur og með skap! Tel ég þetta viturlegast í stöðunni þar sem fleiri skemmtileg mót eru fram undan á næstunni og ætla ég að vera not hæfur þar ekki meira DNF kjaftæði aftur!“ skrifar Eiríkur. Hann kom sá og sigraði keppnina í fyrra og hjólaði hringinn þá á rúmum 56 klukkutímum. Eiríkur hafði áður lent í þriðja, öðru og fyrsta sæti í WOW cyclothon. Eiríkur óskar keppinautum sínum í einstaklingskeppninni, Chris Burkard og Terri Huebler, jafnframt góðs gengis í færslunni. Ef fram fer sem horfir mun Chris slá fyrra einstaklingsmet Eiríks í WOW cyclothon en hann var á Höfn um klukkan fjögur í nótt og var undir Hvannadalshnjúk nú um sjöleytið. Samkvæmt færslum hans á Instagram í morgunsárið neyddist hann til að hægja á sér vegna hóps af rollum sem skutluðu sér fyrir framan hann. Terri Huebler var í morgun komin langleiðina yfir Möðrudalsöræfin. Í nótt urðu töluverðar sviptingar á fremstu liðum í B-flokki. Lið World Class, Airport Direct og Advania eru nú þrjú fremst og virðast hafa skilið félaga sína í Fjallbræðrum eftir, en liðin unnu fjögur saman framan af. Fjallabræður hafa dregist nokkuð aftur úr fyrsta hóp og eru nú með Team Cyren, Securitas og Tindi hjá Fosshóli. A lið deCODE B er á svipuðum slóðum en samkvæmt korti er systurliðið deCODE J nú langt fyrir aftan. Wow Cyclothon Tengdar fréttir Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15 Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04 Ibiza-veðrið kveiki í hjólaáhuga landans Hjólreiðaáhugi helst í hendur við frábært veður segir eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu. Keppnisstjóri WOW Cyclothon segir þó færri keppa í ár en í fyrra. Fall WOW hafi sett strik í reikninginn. Fyrstu keppendur af stað í gær. 26. júní 2019 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Eiríkur Ingi Jóhannsson, ríkjandi meistari í einstaklingskeppni WOW cyclothon, hætti keppni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu hans. Eiríkur, betur þekktur sem Hjóla-Eiki, segir ákvörðunina m.a. tekna vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann í hné. Hann hafi þó ekki sungið sitt síðasta í keppninni. „Svona er þetta og nú og er kallinn ekki fúll heldur orðinn reiður yfir stöðunni og verður þessum fjanda kippt í lið sama hvað, ég mæti aftur og með skap! Tel ég þetta viturlegast í stöðunni þar sem fleiri skemmtileg mót eru fram undan á næstunni og ætla ég að vera not hæfur þar ekki meira DNF kjaftæði aftur!“ skrifar Eiríkur. Hann kom sá og sigraði keppnina í fyrra og hjólaði hringinn þá á rúmum 56 klukkutímum. Eiríkur hafði áður lent í þriðja, öðru og fyrsta sæti í WOW cyclothon. Eiríkur óskar keppinautum sínum í einstaklingskeppninni, Chris Burkard og Terri Huebler, jafnframt góðs gengis í færslunni. Ef fram fer sem horfir mun Chris slá fyrra einstaklingsmet Eiríks í WOW cyclothon en hann var á Höfn um klukkan fjögur í nótt og var undir Hvannadalshnjúk nú um sjöleytið. Samkvæmt færslum hans á Instagram í morgunsárið neyddist hann til að hægja á sér vegna hóps af rollum sem skutluðu sér fyrir framan hann. Terri Huebler var í morgun komin langleiðina yfir Möðrudalsöræfin. Í nótt urðu töluverðar sviptingar á fremstu liðum í B-flokki. Lið World Class, Airport Direct og Advania eru nú þrjú fremst og virðast hafa skilið félaga sína í Fjallbræðrum eftir, en liðin unnu fjögur saman framan af. Fjallabræður hafa dregist nokkuð aftur úr fyrsta hóp og eru nú með Team Cyren, Securitas og Tindi hjá Fosshóli. A lið deCODE B er á svipuðum slóðum en samkvæmt korti er systurliðið deCODE J nú langt fyrir aftan.
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15 Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04 Ibiza-veðrið kveiki í hjólaáhuga landans Hjólreiðaáhugi helst í hendur við frábært veður segir eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu. Keppnisstjóri WOW Cyclothon segir þó færri keppa í ár en í fyrra. Fall WOW hafi sett strik í reikninginn. Fyrstu keppendur af stað í gær. 26. júní 2019 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15
Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04
Ibiza-veðrið kveiki í hjólaáhuga landans Hjólreiðaáhugi helst í hendur við frábært veður segir eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu. Keppnisstjóri WOW Cyclothon segir þó færri keppa í ár en í fyrra. Fall WOW hafi sett strik í reikninginn. Fyrstu keppendur af stað í gær. 26. júní 2019 07:00