Gróðurskemmdir eftir mótorhjólamenn í Bolungarvík Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2019 12:35 Pálmi Gestsson segir ekki gaman að skamma sveitunga sína en svona sé þetta nú samt. Pálmi segir myndirnar sem hann birtir ekki fanga skemmdirnar til fulls, ástandið sé talsvert verra en þær sýna. Pálmi Gestsson leikari og Bolvíkingur birtir myndir úr sinni sveit sem hann tók af gróðurskemmdum sem mótorhjólamenn hafa unnið á viðkvæmum gróðri með róti sínu og ferðum utan vega. „Bolvíkingar!“ segir Pálmi í færslu sinni. Og bendir á að hann hafi ekki fundið neinn vettvang annan til að vekja athygli á þessu en sinni eigin Facebooksíðu. Og bendir í framhjáhlaupi á að vert væri að koma upp sérstakri síðu þar sem Bolvíkingar geti haldið til haga sinni innansveitarkróniku. „Þetta sá ég inná Sandi í morgun og mér finnst þetta vægast sagt dapurt að sjá. Mótorhjól búinn að rífa upp viðkvæman svörðinn á sandinum. Þegar viðkvæm gróðurþekja er rofin svona (ég tala nú ekki um á sandi) er hætta á að þetta blási allt upp. Fyrir utan framkomuna við náttúruna,“ segir Pálmi og tekur fram að ástandið sé í raun miklum mun verra en myndirnar sem hann birtir ná að fanga. Myndirnar eru teknar á svokölluðum Sandi í Bolungarvíkinni sjálfri, jaðrinum. Pálmi segir, í samtali við Vísi, fulla ástæðu til að sporna við fótum gegn átroðningi sem þessum. Hann segir þetta leiðinlegt, fyrst og fremst. „Mann langar svosem ekkert sérstaklega til að skamma sveitunga sína sem eru heilt yfir hið besta fólk. Og svo allrar sanngirni sé gætt þá hafa þessi grey enga aðstöðu til að stunda sitt sport, en það afsakar þetta náttúrlega ekki.“ Pálmi er víðförull maður og því upplagt að spyrja hvort hann reki minni til að hafa sé slíkar skemmdir víða á ferðum sínum um landið. Hann rekur ekki sérstaklega minni til þess. Nefnir þó að Helgafell Hafnfirðinga sé býsna grátt leikið eftir menn sem fara um utan vega á farartækjum sínum. Þegar hafa margir lagt orð í belg á Facebooksíðu Pálm og fordæmt verknaðinn. Bent er á að það hafi tekið langan tíma að rækta þetta svæði upp. Bolungarvík Umhverfismál Tengdar fréttir Helgafellskrotið tilkynnt til lögreglu Umhverfisstofnun lýsir krotinu inn í mjúkt móbergið í Helgafelli við Hafnarfjörð sem alvarlegum náttúruspjöllum. 19. júní 2019 10:25 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Sjá meira
Pálmi Gestsson leikari og Bolvíkingur birtir myndir úr sinni sveit sem hann tók af gróðurskemmdum sem mótorhjólamenn hafa unnið á viðkvæmum gróðri með róti sínu og ferðum utan vega. „Bolvíkingar!“ segir Pálmi í færslu sinni. Og bendir á að hann hafi ekki fundið neinn vettvang annan til að vekja athygli á þessu en sinni eigin Facebooksíðu. Og bendir í framhjáhlaupi á að vert væri að koma upp sérstakri síðu þar sem Bolvíkingar geti haldið til haga sinni innansveitarkróniku. „Þetta sá ég inná Sandi í morgun og mér finnst þetta vægast sagt dapurt að sjá. Mótorhjól búinn að rífa upp viðkvæman svörðinn á sandinum. Þegar viðkvæm gróðurþekja er rofin svona (ég tala nú ekki um á sandi) er hætta á að þetta blási allt upp. Fyrir utan framkomuna við náttúruna,“ segir Pálmi og tekur fram að ástandið sé í raun miklum mun verra en myndirnar sem hann birtir ná að fanga. Myndirnar eru teknar á svokölluðum Sandi í Bolungarvíkinni sjálfri, jaðrinum. Pálmi segir, í samtali við Vísi, fulla ástæðu til að sporna við fótum gegn átroðningi sem þessum. Hann segir þetta leiðinlegt, fyrst og fremst. „Mann langar svosem ekkert sérstaklega til að skamma sveitunga sína sem eru heilt yfir hið besta fólk. Og svo allrar sanngirni sé gætt þá hafa þessi grey enga aðstöðu til að stunda sitt sport, en það afsakar þetta náttúrlega ekki.“ Pálmi er víðförull maður og því upplagt að spyrja hvort hann reki minni til að hafa sé slíkar skemmdir víða á ferðum sínum um landið. Hann rekur ekki sérstaklega minni til þess. Nefnir þó að Helgafell Hafnfirðinga sé býsna grátt leikið eftir menn sem fara um utan vega á farartækjum sínum. Þegar hafa margir lagt orð í belg á Facebooksíðu Pálm og fordæmt verknaðinn. Bent er á að það hafi tekið langan tíma að rækta þetta svæði upp.
Bolungarvík Umhverfismál Tengdar fréttir Helgafellskrotið tilkynnt til lögreglu Umhverfisstofnun lýsir krotinu inn í mjúkt móbergið í Helgafelli við Hafnarfjörð sem alvarlegum náttúruspjöllum. 19. júní 2019 10:25 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Sjá meira
Helgafellskrotið tilkynnt til lögreglu Umhverfisstofnun lýsir krotinu inn í mjúkt móbergið í Helgafelli við Hafnarfjörð sem alvarlegum náttúruspjöllum. 19. júní 2019 10:25