Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júní 2019 15:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. Þannig séu sífellt fleiri íbúðir sem áður voru í heimagistingu nú settar í langtímaleigu eða á sölu. Þá hafi átakið haft jákvæð áhrif í íbúðahverfum þar sem heimagisting hafi verið áberandi en fari nú dalandi.Í fréttum okkar í gær kom fram að átak sem Sýslumanningum á höfuðborgarsvæðinu var falið í fyrra þar sem eftirlit með heimagistingu var aukið hafi borið gríðarlegan árangur. Frá því í september hafi borist 3000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu og á fimmta hundrað mál séu í meðferð. Þá hafi verið farið í um 400 vettfangsrannsóknir og 420 hafi verið send til skattrannsóknaryfirvalda. Loks hafi skráning á heimagistingu tvöfaldast. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að átakið hafi haft mjög jákvæð samfélagsleg áhrif. „Þetta er að jafna þá samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem eru að skila sínum sköttum og skyldum eins og við gerum kröfu til. Þetta hefur líka áhrif á hverfi þar sem ekki er gert ráð fyrir atvinnurekstri að þar á að sjálfsögðu ekki að vera atvinnurekstur. Þannig að þetta snýst líka um þessi samfélagslegu þolmörg ferðaþjónustunnar,“ segir Þórdís. Þetta hafi einnig haft afar jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn þannig að framboð á húsnæði í langtímaleigu og sölu sé nú meira en áður. „Við erum að sjá íbúðir annað hvort fara í langtímaleigu eða í söluferli þegar höfð hafa verið afskipti af þessum aðilum. Þannig að ávinningurinn er margvíslegur þannig að nú skiptir máli að undirbyggja þann árangur og því erum við að viðhalda fjármunum í eftirlit með heimagistingu og erum líka búin að breyta lögum til að geta með enn betri hætti tekið á þessu,“ segir ráðherrann. Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. Þannig séu sífellt fleiri íbúðir sem áður voru í heimagistingu nú settar í langtímaleigu eða á sölu. Þá hafi átakið haft jákvæð áhrif í íbúðahverfum þar sem heimagisting hafi verið áberandi en fari nú dalandi.Í fréttum okkar í gær kom fram að átak sem Sýslumanningum á höfuðborgarsvæðinu var falið í fyrra þar sem eftirlit með heimagistingu var aukið hafi borið gríðarlegan árangur. Frá því í september hafi borist 3000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu og á fimmta hundrað mál séu í meðferð. Þá hafi verið farið í um 400 vettfangsrannsóknir og 420 hafi verið send til skattrannsóknaryfirvalda. Loks hafi skráning á heimagistingu tvöfaldast. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að átakið hafi haft mjög jákvæð samfélagsleg áhrif. „Þetta er að jafna þá samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem eru að skila sínum sköttum og skyldum eins og við gerum kröfu til. Þetta hefur líka áhrif á hverfi þar sem ekki er gert ráð fyrir atvinnurekstri að þar á að sjálfsögðu ekki að vera atvinnurekstur. Þannig að þetta snýst líka um þessi samfélagslegu þolmörg ferðaþjónustunnar,“ segir Þórdís. Þetta hafi einnig haft afar jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn þannig að framboð á húsnæði í langtímaleigu og sölu sé nú meira en áður. „Við erum að sjá íbúðir annað hvort fara í langtímaleigu eða í söluferli þegar höfð hafa verið afskipti af þessum aðilum. Þannig að ávinningurinn er margvíslegur þannig að nú skiptir máli að undirbyggja þann árangur og því erum við að viðhalda fjármunum í eftirlit með heimagistingu og erum líka búin að breyta lögum til að geta með enn betri hætti tekið á þessu,“ segir ráðherrann.
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30