Vöktu athygli á mannréttindabrotum í veislu bandaríska sendiráðsins: „Þetta er gleðskapur, ekki pólitískur viðburður“ Sylvía Hall skrifar 27. júní 2019 23:15 Óskar Steinn gat ekki hugsað sér að mæta í veisluna án þess að vekja athygli á ástandinu í Bandaríkjunum og fékk Ingu Björk með sér. ÓSkar Steinn Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir voru gestir í 4. júlí veislu bandaríska sendiráðsins á Hilton í dag. Þau nýttu þann vettvang til þess að dreifa upplýsingum um ofbeldi gegn transkonum þar í landi sem og ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í samtali við Vísi segist Óskar Steinn hafa fengið boð í veisluna en gat ekki hugsað sér að mæta í slíka veislu án þess að reyna að vekja athygli á því ástandi sem ríkir á landamærunum. Hann hafi því spurt Ingu Björk hvort hún vildi koma með sem hún þáði. „Ég krotaði skilaboð á hvítan stuttermabol og prentaði út nokkur blöð þar sem var búið að taka saman nokkrar upplýsingar um aðstæðurnar í þsesum landamærabúðum. Hún prentaði út blöð með upplýsingum um transkonur sem hafa verið myrtar í Bandaríkjunum á þessu ári, sem eru rosalega margar,“ segir Óskar Steinn. Hann segir umræðuna vera nátengdri þeirri þróun sem á sér stað út um allan heim, og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem er verið að þrengja að réttindum transfólks. Þau hafi því ákveðið að nýta tækifærið og vekja fólk til umhugsunar.Skilaboðin voru skýr og kallaði Óskar Steinn eftir því að ástandið á landamærunum yrði bætt.Óskar SteinnEin og hálf mínúta þar til starfsmaður stöðvaði þau Óskar Steinn segir veislugesti hafa verið að mestu leyti áhrifafólk í stjórnmálum og í viðskiptalífinu. Þar hafi verið ráðherrar, sendiherrar og alþingismenn – fólk sem gæti haft áhrif á umræðuna hér heima. Aðspurður segir hann veislugesti almennt hafa verið áhugasama um skilaboð þeirra og flestir hafi tekið vel í þau. Það leið þó ekki langur tími þar til starfsmaður hafi nálgast þau og beðið þau um að annaðhvort hætta að bera út skilaboðin eða yfirgefa svæðið. „Það leið svona ein og hálf mínúta kannski, þá var einhver starfsmaður mættur og sagði mér að ég gæti annað hvort farið aftur í skyrtuna eða yfirgefið partýið,“ segir Óskar Steinn en hann hafði upphaflega mætt í skyrtu yfir bolinn svo skilaboðin sáust ekki við komuna. Í færslu sem Óskar Steinn birti á Facebook-síðu sinni kallar hann eftir því að íslensk stjórnvöld séu vakandi fyrir stöðu mannréttinda í Bandaríkjunum og láti í sér heyra. Hann segist ekki hafa orðið var við nein viðbrögð hingað til. „Ég hef ekki heyrt af neinum að beita sér. Ef að einhver er eitthvað að beita sér að þá er það allavega einhvers staðar fyrir luktum dyrum,“ segir Óskar Steinn sem gagnrýnir aðgerðaleysi stjórnvalda. „Við sitjum í Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna og þar var forsætisráðherra að halda ræðu í dag. Hún var að tala um mikilvægt mál, réttindi kvenna, en það er hægt að nota svona glugga. Það að við sitjum í Mannréttindaráði SÞ hlýtur að gefa okkur ákveðið vægi en líka ákveðna ábyrgð að taka upp svona mál.“ Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Tengdar fréttir Segir Ísland láta til sín taka í mannréttindamálum svo eftir sé tekið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. 27. júní 2019 17:30 Öldungadeildin felldi frumvarp um mannúðaraðstoð á landamærunum Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. júní 2019 19:18 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir voru gestir í 4. júlí veislu bandaríska sendiráðsins á Hilton í dag. Þau nýttu þann vettvang til þess að dreifa upplýsingum um ofbeldi gegn transkonum þar í landi sem og ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í samtali við Vísi segist Óskar Steinn hafa fengið boð í veisluna en gat ekki hugsað sér að mæta í slíka veislu án þess að reyna að vekja athygli á því ástandi sem ríkir á landamærunum. Hann hafi því spurt Ingu Björk hvort hún vildi koma með sem hún þáði. „Ég krotaði skilaboð á hvítan stuttermabol og prentaði út nokkur blöð þar sem var búið að taka saman nokkrar upplýsingar um aðstæðurnar í þsesum landamærabúðum. Hún prentaði út blöð með upplýsingum um transkonur sem hafa verið myrtar í Bandaríkjunum á þessu ári, sem eru rosalega margar,“ segir Óskar Steinn. Hann segir umræðuna vera nátengdri þeirri þróun sem á sér stað út um allan heim, og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem er verið að þrengja að réttindum transfólks. Þau hafi því ákveðið að nýta tækifærið og vekja fólk til umhugsunar.Skilaboðin voru skýr og kallaði Óskar Steinn eftir því að ástandið á landamærunum yrði bætt.Óskar SteinnEin og hálf mínúta þar til starfsmaður stöðvaði þau Óskar Steinn segir veislugesti hafa verið að mestu leyti áhrifafólk í stjórnmálum og í viðskiptalífinu. Þar hafi verið ráðherrar, sendiherrar og alþingismenn – fólk sem gæti haft áhrif á umræðuna hér heima. Aðspurður segir hann veislugesti almennt hafa verið áhugasama um skilaboð þeirra og flestir hafi tekið vel í þau. Það leið þó ekki langur tími þar til starfsmaður hafi nálgast þau og beðið þau um að annaðhvort hætta að bera út skilaboðin eða yfirgefa svæðið. „Það leið svona ein og hálf mínúta kannski, þá var einhver starfsmaður mættur og sagði mér að ég gæti annað hvort farið aftur í skyrtuna eða yfirgefið partýið,“ segir Óskar Steinn en hann hafði upphaflega mætt í skyrtu yfir bolinn svo skilaboðin sáust ekki við komuna. Í færslu sem Óskar Steinn birti á Facebook-síðu sinni kallar hann eftir því að íslensk stjórnvöld séu vakandi fyrir stöðu mannréttinda í Bandaríkjunum og láti í sér heyra. Hann segist ekki hafa orðið var við nein viðbrögð hingað til. „Ég hef ekki heyrt af neinum að beita sér. Ef að einhver er eitthvað að beita sér að þá er það allavega einhvers staðar fyrir luktum dyrum,“ segir Óskar Steinn sem gagnrýnir aðgerðaleysi stjórnvalda. „Við sitjum í Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna og þar var forsætisráðherra að halda ræðu í dag. Hún var að tala um mikilvægt mál, réttindi kvenna, en það er hægt að nota svona glugga. Það að við sitjum í Mannréttindaráði SÞ hlýtur að gefa okkur ákveðið vægi en líka ákveðna ábyrgð að taka upp svona mál.“
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Tengdar fréttir Segir Ísland láta til sín taka í mannréttindamálum svo eftir sé tekið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. 27. júní 2019 17:30 Öldungadeildin felldi frumvarp um mannúðaraðstoð á landamærunum Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. júní 2019 19:18 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Segir Ísland láta til sín taka í mannréttindamálum svo eftir sé tekið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. 27. júní 2019 17:30
Öldungadeildin felldi frumvarp um mannúðaraðstoð á landamærunum Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. júní 2019 19:18
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent