Kylie harðlega gagnrýnd fyrir þernupartí Birgir Olgeirsson skrifar 11. júní 2019 08:27 Kylie og vinkonur hennar klæddu sig upp eins og þernur í Handmaid´s Tale. Instagram Bandaríska raunveruleikastjarnan Kylie Jenner hefur verið gagnrýnd harkalega fyrir að halda búningapartí þar sem gestir voru beðnir um að klæða sig upp eins og persónur úr sjónvarpsþáttunum The Handmaid´s Tail, eða Sögu þernunnar. Partíið hélt Jenner fyrir vinkonu sína Anastasia Karanikolaou, sem er sjálf samfélagsmiðlastjarna. Kylie birti myndir og myndbönd af sér og vinum sínum í rauðum sloppum og með hvíta hatta sem þernur klæðast í þáttaröðinni sem byggð er á dystópískri skáldsögu Margaret Atwood. Í einu myndbandanna sem Kylie birtir heyrist hún segja að The Handmaid´s Tale sé uppáhaldsþáttur hennar og býður vina sína velkomna til Gilead. Margir netverjar voru ekki hrifnir af þessu uppátæki og sögðu þema partísins afar ósmekklegt. View this post on InstagramKylie throwing a themed birthday party for @stassiebaby and the premiere of @handmaidsonhulu who watched the show? I watched most of it it’s so good A post shared by Kylie Jenner News (@kyliesnapchat) on Jun 8, 2019 at 6:04pm PDTSaga þernunnar segir frá framandi framtíð í Bandaríkjunum þar sem frjósamar konur eru hnepptar í kynlífsþrældóm af valdhöfum í Gilead. Í sögunni hefur frjósömum konum fækkað svo mikið að þær konur sem eru frjóar eru neyddar til að ganga með börn þeirra ríku.Þeir sem gagnrýndu þetta þema í partíi Kylie sögðu það afar ósmekklegt að fagna þrældómi kvenna. Þetta sýni hversu fáfróð Kylie og vinir hennar eru. Aðrir sögðu Kylie og vini hennar úr öllum tengslum því þeir sem mótmæltu nýrri löggjöf um fósturrof í Bandaríkjunum höfðu margir hverjir klætt sig upp sem þernur og vísuðu þar með í þann heim sem er boðaður í Sögu þernunnar. Sumir verja þó Kylie og benda á að ekki þurfi að rífa allt niður og móðgast yfir öllu. Einn spyr hvort það þyki móðgandi að klæða sig upp sem norn því konur voru ofsóttar sem nornir á árum áður. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Bandaríska raunveruleikastjarnan Kylie Jenner hefur verið gagnrýnd harkalega fyrir að halda búningapartí þar sem gestir voru beðnir um að klæða sig upp eins og persónur úr sjónvarpsþáttunum The Handmaid´s Tail, eða Sögu þernunnar. Partíið hélt Jenner fyrir vinkonu sína Anastasia Karanikolaou, sem er sjálf samfélagsmiðlastjarna. Kylie birti myndir og myndbönd af sér og vinum sínum í rauðum sloppum og með hvíta hatta sem þernur klæðast í þáttaröðinni sem byggð er á dystópískri skáldsögu Margaret Atwood. Í einu myndbandanna sem Kylie birtir heyrist hún segja að The Handmaid´s Tale sé uppáhaldsþáttur hennar og býður vina sína velkomna til Gilead. Margir netverjar voru ekki hrifnir af þessu uppátæki og sögðu þema partísins afar ósmekklegt. View this post on InstagramKylie throwing a themed birthday party for @stassiebaby and the premiere of @handmaidsonhulu who watched the show? I watched most of it it’s so good A post shared by Kylie Jenner News (@kyliesnapchat) on Jun 8, 2019 at 6:04pm PDTSaga þernunnar segir frá framandi framtíð í Bandaríkjunum þar sem frjósamar konur eru hnepptar í kynlífsþrældóm af valdhöfum í Gilead. Í sögunni hefur frjósömum konum fækkað svo mikið að þær konur sem eru frjóar eru neyddar til að ganga með börn þeirra ríku.Þeir sem gagnrýndu þetta þema í partíi Kylie sögðu það afar ósmekklegt að fagna þrældómi kvenna. Þetta sýni hversu fáfróð Kylie og vinir hennar eru. Aðrir sögðu Kylie og vini hennar úr öllum tengslum því þeir sem mótmæltu nýrri löggjöf um fósturrof í Bandaríkjunum höfðu margir hverjir klætt sig upp sem þernur og vísuðu þar með í þann heim sem er boðaður í Sögu þernunnar. Sumir verja þó Kylie og benda á að ekki þurfi að rífa allt niður og móðgast yfir öllu. Einn spyr hvort það þyki móðgandi að klæða sig upp sem norn því konur voru ofsóttar sem nornir á árum áður.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Sjá meira