Sá tími liðinn að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki mun meira en úti á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2019 10:51 Sérfræðingar Landsbankans telja ljóst að þróunin í stærri sveitarfélögunum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er hraðari en t.d. á Akureyri þó þróunin hafi verið með ágætum hætti þar. Vísir/Vilhelm Sé litið á tölur úr verðsjá Þjóðskrár Íslands um þróun fasteignaverðs í stærri sveitarfélögum á milli 1. ársfjórðungs 2018 og 2019 má sjá að verð hækkaði mun minna á höfuðborgarsvæðinu en í stærri bæjum utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Almennt hækkaði verð á fjölbýli meira en á sérbýli, en verð á sérbýli lækkaði á Akureyri og í Árborg. Reykjanesbær og Akranes skera sig nokkuð úr með töluverða hækkun bæði á sérbýli og fjölbýli, en reyndar var hækkunin á fjölbýli mest í Árborg á þessum tíma, eða 15,5%. „Sé litið á þróunina til lengri tíma má sjá að talsvert hægði á verðhækkunum á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2017 og verð hefur lækkað á síðustu tveimur ársfjórðungum. Á sama tíma héldu hækkanir áfram í bæjunum fjórum. Sums staðar hafa hækkanir verið verulegar á ýmsum tímum, t.d. í Reykjanesbæ á árinu 2017, í Árborg 2016 og 2017 og á Akranesi 2017 og 2018. Árið 2017 sker sig nokkuð úr hvað höfuðborgarsvæðið varðar, en þá voru hækkanir þar mun meiri en hin árin.“ Á þessu tímabili hafi verð hækkað mest í Reykjanesbæ og minnst á Akureyri. Samanburður af þessu tagi er auðvitað mjög háður því tímabili sem valið er þar sem sveiflur eru oft töluverðar á milli ársfjórðunga. „Þrátt fyrir miklar hækkanir utan höfuðborgarsvæðisins er fermetraverð þar enn mun hærra en gerist í stóru bæjunum fjórum. Á fyrsta ársfjórðungi í ár var meðalfermetraverð fjölbýlis og sérbýlis miðað við viðskipti um 447 þús. kr. á höfuðborgarsvæðinu á meðan það var um 291 þús.kr. í Árborg þar sem það var lægst af þessum bæjum. Haldi sama þróun áfram mun munur fermetraverðs milli höfuðborgarsvæðis og stærri bæja halda áfram að minnka,“ segir í Hagsjánni. Sé fermetraverðið sett á vísitöluform miðað við 100 á höfuðborgarsvæðinu má sjá að verðið á Akureyri er um þrír fjórðu hlutar af verðinu á höfuðborgarsvæðinu. Verðin í hinum bæjunum er tæplega 70% af höfuðborgarsvæðinu. Bilið á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins hefur verið svipað í nokkur ár, en hinir bæirnir þrír hafa minnkað bilið nokkuð á síðustu árum.Landsbyggðin vinnur á Séu þessar tölur um fermetraverð bornar saman við stöðuna í upphafi árs 2015 kemur í ljós að verð á Akureyri er nú ívið hærra hlutfall af verðinu á höfuðborgarsvæðinu en var fyrir fjórum árum. Allir fjórir bæirnir hafa unnið á miðað við höfuðborgarsvæðið á þessum tíma, sérstaklega Árborg og Reykjanesbær þar sem breytingin er veruleg. Sá tími virðist liðinn að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki mun meira en annars staðar á landinu. Þróunin í stærri bæjum landsins er greinilega hraðari en verið hefur á höfuðborgarsvæðinu á síðustu misserum. Það er ljóst að þróunin í stærri sveitarfélögunum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er hraðari en t.d. á Akureyri þó þróunin hafi verið með ágætum hætti þar. Eins og einnig kemur fram í nýlegri þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans er gert ráð fyrir að verð íbúðarhúsnæðis muni hækka í rólegum takti næstu ár, þannig að raunverð íbúða hækki um u.þ.b. 1% árlega. Sérfræðingar Landsbankans gera þannig ráð fyrir u.þ.b. 4% árlegri hækkun íbúðaverðs að jafnaði næstu þrjú árin. Húsnæðismál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Sé litið á tölur úr verðsjá Þjóðskrár Íslands um þróun fasteignaverðs í stærri sveitarfélögum á milli 1. ársfjórðungs 2018 og 2019 má sjá að verð hækkaði mun minna á höfuðborgarsvæðinu en í stærri bæjum utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Almennt hækkaði verð á fjölbýli meira en á sérbýli, en verð á sérbýli lækkaði á Akureyri og í Árborg. Reykjanesbær og Akranes skera sig nokkuð úr með töluverða hækkun bæði á sérbýli og fjölbýli, en reyndar var hækkunin á fjölbýli mest í Árborg á þessum tíma, eða 15,5%. „Sé litið á þróunina til lengri tíma má sjá að talsvert hægði á verðhækkunum á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2017 og verð hefur lækkað á síðustu tveimur ársfjórðungum. Á sama tíma héldu hækkanir áfram í bæjunum fjórum. Sums staðar hafa hækkanir verið verulegar á ýmsum tímum, t.d. í Reykjanesbæ á árinu 2017, í Árborg 2016 og 2017 og á Akranesi 2017 og 2018. Árið 2017 sker sig nokkuð úr hvað höfuðborgarsvæðið varðar, en þá voru hækkanir þar mun meiri en hin árin.“ Á þessu tímabili hafi verð hækkað mest í Reykjanesbæ og minnst á Akureyri. Samanburður af þessu tagi er auðvitað mjög háður því tímabili sem valið er þar sem sveiflur eru oft töluverðar á milli ársfjórðunga. „Þrátt fyrir miklar hækkanir utan höfuðborgarsvæðisins er fermetraverð þar enn mun hærra en gerist í stóru bæjunum fjórum. Á fyrsta ársfjórðungi í ár var meðalfermetraverð fjölbýlis og sérbýlis miðað við viðskipti um 447 þús. kr. á höfuðborgarsvæðinu á meðan það var um 291 þús.kr. í Árborg þar sem það var lægst af þessum bæjum. Haldi sama þróun áfram mun munur fermetraverðs milli höfuðborgarsvæðis og stærri bæja halda áfram að minnka,“ segir í Hagsjánni. Sé fermetraverðið sett á vísitöluform miðað við 100 á höfuðborgarsvæðinu má sjá að verðið á Akureyri er um þrír fjórðu hlutar af verðinu á höfuðborgarsvæðinu. Verðin í hinum bæjunum er tæplega 70% af höfuðborgarsvæðinu. Bilið á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins hefur verið svipað í nokkur ár, en hinir bæirnir þrír hafa minnkað bilið nokkuð á síðustu árum.Landsbyggðin vinnur á Séu þessar tölur um fermetraverð bornar saman við stöðuna í upphafi árs 2015 kemur í ljós að verð á Akureyri er nú ívið hærra hlutfall af verðinu á höfuðborgarsvæðinu en var fyrir fjórum árum. Allir fjórir bæirnir hafa unnið á miðað við höfuðborgarsvæðið á þessum tíma, sérstaklega Árborg og Reykjanesbær þar sem breytingin er veruleg. Sá tími virðist liðinn að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki mun meira en annars staðar á landinu. Þróunin í stærri bæjum landsins er greinilega hraðari en verið hefur á höfuðborgarsvæðinu á síðustu misserum. Það er ljóst að þróunin í stærri sveitarfélögunum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er hraðari en t.d. á Akureyri þó þróunin hafi verið með ágætum hætti þar. Eins og einnig kemur fram í nýlegri þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans er gert ráð fyrir að verð íbúðarhúsnæðis muni hækka í rólegum takti næstu ár, þannig að raunverð íbúða hækki um u.þ.b. 1% árlega. Sérfræðingar Landsbankans gera þannig ráð fyrir u.þ.b. 4% árlegri hækkun íbúðaverðs að jafnaði næstu þrjú árin.
Húsnæðismál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira