Syðri Brú og sagan af Landaklöpp Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2019 11:52 Landaklöpp við Syðri Brú er magnaður veiðistaður Mynd: Veida.is Í umfjöllun okkar um Sogið láðist okkur að nefna einn stað í Soginu sem á góðum degi getur verið alveg magnaður. Syðri Brú er stór skemmtilegt laxveiðisvæði, og eitt af fáum einnar stanga laxveiðisvæðum landsins. Syðri Brú er efsta veiðisvæðið í Soginu, í 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Svæðið er stutt og þægilegt og nær frá Landaklöpp niður að Merkjalæk um 2,5 km. Syðri Brú hefur oft í gegnum tíðinni verið með hæðstu veiði pr stöng í ánni. Átta merktir veiðistaðir eru á svæðinu. Ber þar helst að nefna helst að nefna Landaklöpp, sem er efsti veiðistaður svæðisins og beint niður af húsinu. Landalöpp hefur í gegn um tíðina oft gefið frábæra veiði. Þar sem Landklöpp er efsti veiðstaður í Soginu þá safnast oft mikið af Laxi á Landaklöppinni. Undirritaður hefur veitt reglulega í Bíldsfelli og á Þeim tíma oft veitt efsta staðinn þar sem er Útfallið. Landaklöpp sem tilheyrir Syðri Brú er á hinum bakkanum og oft hefur það gerst að veiðimenn beggja vegna bakkans eru að þreyta lax á sama tíma. Fyrir nokkrum árum var ég við Útfallið og ágætur maður sem ég þekkti aðeins að veiða Syðri Brú. Þetta var í byrjun júlí og greinilega lax mættur á svæðið, alla vega hans meginn. Á þremur tímum sem við stóðum þarna setti hann í líklega sjö eða átta laxa á meðan ég varð ekki var. Það sást bara svo greinilega að laxinn lagðist hans meginn í ánni og lá nokkuð af laxi á litlum blett sem vanir menn á Syðri Brú vita nákvæmlega hvar er. Sagan nær ekki lengra en það að ég gafst upp eftir einn og hálfan tíma og horfði bara á hann veiða en þannig lærði ég að bera mig rétt að þegar ég prófaði Syðri Brú í fyrsta skipti og laxlaus fór ég ekki og þakka þolinmæði við að horfa á snillinginn sem kastaði flugunni fimlega á hinum bakkanum. Mest lesið Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Hættið að skarka utanvega á veiðislóð! Veiði 120 laxar á land í Norðurá í gær Veiði Laugardalsá langt undir meðaltalsveiði Veiði Mokveiði í Urriðafossi Veiði Hver er besta haustflugan í laxinn? Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Ný veiðibók komin út: Ágóðinn rennur til NASF Veiði
Í umfjöllun okkar um Sogið láðist okkur að nefna einn stað í Soginu sem á góðum degi getur verið alveg magnaður. Syðri Brú er stór skemmtilegt laxveiðisvæði, og eitt af fáum einnar stanga laxveiðisvæðum landsins. Syðri Brú er efsta veiðisvæðið í Soginu, í 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Svæðið er stutt og þægilegt og nær frá Landaklöpp niður að Merkjalæk um 2,5 km. Syðri Brú hefur oft í gegnum tíðinni verið með hæðstu veiði pr stöng í ánni. Átta merktir veiðistaðir eru á svæðinu. Ber þar helst að nefna helst að nefna Landaklöpp, sem er efsti veiðistaður svæðisins og beint niður af húsinu. Landalöpp hefur í gegn um tíðina oft gefið frábæra veiði. Þar sem Landklöpp er efsti veiðstaður í Soginu þá safnast oft mikið af Laxi á Landaklöppinni. Undirritaður hefur veitt reglulega í Bíldsfelli og á Þeim tíma oft veitt efsta staðinn þar sem er Útfallið. Landaklöpp sem tilheyrir Syðri Brú er á hinum bakkanum og oft hefur það gerst að veiðimenn beggja vegna bakkans eru að þreyta lax á sama tíma. Fyrir nokkrum árum var ég við Útfallið og ágætur maður sem ég þekkti aðeins að veiða Syðri Brú. Þetta var í byrjun júlí og greinilega lax mættur á svæðið, alla vega hans meginn. Á þremur tímum sem við stóðum þarna setti hann í líklega sjö eða átta laxa á meðan ég varð ekki var. Það sást bara svo greinilega að laxinn lagðist hans meginn í ánni og lá nokkuð af laxi á litlum blett sem vanir menn á Syðri Brú vita nákvæmlega hvar er. Sagan nær ekki lengra en það að ég gafst upp eftir einn og hálfan tíma og horfði bara á hann veiða en þannig lærði ég að bera mig rétt að þegar ég prófaði Syðri Brú í fyrsta skipti og laxlaus fór ég ekki og þakka þolinmæði við að horfa á snillinginn sem kastaði flugunni fimlega á hinum bakkanum.
Mest lesið Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Hættið að skarka utanvega á veiðislóð! Veiði 120 laxar á land í Norðurá í gær Veiði Laugardalsá langt undir meðaltalsveiði Veiði Mokveiði í Urriðafossi Veiði Hver er besta haustflugan í laxinn? Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Ný veiðibók komin út: Ágóðinn rennur til NASF Veiði