Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júní 2019 13:00 Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. Forsætisráðherra verði að ákveða sjálf hvort hún bregðist við umkvörtunum hans. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Benedikt hefði sent Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf þar sem hann tilkynnti henni að hann hefði dregið umsókn sína til baka. Benedikt segir í samtali við fréttastofu að hann dragi umsóknina til baka eftir að Sigríður Benediktsdóttir formaður hæfisnefndar hafi tjáð sér í viðtali að ekki yrði horft til þess við mat á umsækjendum að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Frumvarp þess efnis er nú til umræðu á Alþingi. „Það er vitað að ríkisstjórnin hefur sett það sem forgangsmál að breyta Seðlabankanum, sameina Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann í eina stofnun, og gera breytingar á stjórnsýslu Seðlabankans. Það er augljóslega allt önnur staða sem verður þegar þessar breytingar verða komnar í gegn og mér finnst mjög óeðlilegt að nefndin taki ekki tillit til þess. Þegar á að gera svona breytingar eiga stjórnvöld að vanda sig.“Líti til framtíðar Benedikt segir að forsætisráðherra verði að ákveða það sjálf hvort hún vilji bregðast við umkvörtunum hans. Hann hefði sjálfur gert það í hennar sporum. „Þá myndi ég hafa sett þá reglu strax frá upphafi að auðvitað eigi að líta til framtíðar. Það á að gera það alltaf þegar við horfum á stjórnsýsluna og ekki vera að binda okkur í reglur sem eru að falla úr gildi. Mér finnst þetta svolítil synd vegna þess að þarna er verið að leggja í viðamiklar breytingar sem munu hafa áhrif um langan tíma og að þar skuli menn bregðast með þessum hætti.“ Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Tveir umsækjendanna, þeir Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, og Vilhjálmur Bjarnason lektor, kvörtuðu vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefndina. Þeir sögðust telja Sigríði vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, dró umsókn um stöðu seðlabankastjóra til baka. Starf hæfisnefndar sé í „hæsta máta óeðlilegt“. Hann varar forsætisráðherra við mistökum. 14. júní 2019 06:15 Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30 Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. Forsætisráðherra verði að ákveða sjálf hvort hún bregðist við umkvörtunum hans. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Benedikt hefði sent Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf þar sem hann tilkynnti henni að hann hefði dregið umsókn sína til baka. Benedikt segir í samtali við fréttastofu að hann dragi umsóknina til baka eftir að Sigríður Benediktsdóttir formaður hæfisnefndar hafi tjáð sér í viðtali að ekki yrði horft til þess við mat á umsækjendum að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Frumvarp þess efnis er nú til umræðu á Alþingi. „Það er vitað að ríkisstjórnin hefur sett það sem forgangsmál að breyta Seðlabankanum, sameina Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann í eina stofnun, og gera breytingar á stjórnsýslu Seðlabankans. Það er augljóslega allt önnur staða sem verður þegar þessar breytingar verða komnar í gegn og mér finnst mjög óeðlilegt að nefndin taki ekki tillit til þess. Þegar á að gera svona breytingar eiga stjórnvöld að vanda sig.“Líti til framtíðar Benedikt segir að forsætisráðherra verði að ákveða það sjálf hvort hún vilji bregðast við umkvörtunum hans. Hann hefði sjálfur gert það í hennar sporum. „Þá myndi ég hafa sett þá reglu strax frá upphafi að auðvitað eigi að líta til framtíðar. Það á að gera það alltaf þegar við horfum á stjórnsýsluna og ekki vera að binda okkur í reglur sem eru að falla úr gildi. Mér finnst þetta svolítil synd vegna þess að þarna er verið að leggja í viðamiklar breytingar sem munu hafa áhrif um langan tíma og að þar skuli menn bregðast með þessum hætti.“ Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Tveir umsækjendanna, þeir Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, og Vilhjálmur Bjarnason lektor, kvörtuðu vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefndina. Þeir sögðust telja Sigríði vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans.
Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, dró umsókn um stöðu seðlabankastjóra til baka. Starf hæfisnefndar sé í „hæsta máta óeðlilegt“. Hann varar forsætisráðherra við mistökum. 14. júní 2019 06:15 Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30 Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00
Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, dró umsókn um stöðu seðlabankastjóra til baka. Starf hæfisnefndar sé í „hæsta máta óeðlilegt“. Hann varar forsætisráðherra við mistökum. 14. júní 2019 06:15
Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30
Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent