Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júní 2019 13:00 Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. Forsætisráðherra verði að ákveða sjálf hvort hún bregðist við umkvörtunum hans. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Benedikt hefði sent Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf þar sem hann tilkynnti henni að hann hefði dregið umsókn sína til baka. Benedikt segir í samtali við fréttastofu að hann dragi umsóknina til baka eftir að Sigríður Benediktsdóttir formaður hæfisnefndar hafi tjáð sér í viðtali að ekki yrði horft til þess við mat á umsækjendum að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Frumvarp þess efnis er nú til umræðu á Alþingi. „Það er vitað að ríkisstjórnin hefur sett það sem forgangsmál að breyta Seðlabankanum, sameina Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann í eina stofnun, og gera breytingar á stjórnsýslu Seðlabankans. Það er augljóslega allt önnur staða sem verður þegar þessar breytingar verða komnar í gegn og mér finnst mjög óeðlilegt að nefndin taki ekki tillit til þess. Þegar á að gera svona breytingar eiga stjórnvöld að vanda sig.“Líti til framtíðar Benedikt segir að forsætisráðherra verði að ákveða það sjálf hvort hún vilji bregðast við umkvörtunum hans. Hann hefði sjálfur gert það í hennar sporum. „Þá myndi ég hafa sett þá reglu strax frá upphafi að auðvitað eigi að líta til framtíðar. Það á að gera það alltaf þegar við horfum á stjórnsýsluna og ekki vera að binda okkur í reglur sem eru að falla úr gildi. Mér finnst þetta svolítil synd vegna þess að þarna er verið að leggja í viðamiklar breytingar sem munu hafa áhrif um langan tíma og að þar skuli menn bregðast með þessum hætti.“ Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Tveir umsækjendanna, þeir Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, og Vilhjálmur Bjarnason lektor, kvörtuðu vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefndina. Þeir sögðust telja Sigríði vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, dró umsókn um stöðu seðlabankastjóra til baka. Starf hæfisnefndar sé í „hæsta máta óeðlilegt“. Hann varar forsætisráðherra við mistökum. 14. júní 2019 06:15 Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30 Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. Forsætisráðherra verði að ákveða sjálf hvort hún bregðist við umkvörtunum hans. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Benedikt hefði sent Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf þar sem hann tilkynnti henni að hann hefði dregið umsókn sína til baka. Benedikt segir í samtali við fréttastofu að hann dragi umsóknina til baka eftir að Sigríður Benediktsdóttir formaður hæfisnefndar hafi tjáð sér í viðtali að ekki yrði horft til þess við mat á umsækjendum að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Frumvarp þess efnis er nú til umræðu á Alþingi. „Það er vitað að ríkisstjórnin hefur sett það sem forgangsmál að breyta Seðlabankanum, sameina Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann í eina stofnun, og gera breytingar á stjórnsýslu Seðlabankans. Það er augljóslega allt önnur staða sem verður þegar þessar breytingar verða komnar í gegn og mér finnst mjög óeðlilegt að nefndin taki ekki tillit til þess. Þegar á að gera svona breytingar eiga stjórnvöld að vanda sig.“Líti til framtíðar Benedikt segir að forsætisráðherra verði að ákveða það sjálf hvort hún vilji bregðast við umkvörtunum hans. Hann hefði sjálfur gert það í hennar sporum. „Þá myndi ég hafa sett þá reglu strax frá upphafi að auðvitað eigi að líta til framtíðar. Það á að gera það alltaf þegar við horfum á stjórnsýsluna og ekki vera að binda okkur í reglur sem eru að falla úr gildi. Mér finnst þetta svolítil synd vegna þess að þarna er verið að leggja í viðamiklar breytingar sem munu hafa áhrif um langan tíma og að þar skuli menn bregðast með þessum hætti.“ Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Tveir umsækjendanna, þeir Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, og Vilhjálmur Bjarnason lektor, kvörtuðu vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefndina. Þeir sögðust telja Sigríði vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans.
Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, dró umsókn um stöðu seðlabankastjóra til baka. Starf hæfisnefndar sé í „hæsta máta óeðlilegt“. Hann varar forsætisráðherra við mistökum. 14. júní 2019 06:15 Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30 Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00
Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, dró umsókn um stöðu seðlabankastjóra til baka. Starf hæfisnefndar sé í „hæsta máta óeðlilegt“. Hann varar forsætisráðherra við mistökum. 14. júní 2019 06:15
Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30
Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24