Ekki samið um þinglok í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2019 16:03 Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir á Alþingi en myndin er tekin á fundi í morgun þegar einnig var verið að greiða atkvæði. vísir/vilhelm Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag. Þingfundi mun svo verða frestað fram yfir helgi. Allt stefndi í að samið yrði um þinglok í gær en samningaviðræðurnar sigldu í strand þegar Sjálfstæðismenn höfnuðu drögum að samkomulagi við Miðflokkinn. Ástæðan er vantraust Sjálfstæðismanna í garð Miðflokksins sem treysta því ekki að flokkurinn muni standa við samkomulag ef og þegar af því verður. Samkvæmt drögunum sem lágu fyrir í gær átti að fresta umræðum um þriðja orkupakkann til síðsumars og átti þá taka nokkra daga í málið. Kveðið var á um skipun fimm manna sérfræðingahóps í tengslum við afgreiðslu á þriðja orkupakkanum. Samkvæmt heimildum Vísis þótti Sjálfstæðismönnum ýmislegt of óljóst varðandi skipun hópsins, til dæmis það hvernig skipa ætti í hann, hvað viðfangsefni hans ætti að vera og hvað gera ætti við niðurstöðurnar. Vildi þingflokkur Sjálfstæðisflokksins skýra betur orðalag í samkomulaginu og negla fastar niður það sem verið væri að semja um. Óformleg samtöl hafa verið í dag um hvernig ljúka megi þingi en þær engum árangri skilað. Þingi mun því ekki ljúka á morgun eins og stefnt hafði verið að í gær heldur mun þingið halda áfram fram í næstu viku. Alþingi Tengdar fréttir Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag. Þingfundi mun svo verða frestað fram yfir helgi. Allt stefndi í að samið yrði um þinglok í gær en samningaviðræðurnar sigldu í strand þegar Sjálfstæðismenn höfnuðu drögum að samkomulagi við Miðflokkinn. Ástæðan er vantraust Sjálfstæðismanna í garð Miðflokksins sem treysta því ekki að flokkurinn muni standa við samkomulag ef og þegar af því verður. Samkvæmt drögunum sem lágu fyrir í gær átti að fresta umræðum um þriðja orkupakkann til síðsumars og átti þá taka nokkra daga í málið. Kveðið var á um skipun fimm manna sérfræðingahóps í tengslum við afgreiðslu á þriðja orkupakkanum. Samkvæmt heimildum Vísis þótti Sjálfstæðismönnum ýmislegt of óljóst varðandi skipun hópsins, til dæmis það hvernig skipa ætti í hann, hvað viðfangsefni hans ætti að vera og hvað gera ætti við niðurstöðurnar. Vildi þingflokkur Sjálfstæðisflokksins skýra betur orðalag í samkomulaginu og negla fastar niður það sem verið væri að semja um. Óformleg samtöl hafa verið í dag um hvernig ljúka megi þingi en þær engum árangri skilað. Þingi mun því ekki ljúka á morgun eins og stefnt hafði verið að í gær heldur mun þingið halda áfram fram í næstu viku.
Alþingi Tengdar fréttir Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53
„Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04