Myndband | Þór Þormar vann á heimavelli Bragi Þórðarson skrifar 16. júní 2019 16:30 Þór Þormar Pálsson flaug manna hæst í KFC torfærunni. Bíladagar Orkunnar fara nú fram á Akureyri. Einn af viðburðum hátíðarinnar var önnur umferð Íslandsmótsins í torfæru sem fór fram í gryfjunum í Glerárdal á laugardaginn. Veðurblíðan undanfarnar vikur setti svip sinn á KFC torfæruna, gríðarlegt ryk var í gryfjunum sem gerði ökumönnum erfitt fyrir. Þrír bílar voru skráðir í Götubílaflokk og var það reynsluboltinn Steingrímur Bjarnason á Strumpnum sem stóð uppi sem sigurvegari.Hart barist í sérútbúna flokknumÍ flokki sérútbúinna bíla voru 19 bílar skráðir til leiks. Geir Evert Grímsson leiddi Íslandsmótið fyrir keppnina eftir sigur í fyrstu umferðinni á Hellu. Keppnin byrjaði þó illa fyrir Geir er hann festi bíl sinn, Sleggjuna, strax í fyrsta barði. Hann átti því aldrei raunhæfa möguleika á sigri eftir það og endaði fimmti. Haukur Viðar Einarsson á Heklu endaði þriðji á Hellu. Hann var annar framan af í KFC torfærunni en varð að lokum að sætta sig við þriðja sætið aðra keppnina í röð. Alexander Már Steinarsson fékk Guttann Reborn lánaðan hjá Ingólfi Guðvarðarsyni. Alexander keyrði frábærlega á Akureyri og hrifsaði silfrið af Hauki með frábærum akstri í síðustu braut dagsins.Heimamaðurinn með yfirburðiÞór Þormar Pálsson, ríkjandi Íslandsmeistari, stóð uppi sem öruggur sigurvegari í sinni heimakeppni. Rétt eins og í Akureyrartorfærunni í fyrra bar akstur hans af og er greinilegt að gryfjurnar í Glerárdal henta honum vel. Úrslitin þýða að Þór Þormar, Geir Evert og Haukur Viðar standa jafnir að stigum í fyrsta sæti Íslandsmótsins. Þriðja umferð mótsins fer fram á Blönduósi eftir tvær vikur og verður hart barist þar. Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira
Bíladagar Orkunnar fara nú fram á Akureyri. Einn af viðburðum hátíðarinnar var önnur umferð Íslandsmótsins í torfæru sem fór fram í gryfjunum í Glerárdal á laugardaginn. Veðurblíðan undanfarnar vikur setti svip sinn á KFC torfæruna, gríðarlegt ryk var í gryfjunum sem gerði ökumönnum erfitt fyrir. Þrír bílar voru skráðir í Götubílaflokk og var það reynsluboltinn Steingrímur Bjarnason á Strumpnum sem stóð uppi sem sigurvegari.Hart barist í sérútbúna flokknumÍ flokki sérútbúinna bíla voru 19 bílar skráðir til leiks. Geir Evert Grímsson leiddi Íslandsmótið fyrir keppnina eftir sigur í fyrstu umferðinni á Hellu. Keppnin byrjaði þó illa fyrir Geir er hann festi bíl sinn, Sleggjuna, strax í fyrsta barði. Hann átti því aldrei raunhæfa möguleika á sigri eftir það og endaði fimmti. Haukur Viðar Einarsson á Heklu endaði þriðji á Hellu. Hann var annar framan af í KFC torfærunni en varð að lokum að sætta sig við þriðja sætið aðra keppnina í röð. Alexander Már Steinarsson fékk Guttann Reborn lánaðan hjá Ingólfi Guðvarðarsyni. Alexander keyrði frábærlega á Akureyri og hrifsaði silfrið af Hauki með frábærum akstri í síðustu braut dagsins.Heimamaðurinn með yfirburðiÞór Þormar Pálsson, ríkjandi Íslandsmeistari, stóð uppi sem öruggur sigurvegari í sinni heimakeppni. Rétt eins og í Akureyrartorfærunni í fyrra bar akstur hans af og er greinilegt að gryfjurnar í Glerárdal henta honum vel. Úrslitin þýða að Þór Þormar, Geir Evert og Haukur Viðar standa jafnir að stigum í fyrsta sæti Íslandsmótsins. Þriðja umferð mótsins fer fram á Blönduósi eftir tvær vikur og verður hart barist þar.
Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira