Gleði og dans allsráðandi í anda Jónu Ottesen Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júní 2019 21:00 Dans- og fjölskylduhátíðin Kátt í Kramhúsinu var haldin í dag og mun allur gróði af gleðinni renna beint til Jónu Elísabetar Ottesen, 36 ára konu sem liggur þungt haldin á spítala eftir alvarlegt bílslys sem hún og dóttir hennar lentu í í upphafi mánaðar. Það var margt um manninn í Kramhúsinu í dag og augljóst að Jóna á marga góða að. Hún var á heimleið að norðan til Reykjavíkur þegar hún og fimm ára dóttir hennar lentu í alvarlegu bílslysi í Langadal í Húnavatnssýslu. Dóttir hennar slapp með minniháttar áverka en Jóna hlaut mænuskaða. Fyrst eftir slysið var hún með meðvitund, en í framhaldi tekin ákvörðun um að setja hana í öndunarvél og er henni haldið sofandi á meðan bólgur hjaðna. „Jóna er algjör gleðigjafi, leiðtogi, finnst gaman að dansa, vinur vina sinna og yndisleg manneskja á svo margan hátt,“ segir Ásdís Halldórsdóttir, vinkona Jónu og danskennari. Hún er ein þeirra sem skipulagði viðburðinn í dag. En er ekki vitað hverjar nákvæmar afleiðingar slyssins eru, en ljóst er að langt og strangt endurhæfingarferli bíður Jónu. Vinir hennar og samstarfsfólk hafa því tekið sig saman síðustu viku og hrint af stað allskyns söfnunum til að styðja við bakið á henni og fjölskyldu hennar næstu mánuði. Sjálf stofnaði Jóna hátíðina Kátt á Klambratúni, og því lá beinast við að tengja Kátt í kramhúsinu við það. Vinir Jónu munu svo sjá um skipulag barnahátíðarinnar á Klambratúni í ár og vonast til að hún taki svo aftur við boltanum að ári. Hátíðin var því augljóslega í anda Jónu, þar sem gleði og dans voru alsráðandi. Hægt er að styrkja endurhæfingaferli Jónu í gegnum þennan styrktarreikning: 528-14-401998, kt. 701111-1410. Samgönguslys Tengdar fréttir Kátt á Klambra verður haldið í þriðja skiptið Nokkrir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar troða upp á barnamenningarhátíð á Klambratúni um helgina. Um þrjú þúsund mættu í fyrra. Einn skipuleggjenda segir fólk frá núll og upp úr eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 26. júlí 2018 06:00 Dansað til styrktar Jónu sem slasaðist í alvarlegu bílslysi Ástand Jónu Elísbetar Ottesen fer batnandi en hún hlaut mænuskaða í bílslysi fyrr í mánuðinum. Kramhúsið og Kennarahúsið skipuleggja nú dans- og fjölskylduhátíð til styrktar henni. 12. júní 2019 11:32 Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. 6. júní 2019 10:13 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Dans- og fjölskylduhátíðin Kátt í Kramhúsinu var haldin í dag og mun allur gróði af gleðinni renna beint til Jónu Elísabetar Ottesen, 36 ára konu sem liggur þungt haldin á spítala eftir alvarlegt bílslys sem hún og dóttir hennar lentu í í upphafi mánaðar. Það var margt um manninn í Kramhúsinu í dag og augljóst að Jóna á marga góða að. Hún var á heimleið að norðan til Reykjavíkur þegar hún og fimm ára dóttir hennar lentu í alvarlegu bílslysi í Langadal í Húnavatnssýslu. Dóttir hennar slapp með minniháttar áverka en Jóna hlaut mænuskaða. Fyrst eftir slysið var hún með meðvitund, en í framhaldi tekin ákvörðun um að setja hana í öndunarvél og er henni haldið sofandi á meðan bólgur hjaðna. „Jóna er algjör gleðigjafi, leiðtogi, finnst gaman að dansa, vinur vina sinna og yndisleg manneskja á svo margan hátt,“ segir Ásdís Halldórsdóttir, vinkona Jónu og danskennari. Hún er ein þeirra sem skipulagði viðburðinn í dag. En er ekki vitað hverjar nákvæmar afleiðingar slyssins eru, en ljóst er að langt og strangt endurhæfingarferli bíður Jónu. Vinir hennar og samstarfsfólk hafa því tekið sig saman síðustu viku og hrint af stað allskyns söfnunum til að styðja við bakið á henni og fjölskyldu hennar næstu mánuði. Sjálf stofnaði Jóna hátíðina Kátt á Klambratúni, og því lá beinast við að tengja Kátt í kramhúsinu við það. Vinir Jónu munu svo sjá um skipulag barnahátíðarinnar á Klambratúni í ár og vonast til að hún taki svo aftur við boltanum að ári. Hátíðin var því augljóslega í anda Jónu, þar sem gleði og dans voru alsráðandi. Hægt er að styrkja endurhæfingaferli Jónu í gegnum þennan styrktarreikning: 528-14-401998, kt. 701111-1410.
Samgönguslys Tengdar fréttir Kátt á Klambra verður haldið í þriðja skiptið Nokkrir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar troða upp á barnamenningarhátíð á Klambratúni um helgina. Um þrjú þúsund mættu í fyrra. Einn skipuleggjenda segir fólk frá núll og upp úr eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 26. júlí 2018 06:00 Dansað til styrktar Jónu sem slasaðist í alvarlegu bílslysi Ástand Jónu Elísbetar Ottesen fer batnandi en hún hlaut mænuskaða í bílslysi fyrr í mánuðinum. Kramhúsið og Kennarahúsið skipuleggja nú dans- og fjölskylduhátíð til styrktar henni. 12. júní 2019 11:32 Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. 6. júní 2019 10:13 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Kátt á Klambra verður haldið í þriðja skiptið Nokkrir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar troða upp á barnamenningarhátíð á Klambratúni um helgina. Um þrjú þúsund mættu í fyrra. Einn skipuleggjenda segir fólk frá núll og upp úr eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 26. júlí 2018 06:00
Dansað til styrktar Jónu sem slasaðist í alvarlegu bílslysi Ástand Jónu Elísbetar Ottesen fer batnandi en hún hlaut mænuskaða í bílslysi fyrr í mánuðinum. Kramhúsið og Kennarahúsið skipuleggja nú dans- og fjölskylduhátíð til styrktar henni. 12. júní 2019 11:32
Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. 6. júní 2019 10:13
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent