Alþingi fær 140 þúsund undirskriftir Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. júní 2019 07:15 Frumvarp um fiskeldi er nú til umfjöllunar á Alþingi. Vísir/Einar „Þessa dagana fylgjast náttúruverndarsinnar um alla Evrópu með því hvað er að gerast á íslenska þinginu. Þetta er fólk sem er umhugað um brothætt vistkerfi heimsins og það kallar eftir því að útgáfa leyfa fyrir laxeldi í opnum sjókvíum verði hætt og þau leyfi sem þegar hafa verið gefin út verði afnumin í áföngum,“ segir Ryan Gellert, framkvæmdastjóri hjá bandaríska útivistarvöruframleiðandanum Patagonia. Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland. Auk Patagonia standa NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna, og sambærileg samtök í Noregi, Skotlandi og Írlandi að baki undirskriftasöfnuninni. Til stendur að afhenda Alþingi undirskriftirnar áður en atkvæði verða greidd um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á lögum um fiskeldi. Annarri umræðu um frumvarpið var frestað á fimmtudag en var engu að síður rætt á tveimur fundum atvinnuveganefndar á föstudag. „Ég skil vel áhyggjur fólks og skynja að þær eru víðtækar. Einmitt þess vegna höfum við í vinnu nefndarinnar fyrst og fremst lagt áherslu á umhverfisþætti. Við viljum herða sem best allar skrúfur hvað það varðar og hvetja sem mest til umhverfisvænni framleiðslu,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, framsögumaður meirihluta nefndarinnar í málinu. Kolbeinn segir nefndina hafa sett fram þá sýn að eldi á frjóum laxi verði ekki stundað í opnum kvíum. „Það er þangað sem við eigum að stefna. Það þarf að horfa til þess að uppbyggingin verði í skrefum þar sem allra þessara þátta er gætt.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Telur eldismenn makka með stjórnvöldum um frumvarp um fiskeldi Lögfræðiálit SFS ekki lagt fram opinberlega. 10. maí 2019 14:19 Fleiri leggjast á árarnar gegn fiskeldi í opnum sjókvíum Fyrirtæki og umhverfissamtök lýsa yfir stuðningi við baráttuna gegn fiskeldi í opnum sjókvíum. Veitingamaður sem rekur fjóra veitingastaði í miðborginni segir erlenda viðskiptavini vilja hreina framleiðslu á matvælum og segir orðspor landsins í húfi. Það skipti máli hvaðan hráefnið kemur. 12. júní 2019 06:15 Óttast að frestun frumvarpsins veiti fiskeldisöflunum byr undir báða vængi Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og samtökin Iceland Wildlife Fund leggjast bæði gegn fiskeldisfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. 14. júní 2019 13:30 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Sjá meira
„Þessa dagana fylgjast náttúruverndarsinnar um alla Evrópu með því hvað er að gerast á íslenska þinginu. Þetta er fólk sem er umhugað um brothætt vistkerfi heimsins og það kallar eftir því að útgáfa leyfa fyrir laxeldi í opnum sjókvíum verði hætt og þau leyfi sem þegar hafa verið gefin út verði afnumin í áföngum,“ segir Ryan Gellert, framkvæmdastjóri hjá bandaríska útivistarvöruframleiðandanum Patagonia. Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland. Auk Patagonia standa NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna, og sambærileg samtök í Noregi, Skotlandi og Írlandi að baki undirskriftasöfnuninni. Til stendur að afhenda Alþingi undirskriftirnar áður en atkvæði verða greidd um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á lögum um fiskeldi. Annarri umræðu um frumvarpið var frestað á fimmtudag en var engu að síður rætt á tveimur fundum atvinnuveganefndar á föstudag. „Ég skil vel áhyggjur fólks og skynja að þær eru víðtækar. Einmitt þess vegna höfum við í vinnu nefndarinnar fyrst og fremst lagt áherslu á umhverfisþætti. Við viljum herða sem best allar skrúfur hvað það varðar og hvetja sem mest til umhverfisvænni framleiðslu,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, framsögumaður meirihluta nefndarinnar í málinu. Kolbeinn segir nefndina hafa sett fram þá sýn að eldi á frjóum laxi verði ekki stundað í opnum kvíum. „Það er þangað sem við eigum að stefna. Það þarf að horfa til þess að uppbyggingin verði í skrefum þar sem allra þessara þátta er gætt.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Telur eldismenn makka með stjórnvöldum um frumvarp um fiskeldi Lögfræðiálit SFS ekki lagt fram opinberlega. 10. maí 2019 14:19 Fleiri leggjast á árarnar gegn fiskeldi í opnum sjókvíum Fyrirtæki og umhverfissamtök lýsa yfir stuðningi við baráttuna gegn fiskeldi í opnum sjókvíum. Veitingamaður sem rekur fjóra veitingastaði í miðborginni segir erlenda viðskiptavini vilja hreina framleiðslu á matvælum og segir orðspor landsins í húfi. Það skipti máli hvaðan hráefnið kemur. 12. júní 2019 06:15 Óttast að frestun frumvarpsins veiti fiskeldisöflunum byr undir báða vængi Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og samtökin Iceland Wildlife Fund leggjast bæði gegn fiskeldisfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. 14. júní 2019 13:30 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Sjá meira
Telur eldismenn makka með stjórnvöldum um frumvarp um fiskeldi Lögfræðiálit SFS ekki lagt fram opinberlega. 10. maí 2019 14:19
Fleiri leggjast á árarnar gegn fiskeldi í opnum sjókvíum Fyrirtæki og umhverfissamtök lýsa yfir stuðningi við baráttuna gegn fiskeldi í opnum sjókvíum. Veitingamaður sem rekur fjóra veitingastaði í miðborginni segir erlenda viðskiptavini vilja hreina framleiðslu á matvælum og segir orðspor landsins í húfi. Það skipti máli hvaðan hráefnið kemur. 12. júní 2019 06:15
Óttast að frestun frumvarpsins veiti fiskeldisöflunum byr undir báða vængi Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og samtökin Iceland Wildlife Fund leggjast bæði gegn fiskeldisfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. 14. júní 2019 13:30