Kakkalakkar ekki æskilegir á heimilum Sandra Guðmundsdóttir skrifar 19. júní 2019 08:30 Gísli Már Gíslason fræðir fólk um pöddulíf í Elliðaárdal í kvöld. KRISTINN INGVARSSON Gísli Már Gíslason skordýrasérfræðingur fræðir fólk um heim skordýranna í Elliðaárdal í kvöld. Hann segir skordýrategundum á Íslandi hafa fjölgað um um það bil 400 á þeim 40 árum sem hann hefur kennt skordýrafræði.Gísli segir skordýraáhuga sinn hafa kviknað vegna þess að hann hafi alla tíð haft áhuga á vistfræði. Hann fór því í nám í sjávarvistfræði að loknu BS-prófi. Þegar hann byrjaði í doktorsnámi segist hann hafa farið yfir í vatnalíffræði og það hafi verið tilviljun sem réði því að skordýr urðu fyrir valinu. „Þau eru langfjölliðuðust af þeim dýrategundum sem lifa í og við vötn. Ef þú tekur Mývatn sem dæmi þá getur þéttleikinn á botninum þar verið 100.000 á fermetra. Í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu höfum við mælt upp í 300.000 bitmýslirfur á fermetra,“ segir Gísli. Skordýr eru aðalfæða fugla og fiska í íslenskum vötnum. Gísli segir að 70% fæðu urriðans í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu séu bitmýslirfur. Það er því ljóst að þær eru mjög mikilvægar fyrir lífríkið. „Fiskistofnar Mývatns sveiflast með fæðuframboði mýs. Þó þeir éti líka krabbaflær og annað,“ segir Gísli. „Skordýr eru undirstaða mjög margs, þau eru til dæmis undirstaða mófuglalífs, þetta eru allt skordýraætur.“Skordýraskoðun er fyrir alla fjölskyldunaJÓN ÖRN GUÐBJARTSSONGísli er sérfræðingur í vatnaskordýrum en segist vita ýmislegt um önnur skordýr enda hafi hann kennt skordýrafræði í yfir 40 ár. Hann segir skordýrategundum hér á landi hafa fjölgað mikið á þeim tíma og hann á von á því að fjölgunin verði meiri. „Það eru komnar humlutegundir sem ekki voru áður. Það eru rauðhumla, garðhumla og húshumla til viðbótar við móhumluna sem var fyrir. Þetta eru allt hunangsflugur,“ segir Gísli. „Síðan hafa bæst við þó nokkuð margar geitungategundir. Holugeitungur var fyrsti geitungurinn í Reykjavík og nágrenni svona upp úr 1970. Núna eru geitungategundirnar orðnar sex, þetta verður fólk vart við, jafnvel óttast þetta.“Á von á moskítóflugum til Íslands Gísli segir að vatnaskordýrum fjölgi einnig en þekktasta dæmið er lúsmýið. „Ég spái því að með auknum lofthita, sem er þó sveiflukenndur, muni skordýrum hér fjölga verulega. Þau skordýr sem hafast við í heitari löndum eru að færa sig norður á bóginn. Ég á von á því að moskítóflugur slæði sér hingað til lands fyrr eða síðar.“ Skordýrin berast hingað með vindum. Vorflugutegundum, sem eru á stærð við fiðrildi, hefur fjölgað úr 10 í 12 á þeim tíma sem Gísli hefur rannsakað þær. „Við höfum fylgst með hvað þær eru lengi að berast um landið, ég fann fyrri tegundina 1974 þegar ég var í doktorsnámi. Þá var hún bundin við Austfirði og Norðausturland. Núna hefur þessi tegund náð því að dreifa sér um allt land. Dreifingarhraðinn eru 7-10 km á ári.“Gísli er sérfræðingur í vatnaskordýrum. KRISTINN INGVARSSON Á fjórum árum hefur lúsmýið sem upprunalega fannst í Kjósinni dreift sér um Borgarfjarðarhéruð, höfuðborgarsvæðið og austur í Biskupstungur og Gísli segir allt benda til þess að það muni dreifa sér um allt land. Gísli segir að óþarfi sé að hræðast að þessar nýju tegundir berist heim til fólks. „Það eru alltaf að berast ný skordýr sem verða húsdýr, þau koma yfirleitt með matvöru. Sérstaklega mjöli og öðru slíku. Yfirleitt eru þessi skordýr ekki hættuleg. En það er allt í lagi að hafa varann á. Sumt er ekkert æskilegt að hafa í híbýlum sínum eins og kakkalakka, það kemur mikil lykt af þeim.“ Gísli segir þrjár tegundir kakkalakka orðnar landlægar hér á landi, en þær hafa takmarkaða útbreiðslu. Í Elliðaárdalnum í kvöld verður hægt að veiða skordýr og skoða þau í víðsjám. Gísli verður á staðnum ásamt fleiri líffræðingum frá Háskóla Íslands til að fræða fólk um dýrin sem það veiðir. „Við hittumst við gömlu rafstöðina klukkan 18.00. Við sitjum við borð með víðsjár þannig að þeir sem safna skordýrunum geta skoðað þau betur með stækkun. Við komum með háfa og skálar sem fólk getur skoðað skordýrin í en það er gott ef fólk kemur með krukkur að heiman til að safna skordýrunum saman,“ segir Gísli.Laugakönguló lifir á norðurhveli jarðaKRISTINN INGVARSSON „Skordýrin veiðast þarna í kjarrinu og við bakka Elliðaánna. Við leggjum til að krakkarnir velti við steinum en þá kemur ýmislegt í ljós eins og járnsmiðir og bjöllur og annað sem þau geta veitt.“ Skordýraskoðunin er hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands, Ferðafélagi unga fólksins, Háskóla Íslands og Háskóla unga fólksins, Með fróðleik í fararnesti. Gísli hefur verið með, sem hluta af verkefninu, kræklingagöngur í Hvalfirði sem er nú orðin að fjöruferð í Gróttu, skordýraskoðunina og í ágúst verður sveppaferð. Skordýraskoðunin ásamt hinum ferðunum er hugsuð fyrir alla fjölskylduna. „Krakkarnir hafa mikinn áhuga á þessu,“ segir Gísli. „En svo kemur fullorðið fólk með, foreldrar og aðrir aðstandendur.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Gísli Már Gíslason skordýrasérfræðingur fræðir fólk um heim skordýranna í Elliðaárdal í kvöld. Hann segir skordýrategundum á Íslandi hafa fjölgað um um það bil 400 á þeim 40 árum sem hann hefur kennt skordýrafræði.Gísli segir skordýraáhuga sinn hafa kviknað vegna þess að hann hafi alla tíð haft áhuga á vistfræði. Hann fór því í nám í sjávarvistfræði að loknu BS-prófi. Þegar hann byrjaði í doktorsnámi segist hann hafa farið yfir í vatnalíffræði og það hafi verið tilviljun sem réði því að skordýr urðu fyrir valinu. „Þau eru langfjölliðuðust af þeim dýrategundum sem lifa í og við vötn. Ef þú tekur Mývatn sem dæmi þá getur þéttleikinn á botninum þar verið 100.000 á fermetra. Í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu höfum við mælt upp í 300.000 bitmýslirfur á fermetra,“ segir Gísli. Skordýr eru aðalfæða fugla og fiska í íslenskum vötnum. Gísli segir að 70% fæðu urriðans í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu séu bitmýslirfur. Það er því ljóst að þær eru mjög mikilvægar fyrir lífríkið. „Fiskistofnar Mývatns sveiflast með fæðuframboði mýs. Þó þeir éti líka krabbaflær og annað,“ segir Gísli. „Skordýr eru undirstaða mjög margs, þau eru til dæmis undirstaða mófuglalífs, þetta eru allt skordýraætur.“Skordýraskoðun er fyrir alla fjölskyldunaJÓN ÖRN GUÐBJARTSSONGísli er sérfræðingur í vatnaskordýrum en segist vita ýmislegt um önnur skordýr enda hafi hann kennt skordýrafræði í yfir 40 ár. Hann segir skordýrategundum hér á landi hafa fjölgað mikið á þeim tíma og hann á von á því að fjölgunin verði meiri. „Það eru komnar humlutegundir sem ekki voru áður. Það eru rauðhumla, garðhumla og húshumla til viðbótar við móhumluna sem var fyrir. Þetta eru allt hunangsflugur,“ segir Gísli. „Síðan hafa bæst við þó nokkuð margar geitungategundir. Holugeitungur var fyrsti geitungurinn í Reykjavík og nágrenni svona upp úr 1970. Núna eru geitungategundirnar orðnar sex, þetta verður fólk vart við, jafnvel óttast þetta.“Á von á moskítóflugum til Íslands Gísli segir að vatnaskordýrum fjölgi einnig en þekktasta dæmið er lúsmýið. „Ég spái því að með auknum lofthita, sem er þó sveiflukenndur, muni skordýrum hér fjölga verulega. Þau skordýr sem hafast við í heitari löndum eru að færa sig norður á bóginn. Ég á von á því að moskítóflugur slæði sér hingað til lands fyrr eða síðar.“ Skordýrin berast hingað með vindum. Vorflugutegundum, sem eru á stærð við fiðrildi, hefur fjölgað úr 10 í 12 á þeim tíma sem Gísli hefur rannsakað þær. „Við höfum fylgst með hvað þær eru lengi að berast um landið, ég fann fyrri tegundina 1974 þegar ég var í doktorsnámi. Þá var hún bundin við Austfirði og Norðausturland. Núna hefur þessi tegund náð því að dreifa sér um allt land. Dreifingarhraðinn eru 7-10 km á ári.“Gísli er sérfræðingur í vatnaskordýrum. KRISTINN INGVARSSON Á fjórum árum hefur lúsmýið sem upprunalega fannst í Kjósinni dreift sér um Borgarfjarðarhéruð, höfuðborgarsvæðið og austur í Biskupstungur og Gísli segir allt benda til þess að það muni dreifa sér um allt land. Gísli segir að óþarfi sé að hræðast að þessar nýju tegundir berist heim til fólks. „Það eru alltaf að berast ný skordýr sem verða húsdýr, þau koma yfirleitt með matvöru. Sérstaklega mjöli og öðru slíku. Yfirleitt eru þessi skordýr ekki hættuleg. En það er allt í lagi að hafa varann á. Sumt er ekkert æskilegt að hafa í híbýlum sínum eins og kakkalakka, það kemur mikil lykt af þeim.“ Gísli segir þrjár tegundir kakkalakka orðnar landlægar hér á landi, en þær hafa takmarkaða útbreiðslu. Í Elliðaárdalnum í kvöld verður hægt að veiða skordýr og skoða þau í víðsjám. Gísli verður á staðnum ásamt fleiri líffræðingum frá Háskóla Íslands til að fræða fólk um dýrin sem það veiðir. „Við hittumst við gömlu rafstöðina klukkan 18.00. Við sitjum við borð með víðsjár þannig að þeir sem safna skordýrunum geta skoðað þau betur með stækkun. Við komum með háfa og skálar sem fólk getur skoðað skordýrin í en það er gott ef fólk kemur með krukkur að heiman til að safna skordýrunum saman,“ segir Gísli.Laugakönguló lifir á norðurhveli jarðaKRISTINN INGVARSSON „Skordýrin veiðast þarna í kjarrinu og við bakka Elliðaánna. Við leggjum til að krakkarnir velti við steinum en þá kemur ýmislegt í ljós eins og járnsmiðir og bjöllur og annað sem þau geta veitt.“ Skordýraskoðunin er hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands, Ferðafélagi unga fólksins, Háskóla Íslands og Háskóla unga fólksins, Með fróðleik í fararnesti. Gísli hefur verið með, sem hluta af verkefninu, kræklingagöngur í Hvalfirði sem er nú orðin að fjöruferð í Gróttu, skordýraskoðunina og í ágúst verður sveppaferð. Skordýraskoðunin ásamt hinum ferðunum er hugsuð fyrir alla fjölskylduna. „Krakkarnir hafa mikinn áhuga á þessu,“ segir Gísli. „En svo kemur fullorðið fólk með, foreldrar og aðrir aðstandendur.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43
Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent