Flott opnun í Skjálfandafljóti Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2019 13:53 Sveinn með 90 sm laxinn við opnun Skjálfandafljóts Mynd: Iceland Outfitters Skjálfandafljót opnaði í gær fyrir veiði en þessi magnaða á hefur hingað til verið eitt best geymda leyndarmál laxveiðimanna norðan heiða. Áinn hefur allt til að bera til að kallast mögnuð áskorun á veiðimenn en veiðin í henni er líka góð. Þarna veiðist lax, bleikja, sjóbleikja og sjóbirtingur en flestir sem leggja leið sína þangað eru að elta stórlaxa sem þarna veiðast á hverju sumri. Þrátt fyrir oft furðulega litla ástundun er veiðin góð og meðalþyngdin þarna eins og menn þekkja úr norðlensku ánum. Við opnun komu alls 6 laxar á land og 2 misstir, mjög fín byrjun á vonandi mjög góðu sumri. Það voru stjórnarmenn í stangveiðifélaginu fljótsmenn sem opnuðu og formaðurinn Sveinn Aðalgeirsson veiddi fyrsta Laxinn í Barnafelli kl 7,27 á flugu. 90 cm hæng sem var svo sleppt aftur eftir glæsilega viðureign. Það eru Iceland Outfitters sem selja leyfi í ánna og þau eru bara á ansi hagstæðu verði miðað við það sem veiðimenn á Íslandi eiga að venjast. Mest lesið Góð veiði í Straumunum Veiði Stórlaxarnir bíða þín fyrir norðan Veiði Fáskrúð og Norðurá II í brennidepli Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði 75 ára afmælisfagnaður SVFR Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði Góð opnun í Blöndu Veiði Félag ungra í skot og stangveiði Veiði
Skjálfandafljót opnaði í gær fyrir veiði en þessi magnaða á hefur hingað til verið eitt best geymda leyndarmál laxveiðimanna norðan heiða. Áinn hefur allt til að bera til að kallast mögnuð áskorun á veiðimenn en veiðin í henni er líka góð. Þarna veiðist lax, bleikja, sjóbleikja og sjóbirtingur en flestir sem leggja leið sína þangað eru að elta stórlaxa sem þarna veiðast á hverju sumri. Þrátt fyrir oft furðulega litla ástundun er veiðin góð og meðalþyngdin þarna eins og menn þekkja úr norðlensku ánum. Við opnun komu alls 6 laxar á land og 2 misstir, mjög fín byrjun á vonandi mjög góðu sumri. Það voru stjórnarmenn í stangveiðifélaginu fljótsmenn sem opnuðu og formaðurinn Sveinn Aðalgeirsson veiddi fyrsta Laxinn í Barnafelli kl 7,27 á flugu. 90 cm hæng sem var svo sleppt aftur eftir glæsilega viðureign. Það eru Iceland Outfitters sem selja leyfi í ánna og þau eru bara á ansi hagstæðu verði miðað við það sem veiðimenn á Íslandi eiga að venjast.
Mest lesið Góð veiði í Straumunum Veiði Stórlaxarnir bíða þín fyrir norðan Veiði Fáskrúð og Norðurá II í brennidepli Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði 75 ára afmælisfagnaður SVFR Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði Góð opnun í Blöndu Veiði Félag ungra í skot og stangveiði Veiði