Líflegt við opnun Grímsár Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2019 15:30 90 sm nýgengin lax úr Strengjum í Grímsá í morgun. Karl Lúðvíksson Grímsá opnaði fyrir veiði í morgun í reglulega góðu vatni og það var greinilega gaman við bakkann miðað við fyrstu tölur. Það er aðeins veitt á fjórar stangir við opnun og það er þess vegna vel rúmt um alla sem eru við veiðar. Fyrsta vakt í ánni gefur vonandi góð fyrirheit um sumarið en alls var sett í níu laxa og af þeim var fimm löxum landað, þar af einum 90 sm. Allir laxarnir sem komu á land í morgun var vel haldinn tveggja ára lax og það veiddust laxar af öllum svæðum og lax sást nokkuð víða. Veiðistaðirnir sem gáfu laxa í morgun voru Efstihylur, Langidráttur, Gullberarstaðastrengur, Klöpp og Strengir. Allir laxarnir sem tóku voru að taka litlar flugur og hitch en í þessu vatni sem árnar í Borgarfirði eru í núna er það bara það eina sem veiðimenn ættu að nota. Flugur í stærðum 16-18#, micro hitch og 10-12 feta tauma. Fara varlega í alla veiðistaði og láta lítið á sér bera. Þetta er það sem er að skila árangri í þessum aðstæðum. Mest lesið Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Hættið að skarka utanvega á veiðislóð! Veiði 120 laxar á land í Norðurá í gær Veiði Laugardalsá langt undir meðaltalsveiði Veiði Mokveiði í Urriðafossi Veiði Hver er besta haustflugan í laxinn? Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Góð kvöldveiði í Kleifarvatni Veiði Töluvert af gæs komin í tún og akra Veiði Biðla til afkomenda Flugumanna Veiði
Grímsá opnaði fyrir veiði í morgun í reglulega góðu vatni og það var greinilega gaman við bakkann miðað við fyrstu tölur. Það er aðeins veitt á fjórar stangir við opnun og það er þess vegna vel rúmt um alla sem eru við veiðar. Fyrsta vakt í ánni gefur vonandi góð fyrirheit um sumarið en alls var sett í níu laxa og af þeim var fimm löxum landað, þar af einum 90 sm. Allir laxarnir sem komu á land í morgun var vel haldinn tveggja ára lax og það veiddust laxar af öllum svæðum og lax sást nokkuð víða. Veiðistaðirnir sem gáfu laxa í morgun voru Efstihylur, Langidráttur, Gullberarstaðastrengur, Klöpp og Strengir. Allir laxarnir sem tóku voru að taka litlar flugur og hitch en í þessu vatni sem árnar í Borgarfirði eru í núna er það bara það eina sem veiðimenn ættu að nota. Flugur í stærðum 16-18#, micro hitch og 10-12 feta tauma. Fara varlega í alla veiðistaði og láta lítið á sér bera. Þetta er það sem er að skila árangri í þessum aðstæðum.
Mest lesið Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Hættið að skarka utanvega á veiðislóð! Veiði 120 laxar á land í Norðurá í gær Veiði Laugardalsá langt undir meðaltalsveiði Veiði Mokveiði í Urriðafossi Veiði Hver er besta haustflugan í laxinn? Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Góð kvöldveiði í Kleifarvatni Veiði Töluvert af gæs komin í tún og akra Veiði Biðla til afkomenda Flugumanna Veiði