Allir miðlar með sinn fulltrúa Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 3. júní 2019 08:00 Þetta er eina sýningin á tveggja ára fresti sem listamenn sækja um að taka þátt í, segir Hlynur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri sýningin Vor en þar sýna norðlenskir myndlistarmenn verk sín. Venjulega tökum við ekki á móti umsóknum um sýningar en þetta er eina sýningin á tveggja ára fresti sem listamenn sækja um að taka þátt í. Þeir senda inn tillögur að þremur verkum og fimm manna dómnefnd velur verk og listamenn,“ segir Hlynur Hallsson safnstjóri listasafnsins en hann var í hópi þeirra sem sátu í dómnefnd. „Þetta er í þriðja sinn sem við höldum sýningu eins og þessa, sú fyrsta var 2015 og önnur sýningin fyrir tveimur árum. Að þessu sinni sýna 30 listamenn tæplega 40 verk.“Endurspeglun fjölbreytileika Forsenda þátttöku var að myndlistarmennirnir búi eða starfi á Norðurlandi eða hafi tengingu við svæðið. „Við erum ekki að skilgreina ítarlega hvað er að vera norðlenskur listamaður. Það nægir að listamaðurinn sé fæddur á Norðurlandi en búi annars staðar, það er nóg að hafa verið í námi á Norðurlandi eða búið þar einhvern tíma. Fólk skilgreinir sig sjálft sem norðlenska listamenn. Þetta árið búa um tveir þriðju þátttakenda fyrir norðan.“ Hlynur segir mikla fjölbreytni einkenna sýninguna. „Þarna eiga allir miðlar sinn fulltrúa: textíll, málverk, skúlptúrar, innsetningar, ljósmyndir, teikningar og svo framvegis. Verkin endurspegla fjölbreytileikann í því sem er að gerast hjá norðlenskum listamönnum. Ég er stundum spurður hvort norðlensk list sé eitthvað öðruvísi en sunnlensk list eða höfuðborgarlist. Mitt svar er að það sé mjög erfitt að skilgreina það á sama hátt og erfitt er að skilgreina íslenska list,“ segir Hlynur. Sýningin stendur fram í september.Verk eftir listakonuna Jonnu en hún sýnir heklaða, hangandi skúlptúra.Tólf mismunandi rými Ekki er langt síðan miklar endurbætur voru gerðar á Listasafninu á Akureyri og það stækkað verulega. „Við erum mjög ánægð með þessa stækkun á safninu sem var löngu tímabær og ánægðust erum við með viðbrögðin sem hafa farið fram úr okkar björtustu vonum. Við erum núna með 12 mismunandi rými þannig að við getum verið með 5-7 sýningar í gangi í einu,“ segir Hlynur. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri sýningin Vor en þar sýna norðlenskir myndlistarmenn verk sín. Venjulega tökum við ekki á móti umsóknum um sýningar en þetta er eina sýningin á tveggja ára fresti sem listamenn sækja um að taka þátt í. Þeir senda inn tillögur að þremur verkum og fimm manna dómnefnd velur verk og listamenn,“ segir Hlynur Hallsson safnstjóri listasafnsins en hann var í hópi þeirra sem sátu í dómnefnd. „Þetta er í þriðja sinn sem við höldum sýningu eins og þessa, sú fyrsta var 2015 og önnur sýningin fyrir tveimur árum. Að þessu sinni sýna 30 listamenn tæplega 40 verk.“Endurspeglun fjölbreytileika Forsenda þátttöku var að myndlistarmennirnir búi eða starfi á Norðurlandi eða hafi tengingu við svæðið. „Við erum ekki að skilgreina ítarlega hvað er að vera norðlenskur listamaður. Það nægir að listamaðurinn sé fæddur á Norðurlandi en búi annars staðar, það er nóg að hafa verið í námi á Norðurlandi eða búið þar einhvern tíma. Fólk skilgreinir sig sjálft sem norðlenska listamenn. Þetta árið búa um tveir þriðju þátttakenda fyrir norðan.“ Hlynur segir mikla fjölbreytni einkenna sýninguna. „Þarna eiga allir miðlar sinn fulltrúa: textíll, málverk, skúlptúrar, innsetningar, ljósmyndir, teikningar og svo framvegis. Verkin endurspegla fjölbreytileikann í því sem er að gerast hjá norðlenskum listamönnum. Ég er stundum spurður hvort norðlensk list sé eitthvað öðruvísi en sunnlensk list eða höfuðborgarlist. Mitt svar er að það sé mjög erfitt að skilgreina það á sama hátt og erfitt er að skilgreina íslenska list,“ segir Hlynur. Sýningin stendur fram í september.Verk eftir listakonuna Jonnu en hún sýnir heklaða, hangandi skúlptúra.Tólf mismunandi rými Ekki er langt síðan miklar endurbætur voru gerðar á Listasafninu á Akureyri og það stækkað verulega. „Við erum mjög ánægð með þessa stækkun á safninu sem var löngu tímabær og ánægðust erum við með viðbrögðin sem hafa farið fram úr okkar björtustu vonum. Við erum núna með 12 mismunandi rými þannig að við getum verið með 5-7 sýningar í gangi í einu,“ segir Hlynur.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“