Upphitun: Mercedes mætir enn sterkara til Kanada Bragi Þórðarson skrifar 6. júní 2019 19:45 Mercedes mætir með nýjar vélar til Kanada Getty Sjöunda umferðin í Formúlu 1 fer fram á Gilles Villenueve brautinni í Montreal um helgina. Brautin er í miklu uppáhaldi hjá ríkjandi heimsmeistara, Lewis Hamilton, því Bretinn hefur unnið þessa keppni alls sex sinnum. Vinni Hamilton um helgina mun hann jafna met Michael Schumacher sem vann sjö sinnum í Kanada á sínum ferli. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi þetta tímabil. Lélegasti árangur liðsins kom í Mónakó þegar Hamilton vann en Valtteri Bottas endaði þriðji. Í öllum öðrum mótum ársins hafa Mercedes bílarnir endað í fyrsta og öðru sæti. Bæði Ferrari og Honda hafa uppfært vélar sínar fyrr á þessu tímabili í þeim tilgangi að minnka bilið í Mercedes. Nú eru það hins vegar Mercedes sem mæta með uppfærða vél. Það lofar ekki góðu fyrir liðin sem eru að reyna að keppa við fimmföldu meistarana. Brautin í Montreal er afar teknísk og krefst mikils afls, þess vegna mæta vélarframleiðendur yfirleitt með uppfærslur til Kanada. Kappaksturinn verður ræstur af stað klukkan 18 á sunnudaginn. Hægt verður að fylgjast með æfingum, tímatökum og kappakstrinum í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Formúla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sjöunda umferðin í Formúlu 1 fer fram á Gilles Villenueve brautinni í Montreal um helgina. Brautin er í miklu uppáhaldi hjá ríkjandi heimsmeistara, Lewis Hamilton, því Bretinn hefur unnið þessa keppni alls sex sinnum. Vinni Hamilton um helgina mun hann jafna met Michael Schumacher sem vann sjö sinnum í Kanada á sínum ferli. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi þetta tímabil. Lélegasti árangur liðsins kom í Mónakó þegar Hamilton vann en Valtteri Bottas endaði þriðji. Í öllum öðrum mótum ársins hafa Mercedes bílarnir endað í fyrsta og öðru sæti. Bæði Ferrari og Honda hafa uppfært vélar sínar fyrr á þessu tímabili í þeim tilgangi að minnka bilið í Mercedes. Nú eru það hins vegar Mercedes sem mæta með uppfærða vél. Það lofar ekki góðu fyrir liðin sem eru að reyna að keppa við fimmföldu meistarana. Brautin í Montreal er afar teknísk og krefst mikils afls, þess vegna mæta vélarframleiðendur yfirleitt með uppfærslur til Kanada. Kappaksturinn verður ræstur af stað klukkan 18 á sunnudaginn. Hægt verður að fylgjast með æfingum, tímatökum og kappakstrinum í beinni á Stöð 2 Sport um helgina.
Formúla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira