Dýravistfræðingur segir hegðun gæsarinnar eðlilega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2019 20:30 Gæsin liggur á hreiðri sínu EGILL AÐALSTEINSSON Gæs sem búsett er í Breiðholti hefur vakið athygli vegfarenda þar sem hún stendur vörð um hreiður sitt á hringtorgi einu. Vegfarendur eru misánægðir með hegðun gæsarinnar en dýravistfræðingur segir ekki ráð að fjarlægja hana. Gæsin sem um ræðir er staðsett í návígi við hringtorgið að Stekkjarbakka í Breiðholti. Fyrir stuttu réðst hún á hjólreiðamann sem stóð ekki á sama og lýsa íbúar því hvernig hún hvæsir á gangandi vegfarendur eða hreinlega ræðst til atlögu. Dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir hegðun gæsarinnar mjög eðlilega. Á varptíma hrekja þær allt sem þær telja ógn frá hreiðri sínu. Hann segir einstaklingsbundið hversu miklu gæsirnar ógna. Venjan sé að kvenfuglinn liggi á hreiðri en karlfuglinn ver það fyrir utanaðkomandi ógn. „Varptíminn stendur yfir núna og grágæsir eru víða komnar með unga. Að öllum líkindum er stutt í klak og þá fara þær,“ sagði Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.Gæsin er óhrædd við að stöðva umferðSKJÁSKOT ÚR FRÉTTGetur gæsin verið hættuleg í þessu ástandi? „Ég myndi ekki segja það. Þær geta slegið en það lít ég ekki á sem vandamál. Ég hef aldrei lent í því að gæs meiði mig á neinn hátt,“ saði Guðmundur. Þegar fréttastofa heimsótti gæsina umtöluðu var hún róleg og gerði ekki tilraun til að ráðast á fréttamann. Vegfarendur hafa haft samband við lögreglu, vegna gæsarinnar, sem vísar á borgaryfirvöld en einhverjir vegfarendur vilja fá gæsina fjarlægða. „Mér finnst það algjör firra að hlutast til um náttúruna á þann hátt. Það er bara hið besta mál að hafa gæs í borginni,“ sagði Guðmundur. Dýr Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Gæs sem búsett er í Breiðholti hefur vakið athygli vegfarenda þar sem hún stendur vörð um hreiður sitt á hringtorgi einu. Vegfarendur eru misánægðir með hegðun gæsarinnar en dýravistfræðingur segir ekki ráð að fjarlægja hana. Gæsin sem um ræðir er staðsett í návígi við hringtorgið að Stekkjarbakka í Breiðholti. Fyrir stuttu réðst hún á hjólreiðamann sem stóð ekki á sama og lýsa íbúar því hvernig hún hvæsir á gangandi vegfarendur eða hreinlega ræðst til atlögu. Dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir hegðun gæsarinnar mjög eðlilega. Á varptíma hrekja þær allt sem þær telja ógn frá hreiðri sínu. Hann segir einstaklingsbundið hversu miklu gæsirnar ógna. Venjan sé að kvenfuglinn liggi á hreiðri en karlfuglinn ver það fyrir utanaðkomandi ógn. „Varptíminn stendur yfir núna og grágæsir eru víða komnar með unga. Að öllum líkindum er stutt í klak og þá fara þær,“ sagði Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.Gæsin er óhrædd við að stöðva umferðSKJÁSKOT ÚR FRÉTTGetur gæsin verið hættuleg í þessu ástandi? „Ég myndi ekki segja það. Þær geta slegið en það lít ég ekki á sem vandamál. Ég hef aldrei lent í því að gæs meiði mig á neinn hátt,“ saði Guðmundur. Þegar fréttastofa heimsótti gæsina umtöluðu var hún róleg og gerði ekki tilraun til að ráðast á fréttamann. Vegfarendur hafa haft samband við lögreglu, vegna gæsarinnar, sem vísar á borgaryfirvöld en einhverjir vegfarendur vilja fá gæsina fjarlægða. „Mér finnst það algjör firra að hlutast til um náttúruna á þann hátt. Það er bara hið besta mál að hafa gæs í borginni,“ sagði Guðmundur.
Dýr Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00