Helgi örvæntir ekki þrátt fyrir hægagang í aðildarmálum ESA Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. júní 2019 08:00 Þýskur geimgengill ESA tekur sjálfsmynd við Alþjóðlegu geimstöðina. Kannski verður þetta einhvern tímann Íslendingur. Nordicphotos/Getty „Ég er alls ekki farinn að örvænta. Hlutir eru að gerast þótt þeir séu kannski að gerast mjög hægt en það er bara mjög eðlilegt,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um stöðu skoðunar Íslands á umsókn að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Tillaga um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild að stofnuninni að undangenginni nánari skoðun á skuldbindingum samfara aðild var samþykkt einróma á þingi í október 2016. Málið vakti nokkra athygli á sínum tíma en síðan hefur lítið til þess spurst. Helgi Hrafn var aðalflutningsmaður þingsályktunartillögunnar um að Ísland sækti um aðild en að henni stóðu fulltrúar allra flokka á þeim tíma. Þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra. Fréttablaðið spurðist fyrir um stöðu málsins hjá utanríkisráðuneytinu þar sem það hefur marinerast síðastliðin tvö og hálft ár. Samkvæmt upplýsingum þaðan var í kjölfar samþykktarinnar myndaður óformlegur hópur hagsmunaaðila og sérfræðinga sem hafi fundað um málið. „Í febrúar síðastliðnum komu fulltrúar stofnunarinnar hingað til lands til fundar með áðurnefndum hópi. Nú stendur yfir vinna hjá stjórnvöldum við að greina niðurstöður fundarins,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Ekki er tíundað frekar hvað felist í þessari greiningarvinnu á fundinum.Helgi Hrafn Gunnarsson. Fréttablaðið/ErnirHelgi Hrafn sat þennan fund í febrúar og segir hann hafa verið vel sóttan og gagnlegan. Fulltrúum ESA, European Space Agency, hafi litist vel á það sem Ísland hefur upp á að bjóða. „Niðurstaðan var sú að Geimvísindastofnunin ætlaði að koma áleiðis til utanríkisráðuneytisins leiðsögn um næstu skref, með auðvitað fyrirvara um að ekkert hefur verið ákveðið. Og það sem eðlilegast væri er „cooperative agreement“, sem felur í sér ýmislegt samstarf án fullrar aðildar. Slóvenía er á því stigi núna. Svo þarf að sjá hvað kemur út úr því til að finna hvernig nýta megi svona samstarf best. Það er eðlilegt að þetta taki mörg ár. Það getur léttilega tekið tíu ár að gerast fullgildur meðlimur,“ segir Helgi Hrafn og bætir við að annað verkefni sé að fá stofnanir og fólk til að átta sig á gagnsemi aðildar. „Það er hætt við því að það sé upplifað þannig að þetta sé bara einhver hít sem við köstum peningum í. Heili punkturinn með þessu samstarfi er að styrkja iðnað og vísindafög hjá þeim ríkjum sem taka þátt. Það eru þjóðir sem telja sig fá margfalt til baka það sem þau setja í þetta,“ segir Helgi en kostnaðurinn var einn þeirra þátta sem fyrirvari var gerður við og átti að skoða betur. Árlegur kostnaður við aðild að ESA hefur verið áætlaður allt frá 60 milljónum upp undir 200 milljónir, allt eftir hversu virk við yrðum. Helgi segir Ísland eiga frábæra vísindamenn og blómlegan iðnað á mörgum sviðum sem varði geimvísindi og komi þessu samstarfi mjög mikið við. Íslenska fyrirtækið Svarmi hafi til að mynda hlotið ESA-verðlaunin í fyrra. „Ég þori ekki að fara með það hvernig utanríkisráðuneytið er að forgangsraða þessu en mín tilfinning er sú að það séu hlutir að gerast. Þeir gerast mjög hægt en það er eðlilegt. Vandinn er að búa til pólitískan skilning á því hversu gagnlegt þetta er fyrir okkur. Því verkefni lýkur líklega aldrei fyrr en við erum orðnir meðlimir.“ Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Utanríkismál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
„Ég er alls ekki farinn að örvænta. Hlutir eru að gerast þótt þeir séu kannski að gerast mjög hægt en það er bara mjög eðlilegt,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um stöðu skoðunar Íslands á umsókn að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Tillaga um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild að stofnuninni að undangenginni nánari skoðun á skuldbindingum samfara aðild var samþykkt einróma á þingi í október 2016. Málið vakti nokkra athygli á sínum tíma en síðan hefur lítið til þess spurst. Helgi Hrafn var aðalflutningsmaður þingsályktunartillögunnar um að Ísland sækti um aðild en að henni stóðu fulltrúar allra flokka á þeim tíma. Þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra. Fréttablaðið spurðist fyrir um stöðu málsins hjá utanríkisráðuneytinu þar sem það hefur marinerast síðastliðin tvö og hálft ár. Samkvæmt upplýsingum þaðan var í kjölfar samþykktarinnar myndaður óformlegur hópur hagsmunaaðila og sérfræðinga sem hafi fundað um málið. „Í febrúar síðastliðnum komu fulltrúar stofnunarinnar hingað til lands til fundar með áðurnefndum hópi. Nú stendur yfir vinna hjá stjórnvöldum við að greina niðurstöður fundarins,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Ekki er tíundað frekar hvað felist í þessari greiningarvinnu á fundinum.Helgi Hrafn Gunnarsson. Fréttablaðið/ErnirHelgi Hrafn sat þennan fund í febrúar og segir hann hafa verið vel sóttan og gagnlegan. Fulltrúum ESA, European Space Agency, hafi litist vel á það sem Ísland hefur upp á að bjóða. „Niðurstaðan var sú að Geimvísindastofnunin ætlaði að koma áleiðis til utanríkisráðuneytisins leiðsögn um næstu skref, með auðvitað fyrirvara um að ekkert hefur verið ákveðið. Og það sem eðlilegast væri er „cooperative agreement“, sem felur í sér ýmislegt samstarf án fullrar aðildar. Slóvenía er á því stigi núna. Svo þarf að sjá hvað kemur út úr því til að finna hvernig nýta megi svona samstarf best. Það er eðlilegt að þetta taki mörg ár. Það getur léttilega tekið tíu ár að gerast fullgildur meðlimur,“ segir Helgi Hrafn og bætir við að annað verkefni sé að fá stofnanir og fólk til að átta sig á gagnsemi aðildar. „Það er hætt við því að það sé upplifað þannig að þetta sé bara einhver hít sem við köstum peningum í. Heili punkturinn með þessu samstarfi er að styrkja iðnað og vísindafög hjá þeim ríkjum sem taka þátt. Það eru þjóðir sem telja sig fá margfalt til baka það sem þau setja í þetta,“ segir Helgi en kostnaðurinn var einn þeirra þátta sem fyrirvari var gerður við og átti að skoða betur. Árlegur kostnaður við aðild að ESA hefur verið áætlaður allt frá 60 milljónum upp undir 200 milljónir, allt eftir hversu virk við yrðum. Helgi segir Ísland eiga frábæra vísindamenn og blómlegan iðnað á mörgum sviðum sem varði geimvísindi og komi þessu samstarfi mjög mikið við. Íslenska fyrirtækið Svarmi hafi til að mynda hlotið ESA-verðlaunin í fyrra. „Ég þori ekki að fara með það hvernig utanríkisráðuneytið er að forgangsraða þessu en mín tilfinning er sú að það séu hlutir að gerast. Þeir gerast mjög hægt en það er eðlilegt. Vandinn er að búa til pólitískan skilning á því hversu gagnlegt þetta er fyrir okkur. Því verkefni lýkur líklega aldrei fyrr en við erum orðnir meðlimir.“
Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Utanríkismál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira