Bað guð um að fyrirgefa sér í lögreglubílnum Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. júní 2019 10:54 Tvennt lést í brunanum á Selfossi. Vísir/EgillA Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi við aðalmeðferð málsins í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari var fyrst til að spyrja Vigfús út í atburðinn afdrifaríka. Fresta þurfti þinghaldi um hálfa klukkustund í morgun þar sem Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum, og verjandi hennar mættu of seint. Vigfús sagðist í héraðsdómi í morgun vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann minnist þess ekki að hafa verið með Elvu eða parinu sem lést í húsinu umrætt kvöld. Parið hafi þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hafi ekki alltaf verið gott. Þeir karlarnir hafi ítrekað rifist og sakaði Vigfús þau um að hafa stolið frá sér. Elva hafi búið í húsinu með leyfi Vigfúsar. Samskipti þeirra þennan dag hafi hins vegar ekki verið góð.Frá vettvangi brunans.vísir/magnús hlynurBrennuvargur í neyslu Vigfús viðurkenndi að fikta reglulega með eld, hann væri brennuvargur í neyslu og þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann hefði kveikt í á Kirkjuveginum. Þá hefði slökkviliðið komið en hann hefði sjálfur hringt í slökkviliðið í það skipti. Fram kom í máli Vigfúsar að karlmaðurinn sem lést hefði sprautað rítalíni í læri Vigfúsar kvöldið áður en kviknaði í húsinu. Það hefði farið illa í hann. Hann hefði drukkið mikið daginn sem eldsvoðinn varð. Eldurinn kviknaði út frá því að kveikt var í pítsukassa en reynt var að slökkva í eldinum með bjór að því er fram kemur í matsgerð sem vísað var í fyrir dómi. Vigfús minnist þess að stofan hafi allt í einu verið orðin alelda og hann einn þar inni. Hann muni ekki eftir því að kviknað hafi í gardínu en hún hafi staðið í ljósum logum. Hann hafi ekki talið möguleika á að slökkva eldinn og hlaupið út.Morguninn eftir brunann.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÚtilokar ekki að hafa kveikt í gardínum Saksóknari bar undir Vigfús að Elva hafi áður lýst því að Vigfús hafi kveikt í gardínunni með kveikjara. Vigfús sagðist ekki geta útilokað það og viðurkenndi sök sín að því er varðaði íkveikjunni. Í framhaldinu spurði verjandi Elvu Vigfús hvort hann kannaðist við að hafa hótað að kveikja í. Vigfús neitaði því. Spiluð var upptaka úr lögreglubílnum eftir að Vigfús var handtekinn. Það heyrðist Vigfús vera í miklu uppnámi, undir miklum áhrifum og bað guð að fyrirgefa sér. Sjálfur sagðist Vigfús ekki muna eftir því sem hann sagði í bílnum. Í framhaldinu lauk skýrslutöku yfir Vigfúsi og tók við skýrslutaka yfir Elvu. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi við aðalmeðferð málsins í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari var fyrst til að spyrja Vigfús út í atburðinn afdrifaríka. Fresta þurfti þinghaldi um hálfa klukkustund í morgun þar sem Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum, og verjandi hennar mættu of seint. Vigfús sagðist í héraðsdómi í morgun vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann minnist þess ekki að hafa verið með Elvu eða parinu sem lést í húsinu umrætt kvöld. Parið hafi þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hafi ekki alltaf verið gott. Þeir karlarnir hafi ítrekað rifist og sakaði Vigfús þau um að hafa stolið frá sér. Elva hafi búið í húsinu með leyfi Vigfúsar. Samskipti þeirra þennan dag hafi hins vegar ekki verið góð.Frá vettvangi brunans.vísir/magnús hlynurBrennuvargur í neyslu Vigfús viðurkenndi að fikta reglulega með eld, hann væri brennuvargur í neyslu og þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann hefði kveikt í á Kirkjuveginum. Þá hefði slökkviliðið komið en hann hefði sjálfur hringt í slökkviliðið í það skipti. Fram kom í máli Vigfúsar að karlmaðurinn sem lést hefði sprautað rítalíni í læri Vigfúsar kvöldið áður en kviknaði í húsinu. Það hefði farið illa í hann. Hann hefði drukkið mikið daginn sem eldsvoðinn varð. Eldurinn kviknaði út frá því að kveikt var í pítsukassa en reynt var að slökkva í eldinum með bjór að því er fram kemur í matsgerð sem vísað var í fyrir dómi. Vigfús minnist þess að stofan hafi allt í einu verið orðin alelda og hann einn þar inni. Hann muni ekki eftir því að kviknað hafi í gardínu en hún hafi staðið í ljósum logum. Hann hafi ekki talið möguleika á að slökkva eldinn og hlaupið út.Morguninn eftir brunann.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÚtilokar ekki að hafa kveikt í gardínum Saksóknari bar undir Vigfús að Elva hafi áður lýst því að Vigfús hafi kveikt í gardínunni með kveikjara. Vigfús sagðist ekki geta útilokað það og viðurkenndi sök sín að því er varðaði íkveikjunni. Í framhaldinu spurði verjandi Elvu Vigfús hvort hann kannaðist við að hafa hótað að kveikja í. Vigfús neitaði því. Spiluð var upptaka úr lögreglubílnum eftir að Vigfús var handtekinn. Það heyrðist Vigfús vera í miklu uppnámi, undir miklum áhrifum og bað guð að fyrirgefa sér. Sjálfur sagðist Vigfús ekki muna eftir því sem hann sagði í bílnum. Í framhaldinu lauk skýrslutöku yfir Vigfúsi og tók við skýrslutaka yfir Elvu.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira