Hafnfirðingar fá 150 manna vinnustað og útgerð í bónus Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2019 21:44 Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmdastjóri Fornubúða hf. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn og stefnt að því að stofnunin flytji höfðustöðvar sínar þangað í október. Byggingin þykir framúrstefnuleg og fullyrt að hún verði eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. Myndir af húsinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Byggingin rís á Óseyri í suðurhöfninni og er þegar farin að setja sterkan svip á bæinn. Fasteignafélagið Fornubúðir byggir húsið en framkvæmdastjóri þess, Jón Rúnar Halldórsson, telur húsið bæði reisulegt og fallegt, - segir það verða bæjarprýði og kennileiti. Húsið tók að rísa þann 24. janúar, fyrir rétt rúmum fjórum mánuðum, og stefnt að því að það verði tilbúið í október, eftir aðeins fjóra mánuði. Batteríið arkitektar í Hafnarfirði hönnuðu húsið en utan á það kemur álklæðning.Litir byggingarinnar eru sóttir í gamla bæ Hafnarfjarðar og fær hver burst sinn lit.Grafík/Batteríið arkitektar.„Það verður litur fyrir hverja burst og litina sækjum við í gamla bæinn. Þannig að þessi bygging samsvarar sér mjög vel í Hafnarfirði,“ segir Jón Rúnar. Þá vekur athygli að þetta er trébygging en aðalbyggingarefnið er svokallað krosslímt tré. „Mörgum trjám er plantað fyrir hvert eitt sem fellt er. Þannig að þetta er mjög umhverfisvænt.“Byggingin verður miðdepillinn í Hafnarfjarðarhöfn. Skip Hafrannsóknastofnunar fá viðlegurými framan við höfuðstöðvarnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í húsinu verða höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar og Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, með skrifstofum, rannsóknarstofum, sýningarsölum og kennslustofum. Um 150 störf flytjast úr Reykjavík en þetta verður einn stærsti vinnustaður Hafnarfjarðar. „Þetta er líka fólk með allskonar menntun, héðan og þaðan, og passar náttúrulega mjög vel fyrir Hafnarfjörð. Hafnarfjörður er og verður kenndur við sjávarútveg, þó að hér sé enginn kvóti eftir. En það er annað mál.“ Framan við húsið er samtímis unnið að gerð nýs viðlegukants fyrir rannsóknarskipin. „Hafrannsóknastofnun Íslands verður stærsti útgerðaraðili í Hafnarfirði líka, - í brúttótonnum talið. Það er ekkert öðruvísi en það,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmdastjóri Fornubúða hf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn og stefnt að því að stofnunin flytji höfðustöðvar sínar þangað í október. Byggingin þykir framúrstefnuleg og fullyrt að hún verði eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. Myndir af húsinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Byggingin rís á Óseyri í suðurhöfninni og er þegar farin að setja sterkan svip á bæinn. Fasteignafélagið Fornubúðir byggir húsið en framkvæmdastjóri þess, Jón Rúnar Halldórsson, telur húsið bæði reisulegt og fallegt, - segir það verða bæjarprýði og kennileiti. Húsið tók að rísa þann 24. janúar, fyrir rétt rúmum fjórum mánuðum, og stefnt að því að það verði tilbúið í október, eftir aðeins fjóra mánuði. Batteríið arkitektar í Hafnarfirði hönnuðu húsið en utan á það kemur álklæðning.Litir byggingarinnar eru sóttir í gamla bæ Hafnarfjarðar og fær hver burst sinn lit.Grafík/Batteríið arkitektar.„Það verður litur fyrir hverja burst og litina sækjum við í gamla bæinn. Þannig að þessi bygging samsvarar sér mjög vel í Hafnarfirði,“ segir Jón Rúnar. Þá vekur athygli að þetta er trébygging en aðalbyggingarefnið er svokallað krosslímt tré. „Mörgum trjám er plantað fyrir hvert eitt sem fellt er. Þannig að þetta er mjög umhverfisvænt.“Byggingin verður miðdepillinn í Hafnarfjarðarhöfn. Skip Hafrannsóknastofnunar fá viðlegurými framan við höfuðstöðvarnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í húsinu verða höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar og Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, með skrifstofum, rannsóknarstofum, sýningarsölum og kennslustofum. Um 150 störf flytjast úr Reykjavík en þetta verður einn stærsti vinnustaður Hafnarfjarðar. „Þetta er líka fólk með allskonar menntun, héðan og þaðan, og passar náttúrulega mjög vel fyrir Hafnarfjörð. Hafnarfjörður er og verður kenndur við sjávarútveg, þó að hér sé enginn kvóti eftir. En það er annað mál.“ Framan við húsið er samtímis unnið að gerð nýs viðlegukants fyrir rannsóknarskipin. „Hafrannsóknastofnun Íslands verður stærsti útgerðaraðili í Hafnarfirði líka, - í brúttótonnum talið. Það er ekkert öðruvísi en það,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmdastjóri Fornubúða hf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira