Konan sem sakar Neymar um nauðgun mætti í sjónvarpsviðtal í Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2019 09:30 Neymar og Najila Trindade. Samsett mynd Stærsta fótboltastjarna Brasilíu á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann missir af Suðurameríkukeppninni vegna meiðsla og þá eru brasilískir fjölmiðlar fullir af fréttum um nauðgunarákæru á hendur honum. Najila Trindade hefur sakað Neymar bæði um líkamsárás og nauðgun á hóteli í París 15. maí síðastliðinn. Neymar hefur harðneitað þessum ásökunum og birti meðal annars öll samskipti þeirra á WhatsApp til að sanna sakleysi sitt. Neymar meiddist eftir aðeins tuttugu mínútna leik í vináttuleik á móti Katar en fyrir leikinn sagði hann að þessi leikur væri sá erfiðasti sem hann hefði spilað. Hann sleit síðan liðbönd í ökkla í leiknum. Nýjasta útspil Najila Trindade, og svar hennar við birtingu skilaboðanna, var að mæta í sjónvarpsviðtal hjá brasilískri sjónvarpsstöð og lýsa því sem gerðist. Hún viðurkenndi þar að hún hefði verið hrifin af Neymar og að hún hafi ætlað að sofa hjá honum. Neymar borgaði bæði fyrir flug hennar frá Brasilíu til París sem og hótelherbergið. Najila Trindade, sem er 27 ára gömul, sagðist í viðtalinu vera venjuleg manneskja en hún er módel og í námi í innanhússhönnun. Hún er einnig móðir. Najila talaði um bæði nauðgun og líkamsárás og sagði að þegar hún hitti Neymar hafi hann verið allt annar maður en strákurinn sem hún hafði samskipti við á WhatsApp. Najila Trindade sagðist einnig vera undribúin fyrir það að sofa hjá Neymar en heimtaði að hann notaði smokk. Hún hélt því síðan fram að Neymar hafi ekki viljað það og hafi þá ráðist á hana og nauðgað henni. Hún bað hann um að hætta en hann hlustaði ekki á það. Hér fyrir neðan má sjá hluta af sjónvarpsviðtalinu við Najila Trindade.Exclusivo! Modelo que acusa Neymar de estupro fala com Roberto Cabrini. Hoje, às 19h45, no #SBTBrasilpic.twitter.com/ZDqoFJlOIe — SBT Jornalismo (@sbtjornalismo) June 5, 2019Hér fyrir neðan er einnig myndband sem hefur verið gert opinbert sem sýna á samskipti þeirra í milli á umræddu hótelherbergi. Þetta myndband er frá kvöldinu eftir en þau hittust tvisvar í París. Faðir Neymar segir að þetta myndband sanni sakleysi sonar síns því Najila Trindade tók þetta upp sjálf. Neymar eldri segir þetta sanna að hún hafi ætlað að veiða Neymar í gildru.EXCLUSIVO! Assista ao vídeo da suposta briga entre Neymar e modelo que o acusou de agressão e estupro #JornalismoRecord#JornalismoVerdadepic.twitter.com/0K7N4mZe2X — Record TV (@recordtvoficial) June 6, 2019 Brasilía Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Stærsta fótboltastjarna Brasilíu á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann missir af Suðurameríkukeppninni vegna meiðsla og þá eru brasilískir fjölmiðlar fullir af fréttum um nauðgunarákæru á hendur honum. Najila Trindade hefur sakað Neymar bæði um líkamsárás og nauðgun á hóteli í París 15. maí síðastliðinn. Neymar hefur harðneitað þessum ásökunum og birti meðal annars öll samskipti þeirra á WhatsApp til að sanna sakleysi sitt. Neymar meiddist eftir aðeins tuttugu mínútna leik í vináttuleik á móti Katar en fyrir leikinn sagði hann að þessi leikur væri sá erfiðasti sem hann hefði spilað. Hann sleit síðan liðbönd í ökkla í leiknum. Nýjasta útspil Najila Trindade, og svar hennar við birtingu skilaboðanna, var að mæta í sjónvarpsviðtal hjá brasilískri sjónvarpsstöð og lýsa því sem gerðist. Hún viðurkenndi þar að hún hefði verið hrifin af Neymar og að hún hafi ætlað að sofa hjá honum. Neymar borgaði bæði fyrir flug hennar frá Brasilíu til París sem og hótelherbergið. Najila Trindade, sem er 27 ára gömul, sagðist í viðtalinu vera venjuleg manneskja en hún er módel og í námi í innanhússhönnun. Hún er einnig móðir. Najila talaði um bæði nauðgun og líkamsárás og sagði að þegar hún hitti Neymar hafi hann verið allt annar maður en strákurinn sem hún hafði samskipti við á WhatsApp. Najila Trindade sagðist einnig vera undribúin fyrir það að sofa hjá Neymar en heimtaði að hann notaði smokk. Hún hélt því síðan fram að Neymar hafi ekki viljað það og hafi þá ráðist á hana og nauðgað henni. Hún bað hann um að hætta en hann hlustaði ekki á það. Hér fyrir neðan má sjá hluta af sjónvarpsviðtalinu við Najila Trindade.Exclusivo! Modelo que acusa Neymar de estupro fala com Roberto Cabrini. Hoje, às 19h45, no #SBTBrasilpic.twitter.com/ZDqoFJlOIe — SBT Jornalismo (@sbtjornalismo) June 5, 2019Hér fyrir neðan er einnig myndband sem hefur verið gert opinbert sem sýna á samskipti þeirra í milli á umræddu hótelherbergi. Þetta myndband er frá kvöldinu eftir en þau hittust tvisvar í París. Faðir Neymar segir að þetta myndband sanni sakleysi sonar síns því Najila Trindade tók þetta upp sjálf. Neymar eldri segir þetta sanna að hún hafi ætlað að veiða Neymar í gildru.EXCLUSIVO! Assista ao vídeo da suposta briga entre Neymar e modelo que o acusou de agressão e estupro #JornalismoRecord#JornalismoVerdadepic.twitter.com/0K7N4mZe2X — Record TV (@recordtvoficial) June 6, 2019
Brasilía Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira