Konan sem sakar Neymar um nauðgun mætti í sjónvarpsviðtal í Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2019 09:30 Neymar og Najila Trindade. Samsett mynd Stærsta fótboltastjarna Brasilíu á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann missir af Suðurameríkukeppninni vegna meiðsla og þá eru brasilískir fjölmiðlar fullir af fréttum um nauðgunarákæru á hendur honum. Najila Trindade hefur sakað Neymar bæði um líkamsárás og nauðgun á hóteli í París 15. maí síðastliðinn. Neymar hefur harðneitað þessum ásökunum og birti meðal annars öll samskipti þeirra á WhatsApp til að sanna sakleysi sitt. Neymar meiddist eftir aðeins tuttugu mínútna leik í vináttuleik á móti Katar en fyrir leikinn sagði hann að þessi leikur væri sá erfiðasti sem hann hefði spilað. Hann sleit síðan liðbönd í ökkla í leiknum. Nýjasta útspil Najila Trindade, og svar hennar við birtingu skilaboðanna, var að mæta í sjónvarpsviðtal hjá brasilískri sjónvarpsstöð og lýsa því sem gerðist. Hún viðurkenndi þar að hún hefði verið hrifin af Neymar og að hún hafi ætlað að sofa hjá honum. Neymar borgaði bæði fyrir flug hennar frá Brasilíu til París sem og hótelherbergið. Najila Trindade, sem er 27 ára gömul, sagðist í viðtalinu vera venjuleg manneskja en hún er módel og í námi í innanhússhönnun. Hún er einnig móðir. Najila talaði um bæði nauðgun og líkamsárás og sagði að þegar hún hitti Neymar hafi hann verið allt annar maður en strákurinn sem hún hafði samskipti við á WhatsApp. Najila Trindade sagðist einnig vera undribúin fyrir það að sofa hjá Neymar en heimtaði að hann notaði smokk. Hún hélt því síðan fram að Neymar hafi ekki viljað það og hafi þá ráðist á hana og nauðgað henni. Hún bað hann um að hætta en hann hlustaði ekki á það. Hér fyrir neðan má sjá hluta af sjónvarpsviðtalinu við Najila Trindade.Exclusivo! Modelo que acusa Neymar de estupro fala com Roberto Cabrini. Hoje, às 19h45, no #SBTBrasilpic.twitter.com/ZDqoFJlOIe — SBT Jornalismo (@sbtjornalismo) June 5, 2019Hér fyrir neðan er einnig myndband sem hefur verið gert opinbert sem sýna á samskipti þeirra í milli á umræddu hótelherbergi. Þetta myndband er frá kvöldinu eftir en þau hittust tvisvar í París. Faðir Neymar segir að þetta myndband sanni sakleysi sonar síns því Najila Trindade tók þetta upp sjálf. Neymar eldri segir þetta sanna að hún hafi ætlað að veiða Neymar í gildru.EXCLUSIVO! Assista ao vídeo da suposta briga entre Neymar e modelo que o acusou de agressão e estupro #JornalismoRecord#JornalismoVerdadepic.twitter.com/0K7N4mZe2X — Record TV (@recordtvoficial) June 6, 2019 Brasilía Fótbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira
Stærsta fótboltastjarna Brasilíu á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann missir af Suðurameríkukeppninni vegna meiðsla og þá eru brasilískir fjölmiðlar fullir af fréttum um nauðgunarákæru á hendur honum. Najila Trindade hefur sakað Neymar bæði um líkamsárás og nauðgun á hóteli í París 15. maí síðastliðinn. Neymar hefur harðneitað þessum ásökunum og birti meðal annars öll samskipti þeirra á WhatsApp til að sanna sakleysi sitt. Neymar meiddist eftir aðeins tuttugu mínútna leik í vináttuleik á móti Katar en fyrir leikinn sagði hann að þessi leikur væri sá erfiðasti sem hann hefði spilað. Hann sleit síðan liðbönd í ökkla í leiknum. Nýjasta útspil Najila Trindade, og svar hennar við birtingu skilaboðanna, var að mæta í sjónvarpsviðtal hjá brasilískri sjónvarpsstöð og lýsa því sem gerðist. Hún viðurkenndi þar að hún hefði verið hrifin af Neymar og að hún hafi ætlað að sofa hjá honum. Neymar borgaði bæði fyrir flug hennar frá Brasilíu til París sem og hótelherbergið. Najila Trindade, sem er 27 ára gömul, sagðist í viðtalinu vera venjuleg manneskja en hún er módel og í námi í innanhússhönnun. Hún er einnig móðir. Najila talaði um bæði nauðgun og líkamsárás og sagði að þegar hún hitti Neymar hafi hann verið allt annar maður en strákurinn sem hún hafði samskipti við á WhatsApp. Najila Trindade sagðist einnig vera undribúin fyrir það að sofa hjá Neymar en heimtaði að hann notaði smokk. Hún hélt því síðan fram að Neymar hafi ekki viljað það og hafi þá ráðist á hana og nauðgað henni. Hún bað hann um að hætta en hann hlustaði ekki á það. Hér fyrir neðan má sjá hluta af sjónvarpsviðtalinu við Najila Trindade.Exclusivo! Modelo que acusa Neymar de estupro fala com Roberto Cabrini. Hoje, às 19h45, no #SBTBrasilpic.twitter.com/ZDqoFJlOIe — SBT Jornalismo (@sbtjornalismo) June 5, 2019Hér fyrir neðan er einnig myndband sem hefur verið gert opinbert sem sýna á samskipti þeirra í milli á umræddu hótelherbergi. Þetta myndband er frá kvöldinu eftir en þau hittust tvisvar í París. Faðir Neymar segir að þetta myndband sanni sakleysi sonar síns því Najila Trindade tók þetta upp sjálf. Neymar eldri segir þetta sanna að hún hafi ætlað að veiða Neymar í gildru.EXCLUSIVO! Assista ao vídeo da suposta briga entre Neymar e modelo que o acusou de agressão e estupro #JornalismoRecord#JornalismoVerdadepic.twitter.com/0K7N4mZe2X — Record TV (@recordtvoficial) June 6, 2019
Brasilía Fótbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira