Heiðveig María segir ljóst að Sjómannafélagið ætli ekki í kosningar Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2019 11:53 Svo virðist sem Jónas og hans menn ætli ekki að hleypa Heiðveigu Maríu uppá dekk. Og beita öllum brögðum í þeim efnum. Heiðveig María Einarsdóttir, sem hefur staðið í langvinnu og hörðu stríði við stjórn Sjómannafélags Íslands, segir algerlega ljóst að ráðandi aðilar innan félagsins rói að því öllum árum að ekki komi til kosninga þar á bæ. Kjörstjórn hefur hafnað lista hennar og gefið henni fremur knappan frest til að til að leggja fram nýtt framboð. Sá frestur er veittur til 10. þessa mánaðar og segir Heiðveig, miðað við að þar inni í sé Hvítasunnuhelgi, sé borin von að safna saman, þriðja sinni, 100 meðmælum. „Við látum ekki bjóða okkur þetta,“ segir Heiðveig María í samtali við Vísi. Og það liggur alveg fyrir að henni er misboðið.Segja listann of einsleitan Átök innan Sjómannafélagsins vegna stjórnarkjörs eiga sér orðið langa sögu. Heiðveig hugðist bjóða sig og sinn lista fram á síðasta aðalfundi. En, listinn var ekki samþykktur og var Heiðveig María rekin úr félaginu vegna gagnrýni sinnar á sitjandi stjórn undir forystu Jónasar Garðarssonar. Nýr listi var sjálfkjörinn á síðasta aðalfundi, sem fram fór um síðustu áramót, sem Bergur Þorkelsson gjaldkeri félagsins, leiðir.Bergur Þorkelsson var á síðasta aðalfundi kjörinn formaður SÍ og ráðgert er að hann taki við af Jónasi Garðarssyni á næsta aðalfundi.visir/vilhelmHeiðveig María kærði til Félagsdóms hvernig staðið var að málum og féll dómur henni í hag. Sjómannafélagið boðaði þá, eftir nokkurn umþóttunartíma, til nýrra kosninga. En, nú er komið babb í bátinn. Í bréfi sem kjörstjórn sendi Heiðveigu Maríu eru tíundaðar ástæður þess að ekki sé hægt að samþykkja framboðið, meðal annars á þeim forsendum að á lista hennar, B-lista til trúnaðarmannaráðs, séu „engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins, við Hafrannsóknarstofnun eða á ferjum.“ Segir að horfa verði til þess að ekki sé einsleitni á lista.Heiðveig skorar á kjörstjórn að breyta um kúrs Heiðveig María segir þetta huglægt mat, það sjái hver maður, sem hún hafni. Og nú séu allar félagslegar leiðir fullreyndar. Kosningar áttu að fara fram 5. til 19. júní. „En, þeir eru að karpa um þetta ákvæði, hvort framboðið sé gilt út frá einhverjum rökum og forsendum sem þeir búa til,“ segir Heiðveig sem var farin að vinna að framboðsmálum og segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi úr öllum áttum. „Jájá, það er allt vitlaust. Allir að spyrja okkur hvernig þetta standi. Við byrjum á því að gefa kjörstjórn kost á því að endurskoða þessa ákvörðun,“ segir Heiðveig sem sent hefur kjörstjórninni harðorð mótmæli. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Heiðveig María býður fram til stjórnar Sjómannafélagsins Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur ákveðið að bjóða fram til stjórnar Sjómannafélags Íslands. 30. maí 2019 09:57 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sem hefur staðið í langvinnu og hörðu stríði við stjórn Sjómannafélags Íslands, segir algerlega ljóst að ráðandi aðilar innan félagsins rói að því öllum árum að ekki komi til kosninga þar á bæ. Kjörstjórn hefur hafnað lista hennar og gefið henni fremur knappan frest til að til að leggja fram nýtt framboð. Sá frestur er veittur til 10. þessa mánaðar og segir Heiðveig, miðað við að þar inni í sé Hvítasunnuhelgi, sé borin von að safna saman, þriðja sinni, 100 meðmælum. „Við látum ekki bjóða okkur þetta,“ segir Heiðveig María í samtali við Vísi. Og það liggur alveg fyrir að henni er misboðið.Segja listann of einsleitan Átök innan Sjómannafélagsins vegna stjórnarkjörs eiga sér orðið langa sögu. Heiðveig hugðist bjóða sig og sinn lista fram á síðasta aðalfundi. En, listinn var ekki samþykktur og var Heiðveig María rekin úr félaginu vegna gagnrýni sinnar á sitjandi stjórn undir forystu Jónasar Garðarssonar. Nýr listi var sjálfkjörinn á síðasta aðalfundi, sem fram fór um síðustu áramót, sem Bergur Þorkelsson gjaldkeri félagsins, leiðir.Bergur Þorkelsson var á síðasta aðalfundi kjörinn formaður SÍ og ráðgert er að hann taki við af Jónasi Garðarssyni á næsta aðalfundi.visir/vilhelmHeiðveig María kærði til Félagsdóms hvernig staðið var að málum og féll dómur henni í hag. Sjómannafélagið boðaði þá, eftir nokkurn umþóttunartíma, til nýrra kosninga. En, nú er komið babb í bátinn. Í bréfi sem kjörstjórn sendi Heiðveigu Maríu eru tíundaðar ástæður þess að ekki sé hægt að samþykkja framboðið, meðal annars á þeim forsendum að á lista hennar, B-lista til trúnaðarmannaráðs, séu „engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins, við Hafrannsóknarstofnun eða á ferjum.“ Segir að horfa verði til þess að ekki sé einsleitni á lista.Heiðveig skorar á kjörstjórn að breyta um kúrs Heiðveig María segir þetta huglægt mat, það sjái hver maður, sem hún hafni. Og nú séu allar félagslegar leiðir fullreyndar. Kosningar áttu að fara fram 5. til 19. júní. „En, þeir eru að karpa um þetta ákvæði, hvort framboðið sé gilt út frá einhverjum rökum og forsendum sem þeir búa til,“ segir Heiðveig sem var farin að vinna að framboðsmálum og segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi úr öllum áttum. „Jájá, það er allt vitlaust. Allir að spyrja okkur hvernig þetta standi. Við byrjum á því að gefa kjörstjórn kost á því að endurskoða þessa ákvörðun,“ segir Heiðveig sem sent hefur kjörstjórninni harðorð mótmæli.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Heiðveig María býður fram til stjórnar Sjómannafélagsins Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur ákveðið að bjóða fram til stjórnar Sjómannafélags Íslands. 30. maí 2019 09:57 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Heiðveig María býður fram til stjórnar Sjómannafélagsins Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur ákveðið að bjóða fram til stjórnar Sjómannafélags Íslands. 30. maí 2019 09:57