Sigurður Ingi við þingmenn Miðflokksins: „Þér er ekki boðið!“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. júní 2019 20:39 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, talaði um Miðflokkinn í ræðu sinni. vísir/anton brink „Því er ekki að leyna að hart hefur verið sótt að okkur af því klofningsbroti sem átti ekki lengur samleið með okkur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sem hann flutti á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. Umrætt klofningsbrot eru þingmenn Miðflokksins en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi formaður Miðflokks, hætti í Framsóknarflokknum í september árið 2017 til að stofna til nýs stjórnmálaafls.Sjá nánar: Sigmundur hættir í Framsókn Sigurður Ingi vitnaði í fleyg orð íslensku rappsveitarinnar XXX Rottweiler hunda til að orða hugsanir sínar í garð þingmanna Miðflokksins sem hann kallar í sífellu „klofningabrot“ í ræðu sinni. „Við þetta brot segi ég eins og sagt er í frægu lagi: Þér er ekki boðið!“ Sigurður Ingi sagði að Framsóknarflokkurinn hefði verið í sárum fyrir síðustu þingkosningar vegna málsins. „Það reyndi á okkur, bæði sem flokk og okkur persónulega. Við fórum samt inn í kosningabaráttuna sem sameinað afl og stóðum styrkum fótum á hugsjónum Framsóknar og sögu,“ segir Sigurður sem bætir við að Framsókn sé ekki sundrungarafl. Sigurður Ingi útskýrði hvers vegna þingmenn Miðflokksins áttu ekki lengur samleið með Framsóknarflokknum. Framsókn sé hófsamur og ábyrgur og flokksmenn beri virðingu hver fyrir öðrum. „Þetta flokksbrot hefur lagt mikið á sig til að komast á dagskrá þessa fundar með fordæmalausu og innihaldslausu málþófi á Alþingi,“ segir Sigurður Ingi sem tekur mið af rúmlega hálfsmánaða löngu málþófi Miðflokksins um innleiðingu þriðja orkupakkans. „Framsókn er flokkur þar sem fólk getur verið ósammála, flokkur þar sem við berum virðingu fyrir skoðunum hvert annars og skoðunum annarra. Í anda samvinnunnar komumst við að niðurstöðu sem er í þágu heildarinnar, þjóðarinnar allrar.“ Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Gunnar Bragi í framboð fyrir Miðflokkinn Fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins stefnir á framboð. 5. október 2017 06:06 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Sjá meira
„Því er ekki að leyna að hart hefur verið sótt að okkur af því klofningsbroti sem átti ekki lengur samleið með okkur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sem hann flutti á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. Umrætt klofningsbrot eru þingmenn Miðflokksins en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi formaður Miðflokks, hætti í Framsóknarflokknum í september árið 2017 til að stofna til nýs stjórnmálaafls.Sjá nánar: Sigmundur hættir í Framsókn Sigurður Ingi vitnaði í fleyg orð íslensku rappsveitarinnar XXX Rottweiler hunda til að orða hugsanir sínar í garð þingmanna Miðflokksins sem hann kallar í sífellu „klofningabrot“ í ræðu sinni. „Við þetta brot segi ég eins og sagt er í frægu lagi: Þér er ekki boðið!“ Sigurður Ingi sagði að Framsóknarflokkurinn hefði verið í sárum fyrir síðustu þingkosningar vegna málsins. „Það reyndi á okkur, bæði sem flokk og okkur persónulega. Við fórum samt inn í kosningabaráttuna sem sameinað afl og stóðum styrkum fótum á hugsjónum Framsóknar og sögu,“ segir Sigurður sem bætir við að Framsókn sé ekki sundrungarafl. Sigurður Ingi útskýrði hvers vegna þingmenn Miðflokksins áttu ekki lengur samleið með Framsóknarflokknum. Framsókn sé hófsamur og ábyrgur og flokksmenn beri virðingu hver fyrir öðrum. „Þetta flokksbrot hefur lagt mikið á sig til að komast á dagskrá þessa fundar með fordæmalausu og innihaldslausu málþófi á Alþingi,“ segir Sigurður Ingi sem tekur mið af rúmlega hálfsmánaða löngu málþófi Miðflokksins um innleiðingu þriðja orkupakkans. „Framsókn er flokkur þar sem fólk getur verið ósammála, flokkur þar sem við berum virðingu fyrir skoðunum hvert annars og skoðunum annarra. Í anda samvinnunnar komumst við að niðurstöðu sem er í þágu heildarinnar, þjóðarinnar allrar.“
Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Gunnar Bragi í framboð fyrir Miðflokkinn Fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins stefnir á framboð. 5. október 2017 06:06 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Sjá meira
Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56
Gunnar Bragi í framboð fyrir Miðflokkinn Fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins stefnir á framboð. 5. október 2017 06:06
Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53
Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33