Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. júní 2019 11:47 Ágúst Ólafur Ágústsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar segir í stöðuuppfærslu á samfélagsmiðlum að á fundi fjárlaganefndar í gær hafi verið kynntar ótrúlegar breytingartillögur á fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin hyggst gera í ljósi breyttra aðstæðna í hagkerfinu. Hann segir margt koma á óvart um breytingar á útgjöldum til málefnasviða ríkisins frá því sem fjármálaráðherra boðaði í fjármálaáætluninni í mars síðast liðnum. „Ég er í hálfgerðu áfalli við lestur þessara breytingatillagna á fjármálaáætlun sem er einungis rúmlega tveggja mánaða gömul. Þegar við berum saman það sem að átti að vera í áætluninni og það sem ríkisstjórnin er að leggja til þá kemur fram að framlög til dæmis til öryrkja næstu fimm árin eiga að lækka samanlagt um tæpa átta milljarða frá því sem hafði verið kynnt í fjármálaáætlun,” segir Ágúst. Ágúst segir einnig að útgjöld til umhverfismála verði lækkuð um einn koma fjóra milljarða á næstu fimm árin, framhaldsskólar fá lækkun um einn komma átta milljarð og sjúkrahúsþjónusta fær um fjögurra komma sjö milljarða króna lækkun saman lagt á tímabilinu svo dæmi séu tekin. þá verða fjárframlög til löggæslu verða lækkuð um einn milljarð og samgöngumál um tvo komma átta milljarða frá því sem fyrri áætlun gerði ráð fyrir, og sé litið til heildarútgjalda til samgöngumála lækki þau um 17% næstu fimm árin. „Það er margt þarna sem krefst frekari skýringa og ég hef þegar beðið eftir að fá þær strax á fyrsta fundi fjárlaganefndar eftir Helgi,” segir Ágúst. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á uppstigningardag að afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi verið um sjö milljörðum lakari en stefnt hafi verið að. Þar eru fall WOW Air og loðnubrestur nefndar sem helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Bjarni sagði að með þeim aðgerðum sem lagt er upp með nú sé reynt að verja þá uppbyggingu sem ríkisstjórnin hafi þegar kynnt. „Ég held að bæði fjármálaáætlunin og fjármálastefnan er byggð á allt of bjartsýnum forsendum. Við sjáum að gert er ráð fyrir að gengi krónunnar eigi að haldast óbreytt næstu fimm árin það er aldrei að fara gerast. Það er spáð að verðbólga verði einfaldlega svipuð og hafði verið spáð. Atvinnuleysi á að breytast lítið frá fyrri spá. Þannig að grunnur hagstjórnar hér er afskaplega veikur,” segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar segir í stöðuuppfærslu á samfélagsmiðlum að á fundi fjárlaganefndar í gær hafi verið kynntar ótrúlegar breytingartillögur á fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin hyggst gera í ljósi breyttra aðstæðna í hagkerfinu. Hann segir margt koma á óvart um breytingar á útgjöldum til málefnasviða ríkisins frá því sem fjármálaráðherra boðaði í fjármálaáætluninni í mars síðast liðnum. „Ég er í hálfgerðu áfalli við lestur þessara breytingatillagna á fjármálaáætlun sem er einungis rúmlega tveggja mánaða gömul. Þegar við berum saman það sem að átti að vera í áætluninni og það sem ríkisstjórnin er að leggja til þá kemur fram að framlög til dæmis til öryrkja næstu fimm árin eiga að lækka samanlagt um tæpa átta milljarða frá því sem hafði verið kynnt í fjármálaáætlun,” segir Ágúst. Ágúst segir einnig að útgjöld til umhverfismála verði lækkuð um einn koma fjóra milljarða á næstu fimm árin, framhaldsskólar fá lækkun um einn komma átta milljarð og sjúkrahúsþjónusta fær um fjögurra komma sjö milljarða króna lækkun saman lagt á tímabilinu svo dæmi séu tekin. þá verða fjárframlög til löggæslu verða lækkuð um einn milljarð og samgöngumál um tvo komma átta milljarða frá því sem fyrri áætlun gerði ráð fyrir, og sé litið til heildarútgjalda til samgöngumála lækki þau um 17% næstu fimm árin. „Það er margt þarna sem krefst frekari skýringa og ég hef þegar beðið eftir að fá þær strax á fyrsta fundi fjárlaganefndar eftir Helgi,” segir Ágúst. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á uppstigningardag að afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi verið um sjö milljörðum lakari en stefnt hafi verið að. Þar eru fall WOW Air og loðnubrestur nefndar sem helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Bjarni sagði að með þeim aðgerðum sem lagt er upp með nú sé reynt að verja þá uppbyggingu sem ríkisstjórnin hafi þegar kynnt. „Ég held að bæði fjármálaáætlunin og fjármálastefnan er byggð á allt of bjartsýnum forsendum. Við sjáum að gert er ráð fyrir að gengi krónunnar eigi að haldast óbreytt næstu fimm árin það er aldrei að fara gerast. Það er spáð að verðbólga verði einfaldlega svipuð og hafði verið spáð. Atvinnuleysi á að breytast lítið frá fyrri spá. Þannig að grunnur hagstjórnar hér er afskaplega veikur,” segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira