Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. júní 2019 13:33 Assange var handtekinn í London í apríl. NurPhoto/Getty Ekki liggur fyrir með hvaða hætti íslensk yfirvöld komu að rannsókn bandarískra yfirvalda á Julian Assange, stofnanda Wikileaks-samtakanna. Dómsmálaráðuneytinu er skylt samkvæmt lögum að veita gagnkvæma alþjóðlega réttaraðstoð sé þess óskað og er ráðuneytisins þess að leggja mat á hvort skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum sem og ákvæði annarra laga sem við eiga séu uppfyllt. Engar upplýsingar hafa fengist um með hvaða hætti íslensk stjórnvöld komu að rannsókn bandarískra yfirvalda á málum Julian Assagne, stofnanda Wikileaks en sakamálarannsókn þarlendra yfirvalda lúta að gagnaleka úr bandarísku stjórnkerfi. Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. Ekki hafa fengist upplýsingar frá embætti Ríkissaksóknara um hvort embættið hafi haft milligöngu um rannsókn bandarískra stjórnvalda og til hvaða undirstofnanna hafi verið leitað til. Bandarísk stjórnvöld vilja Assagne framseldan en hann situr í fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa svikist undan tryggingu. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir ekki ólíklegt að hann sjálfur verði ákærður í sakamálarannsókn bandarískra stjórnvalda og aðkomu sinnar að málum. Dómsmálaráðuneytið birti tilkynningu á vef embættisins í gær en þar kemur fram að samkvæmt lögum sé ráðuneytið sé miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð. Hlutverk ráðuneytisins í slíkum málum sé eingöngu að leggja mat á hvort skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum sem og ákvæði annarra laga sem við eiga séu uppfyllt. Telji ráðuneytið svo vera sé beiðnin framsend viðeigandi stjórnvaldi, þ.e. ríkissaksóknara, til frekari meðferðar. Ráðuneytið segist í tilkynningu sinni ekki geta tjáð sig um einstök sakamál sem eru til meðferðar. Bandaríkin WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Ekki liggur fyrir með hvaða hætti íslensk yfirvöld komu að rannsókn bandarískra yfirvalda á Julian Assange, stofnanda Wikileaks-samtakanna. Dómsmálaráðuneytinu er skylt samkvæmt lögum að veita gagnkvæma alþjóðlega réttaraðstoð sé þess óskað og er ráðuneytisins þess að leggja mat á hvort skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum sem og ákvæði annarra laga sem við eiga séu uppfyllt. Engar upplýsingar hafa fengist um með hvaða hætti íslensk stjórnvöld komu að rannsókn bandarískra yfirvalda á málum Julian Assagne, stofnanda Wikileaks en sakamálarannsókn þarlendra yfirvalda lúta að gagnaleka úr bandarísku stjórnkerfi. Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. Ekki hafa fengist upplýsingar frá embætti Ríkissaksóknara um hvort embættið hafi haft milligöngu um rannsókn bandarískra stjórnvalda og til hvaða undirstofnanna hafi verið leitað til. Bandarísk stjórnvöld vilja Assagne framseldan en hann situr í fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa svikist undan tryggingu. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir ekki ólíklegt að hann sjálfur verði ákærður í sakamálarannsókn bandarískra stjórnvalda og aðkomu sinnar að málum. Dómsmálaráðuneytið birti tilkynningu á vef embættisins í gær en þar kemur fram að samkvæmt lögum sé ráðuneytið sé miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð. Hlutverk ráðuneytisins í slíkum málum sé eingöngu að leggja mat á hvort skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum sem og ákvæði annarra laga sem við eiga séu uppfyllt. Telji ráðuneytið svo vera sé beiðnin framsend viðeigandi stjórnvaldi, þ.e. ríkissaksóknara, til frekari meðferðar. Ráðuneytið segist í tilkynningu sinni ekki geta tjáð sig um einstök sakamál sem eru til meðferðar.
Bandaríkin WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira