Segir nýja heilbrigðisstefnu vonbrigði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júní 2019 20:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir nýja heilbrigðisstefnu gríðarleg vonbrigði. Um sé að ræða hálfkláraða stefnu sem virkar ekki sem það stýritæki sem málaflokkurinn þarf. Dapurlegt sé að Alþingi hafi samþykkt svo hálfunnið skjal. Í byrjun mánaðarins var ný heilbrigðisstefna til ársins 2030 samþykkt á Alþingi. Tillagan var samþykkt með 45 atkvæðum og er markmið hennar að styrkja sameiginlega sýn í málaflokknum til framtíðar. Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir stefnuna gríðarleg vonbrigði „Mín viðbrögð eru mikil vonbrigði. Nú erum við búin að bíða í tæp tíu ár eftir því að fá formlega stefnumótun utan um þennan stóra, flókna og dýra málaflokk. Fáum hana loksins núna og erum því miður mjög ósátt bæði með skjalið í heild sinni og hvernig að því var staðið,“ sagði Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Hann segir stefnuna einkum skorta tvennt. Greiningarvinnu og samráð við fagaðila. Eftir að drög stefnunnar voru kynnt gafst fagaðilum kostur á að senda inn ábendingar um innihald stefnunnar í samráðsgáttina. Hann segir að þær ábendingar hafi verið virtar að vettugi. „Sérstaklega ábendingar Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur sem skiluðu inn mjög góðum greinargerðum en það var ekki tekið neitt tillit til þeirra punkta sem þar komu fram,“ sagði Jón Gauti. Hann segir þónokkra málaflokka vanta í stefnuna og að hún virki ekki sem það stýritæki sem hún þarf að vera. „Það vantar fjömarga þætti þar inn í. Bæði efnislega og kannski verra að það er mjög margt hvað formið varðar sem gerir það að verkum að hún virkar ekki sem það stýritæki sem þarf. Hún er í raun hálfunnin. Þess vegna eru vonbrigðin gríðarleg að Alþingi hafi samþykkt þetta, verandi á þessu stigi sem hún er,“ sagði Jón Gauti. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir nýja heilbrigðisstefnu gríðarleg vonbrigði. Um sé að ræða hálfkláraða stefnu sem virkar ekki sem það stýritæki sem málaflokkurinn þarf. Dapurlegt sé að Alþingi hafi samþykkt svo hálfunnið skjal. Í byrjun mánaðarins var ný heilbrigðisstefna til ársins 2030 samþykkt á Alþingi. Tillagan var samþykkt með 45 atkvæðum og er markmið hennar að styrkja sameiginlega sýn í málaflokknum til framtíðar. Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir stefnuna gríðarleg vonbrigði „Mín viðbrögð eru mikil vonbrigði. Nú erum við búin að bíða í tæp tíu ár eftir því að fá formlega stefnumótun utan um þennan stóra, flókna og dýra málaflokk. Fáum hana loksins núna og erum því miður mjög ósátt bæði með skjalið í heild sinni og hvernig að því var staðið,“ sagði Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Hann segir stefnuna einkum skorta tvennt. Greiningarvinnu og samráð við fagaðila. Eftir að drög stefnunnar voru kynnt gafst fagaðilum kostur á að senda inn ábendingar um innihald stefnunnar í samráðsgáttina. Hann segir að þær ábendingar hafi verið virtar að vettugi. „Sérstaklega ábendingar Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur sem skiluðu inn mjög góðum greinargerðum en það var ekki tekið neitt tillit til þeirra punkta sem þar komu fram,“ sagði Jón Gauti. Hann segir þónokkra málaflokka vanta í stefnuna og að hún virki ekki sem það stýritæki sem hún þarf að vera. „Það vantar fjömarga þætti þar inn í. Bæði efnislega og kannski verra að það er mjög margt hvað formið varðar sem gerir það að verkum að hún virkar ekki sem það stýritæki sem þarf. Hún er í raun hálfunnin. Þess vegna eru vonbrigðin gríðarleg að Alþingi hafi samþykkt þetta, verandi á þessu stigi sem hún er,“ sagði Jón Gauti.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira