Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. júní 2019 18:30 Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. Hún segist ekki hafa heyrt frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, í tengslum við sakamálarannsókn yfirvalda þar ytra á Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en að hún sé undir það búin. Aðkoma íslenskra yfirvalda í aðgerðum bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkilögreglunnar, FBI, hér á landi í síðustu viku hafa verið gagnrýndar, en þá leituðu yfirvöld þar ytra til þeirra íslensku vegna skýrslu töku yfir Sigurði Inga Þórðarsyni, í tengslum við sakamálarannsókn á Julian Assange, stofnanda Wikileaks og gagnaleka úr bandarísku stjórnkerfi. Sigurður var fenginn í skýrslutöku hér á landi en síðar boðaður í frekari skýrslutöku í Bandaríkjum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra hefur sagt að hún hafði ekki vitneskju um málið.Vísir/Vilhelm Ráðherrar segjast ekki hafa vitað af málinu Aðgerðirnar hafa komið íslenskum ráðamönnum í opna skjöldu og sögðu forsætisráðherra og dómsmálaráðherra fyrir helgi, ekki hafa haft vitneskju af málinu. Ljóst er að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði aðkomu að málinu, en slík gerist ekki nema réttarfarsbeiðni hafi verið lögð fram af ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur ekki viljað veita upplýsingar um aðkomu embættisins. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður hafði aðkomu að Wikileaks um þó nokkurt skeið en sagði skilið við samtökin tvö þúsund og tíu. Hún segir málið undarlegt. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að íslensk yfirvöld veita aðkomu og stuðning við þetta mál og önnur mál, eins og mál sem að laut að breskum njósnara sem að setti sig mjög djúpt inn í umhverfishreyfinguna Saving Iceland, sem að ég var meðal annars aðili að. Það hefur aldrei verið hægt að fá viðunandi svör um aðkomu íslenskra stjórnvalda að því,“ segir Birgitta. Birgitta segir að svo virðist vera að erlend yfirvöld geti komið hingað til lands, með aðkomu íslenskra stjórnvalda, óhindrað, og fært íslenska þegna í skýrslutöku. „Það lítur út fyrir það. Mér finnst þetta mjög alvarlegt. Ég man þegar að mitt mál var í hámæli, að þá átti ég marga fundi í utanríkisráðuneytinu til þess að fá úr því skorið hvort það væri hægt að framselja Íslending til Bandaríkjanna út af þessu máli. Núna veit maður ekkert að ef bandarískum yfirvöldum þætti það sniðugt að fá að ræða við mig, hvort að íslensk yfirvöld myndu hreinlega aðstoða við slík. Svo vil ég nú halda því til haga að FBI hefur ekki haft samband við mig. En ég hef aftur á móti haft samband við lögfræðinga mína í Bandaríkjunum til þess að vera undirbúin ef eitthvað kæmi uppá,“ segir Birgitta. Bandaríkin Utanríkismál WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. Hún segist ekki hafa heyrt frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, í tengslum við sakamálarannsókn yfirvalda þar ytra á Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en að hún sé undir það búin. Aðkoma íslenskra yfirvalda í aðgerðum bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkilögreglunnar, FBI, hér á landi í síðustu viku hafa verið gagnrýndar, en þá leituðu yfirvöld þar ytra til þeirra íslensku vegna skýrslu töku yfir Sigurði Inga Þórðarsyni, í tengslum við sakamálarannsókn á Julian Assange, stofnanda Wikileaks og gagnaleka úr bandarísku stjórnkerfi. Sigurður var fenginn í skýrslutöku hér á landi en síðar boðaður í frekari skýrslutöku í Bandaríkjum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra hefur sagt að hún hafði ekki vitneskju um málið.Vísir/Vilhelm Ráðherrar segjast ekki hafa vitað af málinu Aðgerðirnar hafa komið íslenskum ráðamönnum í opna skjöldu og sögðu forsætisráðherra og dómsmálaráðherra fyrir helgi, ekki hafa haft vitneskju af málinu. Ljóst er að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði aðkomu að málinu, en slík gerist ekki nema réttarfarsbeiðni hafi verið lögð fram af ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur ekki viljað veita upplýsingar um aðkomu embættisins. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður hafði aðkomu að Wikileaks um þó nokkurt skeið en sagði skilið við samtökin tvö þúsund og tíu. Hún segir málið undarlegt. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að íslensk yfirvöld veita aðkomu og stuðning við þetta mál og önnur mál, eins og mál sem að laut að breskum njósnara sem að setti sig mjög djúpt inn í umhverfishreyfinguna Saving Iceland, sem að ég var meðal annars aðili að. Það hefur aldrei verið hægt að fá viðunandi svör um aðkomu íslenskra stjórnvalda að því,“ segir Birgitta. Birgitta segir að svo virðist vera að erlend yfirvöld geti komið hingað til lands, með aðkomu íslenskra stjórnvalda, óhindrað, og fært íslenska þegna í skýrslutöku. „Það lítur út fyrir það. Mér finnst þetta mjög alvarlegt. Ég man þegar að mitt mál var í hámæli, að þá átti ég marga fundi í utanríkisráðuneytinu til þess að fá úr því skorið hvort það væri hægt að framselja Íslending til Bandaríkjanna út af þessu máli. Núna veit maður ekkert að ef bandarískum yfirvöldum þætti það sniðugt að fá að ræða við mig, hvort að íslensk yfirvöld myndu hreinlega aðstoða við slík. Svo vil ég nú halda því til haga að FBI hefur ekki haft samband við mig. En ég hef aftur á móti haft samband við lögfræðinga mína í Bandaríkjunum til þess að vera undirbúin ef eitthvað kæmi uppá,“ segir Birgitta.
Bandaríkin Utanríkismál WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33
Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30
Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07