Sjáðu fyrstu stikluna úr síðustu Rambo-myndinni Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2019 18:04 Sylvester Stallone sem John Rambo. YouTube Nýjasta stiklan úr næstu Rambo mynd hefur verið frumsýnd og eitt er á hreinu: Rambo virðist aldrei hafa verið í meiri hefndarhug en í þessari. Sylvester Stallone er mættur aftur sem John Rambo en þetta verður í fimmta sinn sem hann bregður sér í hlutverkið. Fyrsta Rambo-myndin kom út fyrir tæpum fjórum áratugum en í nýjustu myndinni stendur hann andspænis djöflum úr fortíð hans. Fyrsta Rambo-myndin hét First Blood en sú fimmta hefur fengið heitið Last Blood og er sögð sú síðasta í þessari kvikmyndaseríu. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að Rambo hefur sest í helgan stein á búgarði fjölskyldu sinnar í Arizona eftir að hafa varið áratugum á erlendri grund. Hann ákveður að slást í för með blaðamanni til að hafa upp á og bjarga hópi stúlkna sem er í haldi mexíkósks vændishrings. Áður en Rambo veit af er hann flæktur í framvindu sem gerir það að verkum að hann þarf að rifja upp gamla takta sem verða seint taldir fallegir. Verður myndin frumsýnd í september næstkomandi. Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Nýjasta stiklan úr næstu Rambo mynd hefur verið frumsýnd og eitt er á hreinu: Rambo virðist aldrei hafa verið í meiri hefndarhug en í þessari. Sylvester Stallone er mættur aftur sem John Rambo en þetta verður í fimmta sinn sem hann bregður sér í hlutverkið. Fyrsta Rambo-myndin kom út fyrir tæpum fjórum áratugum en í nýjustu myndinni stendur hann andspænis djöflum úr fortíð hans. Fyrsta Rambo-myndin hét First Blood en sú fimmta hefur fengið heitið Last Blood og er sögð sú síðasta í þessari kvikmyndaseríu. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að Rambo hefur sest í helgan stein á búgarði fjölskyldu sinnar í Arizona eftir að hafa varið áratugum á erlendri grund. Hann ákveður að slást í för með blaðamanni til að hafa upp á og bjarga hópi stúlkna sem er í haldi mexíkósks vændishrings. Áður en Rambo veit af er hann flæktur í framvindu sem gerir það að verkum að hann þarf að rifja upp gamla takta sem verða seint taldir fallegir. Verður myndin frumsýnd í september næstkomandi.
Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira