Aladdin malar gull þrátt fyrir misjafna dóma Stefán Árni Pálsson skrifar 31. maí 2019 12:30 Will Smith leikur andann. Þann 24. maí var endurgerð Aladdin-myndarinnar frumsýnd um heim allan en teiknimyndin kom út árið 1992. Will Smith leikur Andann í kvikmyndinni sem er að þessu sinni leikinn. Myndin sem kom út árið 1992 var teiknimynd og skartaði Scott Weinger í hlutverki Aladdins og Robin Williams í hlutverki andans. Felix Bergsson og Laddi túlkuðu sömu hlutverk í íslenskri þýðingu myndarinnar. Hin nýja Disney-mynd er í leikstjórn breska leikstjórans Guy Ritchie. Mena Massoud leikur Aladdin, Naomi Scott leikur Jasmín en á fyrstu dögunum hafa fjölmargir séð kvikmyndina í kvikmyndahúsum, þrátt fyrir misjafna dóma sérfræðinga. Aladdin tók inn 86,1 milljón dollara, 10 milljarða íslenskra króna, um opnunarhelgina og gerði því betur en John Wick 3. Aladdin kostaði 180 milljónir dollara í framleiðslu og er talið að kvikmyndaframleiðandinn nái þeim fjármunum til baka. Á vefsíðunnni IMDB er Aladdin með 7,4 í einkunn. Bíó og sjónvarp Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þann 24. maí var endurgerð Aladdin-myndarinnar frumsýnd um heim allan en teiknimyndin kom út árið 1992. Will Smith leikur Andann í kvikmyndinni sem er að þessu sinni leikinn. Myndin sem kom út árið 1992 var teiknimynd og skartaði Scott Weinger í hlutverki Aladdins og Robin Williams í hlutverki andans. Felix Bergsson og Laddi túlkuðu sömu hlutverk í íslenskri þýðingu myndarinnar. Hin nýja Disney-mynd er í leikstjórn breska leikstjórans Guy Ritchie. Mena Massoud leikur Aladdin, Naomi Scott leikur Jasmín en á fyrstu dögunum hafa fjölmargir séð kvikmyndina í kvikmyndahúsum, þrátt fyrir misjafna dóma sérfræðinga. Aladdin tók inn 86,1 milljón dollara, 10 milljarða íslenskra króna, um opnunarhelgina og gerði því betur en John Wick 3. Aladdin kostaði 180 milljónir dollara í framleiðslu og er talið að kvikmyndaframleiðandinn nái þeim fjármunum til baka. Á vefsíðunnni IMDB er Aladdin með 7,4 í einkunn.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein