Guðjón Valur kvaddur: Kem kannski einn daginn aftur sem áhorfandi með stóran maga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2019 15:45 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Getty Það var tilfinningaþrungin stund þegar Rhein-Neckar Löwen kvaddi nokkra leikmenn sína að loknum síðasta heimaleik sínum á tímabilinu í gær, þeirra á meðal Guðjón Val Sigurðsson. Guðjón Valur var raunar að kveðja í annað sinn þar sem hann var einnig hjá liðinu frá 2008 til 2011, áður en hann hélt til AG Kaupmannahafnar í Danmörku. Nú er hann á leið til PSG í Frakklandi. „Þú ert meðal bestu leikmanna heims í þinni stöðu. Það er engin spurning,“ sagði kynnirinn um Guðjón Val. „Þú ert mikil fyrirmynd, gefur alltaf 100 prósent og við eigum þér margt að þakka. Við óskum þér alls hins besta í París.“ „Manni líður eins og maður sé í sinni eigin jarðaför,“ sagði Guðjón Valur þegar hann tók til máls. „Í annað sinn segi ég bless en í þetta sinn segi ég ekki sjáumst síðar. Ég mun ekki koma í þriðja skiptið.“ „Ég vil þakka félaginu kærlega fyrir, öllum samstarfsmönnum og þessum frábæra leikmannahópi. Hér hef ég eignast marga vini. Stemningin í búningsklefanum er ótrúleg og er alltaf gaman að koma í vinnuna þar sem maður heyrir lélega brandara frá Bogdan og Vladan,“ sagði hann en þeir Bodgan Radivojevic og Vladan Lipovina voru einnig kvaddir í gær. „Ég mun sakna þess mest úr æfingahöllinni.“ Rhein-Neckar Löwen tapaði raunar leiknum í gær, 29-26, fyrir Ludwigshafen og bað Guðjón Valur stuðningsmenn afsökunar á því áður en hann ávarpaði þá. „En takk kærlega fyrir þessi þrjú. Okkur fjölskyldunni, og sérstaklega litla syni okkar, leið eins og heima. Takk kærlega fyrir stuðninginn ykkar, hjálpsemi og hvernig þið standið þétt við bak liðsins. Ég óska ykkur alls hins besta í framtíðinni og kannski kem ég einn daginn aftur hingað sem áhorfandi með stóran maga.“ Jason, sonur Guðjóns Vals, stóð við hlið föður síns á sviðinu í gær og kvaddi líka einfaldlega með því að segja „tschüss!“ Myndband frá gærkvöldinu má sjá hér fyrir neðan en það kemur að Guðjóni Val þegar um fimm mínútur eru liðnar af því. Þýski handboltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira
Það var tilfinningaþrungin stund þegar Rhein-Neckar Löwen kvaddi nokkra leikmenn sína að loknum síðasta heimaleik sínum á tímabilinu í gær, þeirra á meðal Guðjón Val Sigurðsson. Guðjón Valur var raunar að kveðja í annað sinn þar sem hann var einnig hjá liðinu frá 2008 til 2011, áður en hann hélt til AG Kaupmannahafnar í Danmörku. Nú er hann á leið til PSG í Frakklandi. „Þú ert meðal bestu leikmanna heims í þinni stöðu. Það er engin spurning,“ sagði kynnirinn um Guðjón Val. „Þú ert mikil fyrirmynd, gefur alltaf 100 prósent og við eigum þér margt að þakka. Við óskum þér alls hins besta í París.“ „Manni líður eins og maður sé í sinni eigin jarðaför,“ sagði Guðjón Valur þegar hann tók til máls. „Í annað sinn segi ég bless en í þetta sinn segi ég ekki sjáumst síðar. Ég mun ekki koma í þriðja skiptið.“ „Ég vil þakka félaginu kærlega fyrir, öllum samstarfsmönnum og þessum frábæra leikmannahópi. Hér hef ég eignast marga vini. Stemningin í búningsklefanum er ótrúleg og er alltaf gaman að koma í vinnuna þar sem maður heyrir lélega brandara frá Bogdan og Vladan,“ sagði hann en þeir Bodgan Radivojevic og Vladan Lipovina voru einnig kvaddir í gær. „Ég mun sakna þess mest úr æfingahöllinni.“ Rhein-Neckar Löwen tapaði raunar leiknum í gær, 29-26, fyrir Ludwigshafen og bað Guðjón Valur stuðningsmenn afsökunar á því áður en hann ávarpaði þá. „En takk kærlega fyrir þessi þrjú. Okkur fjölskyldunni, og sérstaklega litla syni okkar, leið eins og heima. Takk kærlega fyrir stuðninginn ykkar, hjálpsemi og hvernig þið standið þétt við bak liðsins. Ég óska ykkur alls hins besta í framtíðinni og kannski kem ég einn daginn aftur hingað sem áhorfandi með stóran maga.“ Jason, sonur Guðjóns Vals, stóð við hlið föður síns á sviðinu í gær og kvaddi líka einfaldlega með því að segja „tschüss!“ Myndband frá gærkvöldinu má sjá hér fyrir neðan en það kemur að Guðjóni Val þegar um fimm mínútur eru liðnar af því.
Þýski handboltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira