Telur verkfallsaðgerðir hótelstarfsmanna hafa valdið gríðarlegu tekjutapi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. maí 2019 14:00 Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir hótelin á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir miklum tekjutapi vegna verkfallsaðgerða í apríl. vísir/eyþór Gistnóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um fjórtán prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Formaður fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að fækkun gistinátta megi fyrst og fremst rekja til boðaðra verkfallsaðgerða verkalýðsfélaga. Hótelin hafi orðið af gríðarlegum fjármunum. Heildarfjöldi gistinátta hér á landi í apríl dróst alls saman um 6% milli ára. Mest dró úr gistingu gegnum Airbnb eða um 18%. Gistinóttum fjölgaði hins vegar á landsbyggðinni um 10%. Á höfuðborgarsvæðinu varð veruleg fækkun í gistinóttum á hótelum apríl eða um14%. Kristófer Oliversson formaður Fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu telur að fækkunina á höfuðborgarsvæðinu megi rekja til boðaðra aðgerða verkalýðsfélaga. „ Við fyrstu sýn má segja að sé hægt að rekja þetta til verkfallana sem voru í vor. Því það var búið að boða til þriggja daga verkfallahrynu í hverri viku allan apríl og það var engin leið bregðast við því nema draga úr bókunum á hótelum,“ segir Kristófer. Hann segir að hótelin hafi orðið fyrir gríðarlegum tekjumissi. „ Ég er nú ekki með tölur á hraðbergi en það eru hundruðir milljóna jafnvel milljarðar,“ segir Kristófer. Hann segir erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Það er bara svo mikil óvissa ennþá. En nú eru einnig ýmis tækifæri það var t.d. hækkaður á okkur gistináttaskattur í fyrra og mér finnst tilvalið til að fella hann niður. Ísland er orðið dýrasta land í heimi og fólki horfir til þess þegar það pantar sér gistingu og velur áfangastað,“ segir Kristófer að lokum. Ferðamennska á Íslandi Verkföll 2019 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Gistnóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um fjórtán prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Formaður fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að fækkun gistinátta megi fyrst og fremst rekja til boðaðra verkfallsaðgerða verkalýðsfélaga. Hótelin hafi orðið af gríðarlegum fjármunum. Heildarfjöldi gistinátta hér á landi í apríl dróst alls saman um 6% milli ára. Mest dró úr gistingu gegnum Airbnb eða um 18%. Gistinóttum fjölgaði hins vegar á landsbyggðinni um 10%. Á höfuðborgarsvæðinu varð veruleg fækkun í gistinóttum á hótelum apríl eða um14%. Kristófer Oliversson formaður Fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu telur að fækkunina á höfuðborgarsvæðinu megi rekja til boðaðra aðgerða verkalýðsfélaga. „ Við fyrstu sýn má segja að sé hægt að rekja þetta til verkfallana sem voru í vor. Því það var búið að boða til þriggja daga verkfallahrynu í hverri viku allan apríl og það var engin leið bregðast við því nema draga úr bókunum á hótelum,“ segir Kristófer. Hann segir að hótelin hafi orðið fyrir gríðarlegum tekjumissi. „ Ég er nú ekki með tölur á hraðbergi en það eru hundruðir milljóna jafnvel milljarðar,“ segir Kristófer. Hann segir erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Það er bara svo mikil óvissa ennþá. En nú eru einnig ýmis tækifæri það var t.d. hækkaður á okkur gistináttaskattur í fyrra og mér finnst tilvalið til að fella hann niður. Ísland er orðið dýrasta land í heimi og fólki horfir til þess þegar það pantar sér gistingu og velur áfangastað,“ segir Kristófer að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Verkföll 2019 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira