Landsliðsþjálfari Þýskalands missir af júníleikjunum eftir slys í lyftingasalnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2019 16:15 Joachim Löw. Vísir/Getty Þetta hefur ekki verið gott ár fyrir Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands í knattspyrnu, og ekki batnaði það mikið á dögunum. Joachim Löw getur ekki stýrt þýska landsliðinu í mikilvægum leikjum í undankeppni EM 2020 í næsta mánuði og ástæðan er hans eigin klaufaskapur. Þýska blaðið Bild sagði frá því að Joachim Löw verði að taka sér veikindaleyfi í leikjunum á móti Hvíta-Rússlandi og Eistlandi. Löw varð fyrir því óláni að slasa sig í lyftingasalnum þegar hann missti handlóð á bringuna sér. Hinn 59 ára gamli Joachim Löw er af þeim sökum úr leik í verkefni Þýskalands í næsta mánuði. „Mér líður strax betur en ég þarf að hvílast í fjórar vikur,“ sagði Joachim Löw við blaðamann Bild. „Ég er í stöðugu sambandi við þjálfarateymið mitt og verði í símasambandi við þá í báðum leikjum,“ sagði Löw. „Marcus Sorg, Andy Köpke og Oliver Bierhoff hafa allir mikla reynslu og þeir munu komast vel í gegnum þetta,“ sagði Löw. Joachim Löw tók við þýska landsliðinu eftir HM 2006 og gerði liðið að heimsmeisturum sumarið 2014. Á HM í fyrr datt liðið aftur á móti út í riðlakeppninni og ekki gekk mikið betur hjá liðinu í Þjóðadeildinni. Þýska landsliðið vann fyrsta leikinn sinn í undankeppninni sem var 3-2 útisigur á Hollendingum. Norður-Írar sitja í efsta sæti riðilsins eftir heimasigra á Eistum og Hvít-Rússum, mótherjum Þjóðverja í komandi leikjum. EM 2020 í fótbolta Þýskaland Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Sjá meira
Þetta hefur ekki verið gott ár fyrir Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands í knattspyrnu, og ekki batnaði það mikið á dögunum. Joachim Löw getur ekki stýrt þýska landsliðinu í mikilvægum leikjum í undankeppni EM 2020 í næsta mánuði og ástæðan er hans eigin klaufaskapur. Þýska blaðið Bild sagði frá því að Joachim Löw verði að taka sér veikindaleyfi í leikjunum á móti Hvíta-Rússlandi og Eistlandi. Löw varð fyrir því óláni að slasa sig í lyftingasalnum þegar hann missti handlóð á bringuna sér. Hinn 59 ára gamli Joachim Löw er af þeim sökum úr leik í verkefni Þýskalands í næsta mánuði. „Mér líður strax betur en ég þarf að hvílast í fjórar vikur,“ sagði Joachim Löw við blaðamann Bild. „Ég er í stöðugu sambandi við þjálfarateymið mitt og verði í símasambandi við þá í báðum leikjum,“ sagði Löw. „Marcus Sorg, Andy Köpke og Oliver Bierhoff hafa allir mikla reynslu og þeir munu komast vel í gegnum þetta,“ sagði Löw. Joachim Löw tók við þýska landsliðinu eftir HM 2006 og gerði liðið að heimsmeisturum sumarið 2014. Á HM í fyrr datt liðið aftur á móti út í riðlakeppninni og ekki gekk mikið betur hjá liðinu í Þjóðadeildinni. Þýska landsliðið vann fyrsta leikinn sinn í undankeppninni sem var 3-2 útisigur á Hollendingum. Norður-Írar sitja í efsta sæti riðilsins eftir heimasigra á Eistum og Hvít-Rússum, mótherjum Þjóðverja í komandi leikjum.
EM 2020 í fótbolta Þýskaland Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Sjá meira