Þriðjungur fengið fræðslu um áreitni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. maí 2019 06:00 Ný könnun sýnir að þriðjungur fólks á vinnumarkaði hefur fengið fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað. Vísir/getty Aðeins 35 prósent fólks á vinnumarkaði hefur fengið fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað. Þetta kemur fram í könnun sem Zenter rannsóknir gerðu 23. til 30 apríl. Úrtak 1.500 einstaklinga á vinnumarkaði fékk könnunina sem framkvæmd var á netinu. Svarhlutfall var 58 prósent. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir niðurstöðurnar vonbrigði og koma á óvart. Í jafnréttislögum sé gert ráð fyrir sérstakri jafnréttisáætlun í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 25. Er það skylda vinnuveitenda að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar eða skjólstæðingar séu beittir ofbeldi eða áreittir og því er fræðsla nauðsynleg. „Ég velti fyrir mér hvort vinnuveitendur geri sér grein fyrir ábyrgð sinni í þessum málum,“ segir Katrín Björg. Jafnréttisstofa getur beitt dagsektum, allt að 50 þúsund krónum á dag, sinni fyrirtæki ekki þeirri skyldu að gera jafnréttisáætlanir. „Það er skýrt fjallað um þetta í lögum og reglugerð, ég hefði haldið að þessu væri tekið mun alvarlegar. Sérstaklega í ljósi #MeToo sem ýtti heldur betur undir umræðuna.“ Þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar eftir bakgrunnsbreytum kemur í ljós að mun fleiri konur, eða 42 prósent, hafa fengið slíka fræðslu en karlar höfðu fengið fræðslu í 29 prósentum tilvika. Ívið fleiri hafa fengið fræðslu um þessi efni á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni og þeir sem eru á aldursbilinu 35 til 44 ára eru líklegastir til að hafa fengið fræðsluna en yngsta starfsfólkið á aldrinum 18 til 24 ára ólíklegast. Niðurstöðurnar sýna einnig að þau sem fengið hafa fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað telja þörf á aukinni fræðslu, á sama tíma telja þau sem hafa ekki fengið fræðslu það vera minni þörf. Niðurstöðurnar eru hluti af stærri rannsókn sem Zenter rannsóknir framkvæmdu í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi og Hagvang. Um er að ræða samanburð tveggja kannana, annars vegar könnun sem snýr að fagaðilum í mannauðsstarfi og hins vegar könnun sem lögð var fyrir stórt úrtak starfsmanna í fjölbreyttum störfum úr mismunandi geirum. Morgunverðarfundur verður haldinn á Grand hóteli kl. 8.30 í fyrramálið þar sem farið verður nánar yfir niðurstöður rannsóknarinnar og rætt hversu langt samfélagið er komið í kjölfar #metoo hreyfingarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Jafnréttismál MeToo Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Aðeins 35 prósent fólks á vinnumarkaði hefur fengið fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað. Þetta kemur fram í könnun sem Zenter rannsóknir gerðu 23. til 30 apríl. Úrtak 1.500 einstaklinga á vinnumarkaði fékk könnunina sem framkvæmd var á netinu. Svarhlutfall var 58 prósent. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir niðurstöðurnar vonbrigði og koma á óvart. Í jafnréttislögum sé gert ráð fyrir sérstakri jafnréttisáætlun í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 25. Er það skylda vinnuveitenda að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar eða skjólstæðingar séu beittir ofbeldi eða áreittir og því er fræðsla nauðsynleg. „Ég velti fyrir mér hvort vinnuveitendur geri sér grein fyrir ábyrgð sinni í þessum málum,“ segir Katrín Björg. Jafnréttisstofa getur beitt dagsektum, allt að 50 þúsund krónum á dag, sinni fyrirtæki ekki þeirri skyldu að gera jafnréttisáætlanir. „Það er skýrt fjallað um þetta í lögum og reglugerð, ég hefði haldið að þessu væri tekið mun alvarlegar. Sérstaklega í ljósi #MeToo sem ýtti heldur betur undir umræðuna.“ Þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar eftir bakgrunnsbreytum kemur í ljós að mun fleiri konur, eða 42 prósent, hafa fengið slíka fræðslu en karlar höfðu fengið fræðslu í 29 prósentum tilvika. Ívið fleiri hafa fengið fræðslu um þessi efni á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni og þeir sem eru á aldursbilinu 35 til 44 ára eru líklegastir til að hafa fengið fræðsluna en yngsta starfsfólkið á aldrinum 18 til 24 ára ólíklegast. Niðurstöðurnar sýna einnig að þau sem fengið hafa fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað telja þörf á aukinni fræðslu, á sama tíma telja þau sem hafa ekki fengið fræðslu það vera minni þörf. Niðurstöðurnar eru hluti af stærri rannsókn sem Zenter rannsóknir framkvæmdu í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi og Hagvang. Um er að ræða samanburð tveggja kannana, annars vegar könnun sem snýr að fagaðilum í mannauðsstarfi og hins vegar könnun sem lögð var fyrir stórt úrtak starfsmanna í fjölbreyttum störfum úr mismunandi geirum. Morgunverðarfundur verður haldinn á Grand hóteli kl. 8.30 í fyrramálið þar sem farið verður nánar yfir niðurstöður rannsóknarinnar og rætt hversu langt samfélagið er komið í kjölfar #metoo hreyfingarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Jafnréttismál MeToo Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent