Sumarblað Veiðimannsins er komið út Karl Lúðvíksson skrifar 20. maí 2019 10:28 Sumarblað Veiðimannsins er komið út, á 80 ára afmæli Stangaveiðifélags Reykjavíkur en félagið hefur verið að fagna þessu afmæli á föstudag og laugardag um liðna helgi. Það er vel við hæfi að perla félagsins, Elliðaárnar, séu í kastljósinu í blaðinu en SVFR var stofnað vorið 1939 um leigu á veiðirétti í Elliðaánum og uppbyggingu þeirra. Tilgangur félagsins var jafnframt að efla stangaveiðiíþróttina og standa vörð um íslenska náttúru. Stofnfélagar SVFR voru 48 og áhugi á stangveiðum almennt ekki mikill á Íslandi. Þeir sem sáust með stöng við veiðivötn töldust ekki með öllum mjalla en nú er öldin önnur. Það fjölgaði ört í félaginu og veiðidellan breiddist út meðal fólks á undraskömmum tíma. Tugþúsundir Íslendinga leggja nústund á stangveiði á hverju sumri. Elliðaárnar eru í dag meðal bestu laxveiðiáa landsins. Fullkomlega sjálfbærar 80 árum eftir að þær máttu muna fífil sinn fegurri, hluti af stórkostlegu útivistarsvæði Reykvíkinga þar sem fjölmargir ungir veiðimenn taka sín fyrstu köst. Fjölbreytt efni er í Veiðimanninum nr. 208 og er blaðið nú á leið til félagsmanna og áskrifenda. Fyrstu eintök blaðsins má nálgast á afmælsihátíð SVFR í Elliðaárdal í dag og í veiðiverslunum. 80 ára afmælisfluga SVFR er frumsýnd í blaðinu en félagið leitaði til Sigurðar Héðins og er útkoman glæsileg. Hún ber viðeigandi nafn, Stangó, en sagt er að hún sé ávísun á ævintýri. Nánar er fjallað um fluguna og ótal margt annað spennandi í Veiðimanninum. Mest lesið Aukin veiði fjölgar refum Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Byssusýning á Stokkseyri um helgina Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði
Sumarblað Veiðimannsins er komið út, á 80 ára afmæli Stangaveiðifélags Reykjavíkur en félagið hefur verið að fagna þessu afmæli á föstudag og laugardag um liðna helgi. Það er vel við hæfi að perla félagsins, Elliðaárnar, séu í kastljósinu í blaðinu en SVFR var stofnað vorið 1939 um leigu á veiðirétti í Elliðaánum og uppbyggingu þeirra. Tilgangur félagsins var jafnframt að efla stangaveiðiíþróttina og standa vörð um íslenska náttúru. Stofnfélagar SVFR voru 48 og áhugi á stangveiðum almennt ekki mikill á Íslandi. Þeir sem sáust með stöng við veiðivötn töldust ekki með öllum mjalla en nú er öldin önnur. Það fjölgaði ört í félaginu og veiðidellan breiddist út meðal fólks á undraskömmum tíma. Tugþúsundir Íslendinga leggja nústund á stangveiði á hverju sumri. Elliðaárnar eru í dag meðal bestu laxveiðiáa landsins. Fullkomlega sjálfbærar 80 árum eftir að þær máttu muna fífil sinn fegurri, hluti af stórkostlegu útivistarsvæði Reykvíkinga þar sem fjölmargir ungir veiðimenn taka sín fyrstu köst. Fjölbreytt efni er í Veiðimanninum nr. 208 og er blaðið nú á leið til félagsmanna og áskrifenda. Fyrstu eintök blaðsins má nálgast á afmælsihátíð SVFR í Elliðaárdal í dag og í veiðiverslunum. 80 ára afmælisfluga SVFR er frumsýnd í blaðinu en félagið leitaði til Sigurðar Héðins og er útkoman glæsileg. Hún ber viðeigandi nafn, Stangó, en sagt er að hún sé ávísun á ævintýri. Nánar er fjallað um fluguna og ótal margt annað spennandi í Veiðimanninum.
Mest lesið Aukin veiði fjölgar refum Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Byssusýning á Stokkseyri um helgina Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði