Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2019 07:00 Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson. Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. Þetta kemur fram í heimildarmynd um Hatara sem birt var á YouTube á dögunum. Samkvæmt heimildum Vísis töldu liðsmenn Hatara það líklegra til árangurs að koma inn í Söngvakeppnina sem hljómsveit sem hefði hætt, því það myndi skapa meira umtal og athygli. Vísir birti á sínum tíma föstudagspaylista Hatara, sem var titlaður endalokaplaylistinn. Heimildarmyndin er athyglisverð áhorfs ekki síst nú þegar þátttöku Hatara í Eurovision er lokið. Í myndinni er rætt við liðsmenn Hatara eftir sigurinn í Söngvakeppninni, plön þeirra og væntingar auk þess sem áhorfandinn fær dýpri skilning á því um hvað Hatari snýst. Hvernig frændurnir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan hafi frá unga aldri bætt hvorn annan upp. Klemens sé góður á gítar, hafi gert alls konar prufur en Matthías einbeitt sér að textagerð. Svo hafi fleiri og fleiri bæst í hópinn, allir tilbúnir í að vera eitthvað meira en hljómsveit. Standa fyrir eitthvað og breiða út boðskap. „Skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar,“ eins og Andrean dansari kemst að orði. Á hann þar við ástandið í heiminum á 21. öldinni þar sem neysluhyggjan ræður ríkjum. Hann segist sjálfur hafa viljað að Ísland sniðgengi keppnina en skipt um skoðun þegar honum bauðst að syngja með Hatara. Þá kemur fram hvaða ólíku væntingar þau geri hvert fyrir sig til Eurovision. Sumir vilja vinna en aðrir telja það algjört aukaatriði. Betri árangur myndi samt þýða að boðskapurinn dreifðist víðar. Anna Hildur Hildibrandardóttir leikstýrir myndinni en hún er eiginkona Gísla Þórs Guðmundssonar, betur þekktur sem Gis Von Ice, umboðsmanns Hatara. Myndin er unnin í samvinnu við RÚV en birt á YouTube. Baldvin Vernharðsson sá um kvikmyndatöku. Þau eru sömuleiðis með mynd í vinnslu um þátttöku sveitarinnar í Eurovision í Ísrael.Uppfært klukkan 10:33: Hér áður var vísað í eintak af myndinni sem var aðgengilegt á YouTube. Ábending barst frá rétthöfum um að myndinni hafi verið hlaðið upp í óleyfi og hefur hlekkurinn því verið fjarlægður. Bíó og sjónvarp Eurovision Tónlist Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira
Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. Þetta kemur fram í heimildarmynd um Hatara sem birt var á YouTube á dögunum. Samkvæmt heimildum Vísis töldu liðsmenn Hatara það líklegra til árangurs að koma inn í Söngvakeppnina sem hljómsveit sem hefði hætt, því það myndi skapa meira umtal og athygli. Vísir birti á sínum tíma föstudagspaylista Hatara, sem var titlaður endalokaplaylistinn. Heimildarmyndin er athyglisverð áhorfs ekki síst nú þegar þátttöku Hatara í Eurovision er lokið. Í myndinni er rætt við liðsmenn Hatara eftir sigurinn í Söngvakeppninni, plön þeirra og væntingar auk þess sem áhorfandinn fær dýpri skilning á því um hvað Hatari snýst. Hvernig frændurnir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan hafi frá unga aldri bætt hvorn annan upp. Klemens sé góður á gítar, hafi gert alls konar prufur en Matthías einbeitt sér að textagerð. Svo hafi fleiri og fleiri bæst í hópinn, allir tilbúnir í að vera eitthvað meira en hljómsveit. Standa fyrir eitthvað og breiða út boðskap. „Skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar,“ eins og Andrean dansari kemst að orði. Á hann þar við ástandið í heiminum á 21. öldinni þar sem neysluhyggjan ræður ríkjum. Hann segist sjálfur hafa viljað að Ísland sniðgengi keppnina en skipt um skoðun þegar honum bauðst að syngja með Hatara. Þá kemur fram hvaða ólíku væntingar þau geri hvert fyrir sig til Eurovision. Sumir vilja vinna en aðrir telja það algjört aukaatriði. Betri árangur myndi samt þýða að boðskapurinn dreifðist víðar. Anna Hildur Hildibrandardóttir leikstýrir myndinni en hún er eiginkona Gísla Þórs Guðmundssonar, betur þekktur sem Gis Von Ice, umboðsmanns Hatara. Myndin er unnin í samvinnu við RÚV en birt á YouTube. Baldvin Vernharðsson sá um kvikmyndatöku. Þau eru sömuleiðis með mynd í vinnslu um þátttöku sveitarinnar í Eurovision í Ísrael.Uppfært klukkan 10:33: Hér áður var vísað í eintak af myndinni sem var aðgengilegt á YouTube. Ábending barst frá rétthöfum um að myndinni hafi verið hlaðið upp í óleyfi og hefur hlekkurinn því verið fjarlægður.
Bíó og sjónvarp Eurovision Tónlist Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira