Innleiða hvata til að stuðla að laxeldi í lokuðum sjókvíum Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. maí 2019 15:00 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til að frumvarp sjávarútvegsráðherra um fiskeldi verði samþykkt. Verði frumvarpið að lögum verður áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest. Þá verða innleiddir fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna. Ein veigamesta breytingin sem lögð er til í frumvarpinu er lögfesting áhættumats erfðablöndunar. Verði frumvarpið að lögum verður Hafrannsóknastofnun gert skylt að vinna áhættumat þar sem fram komi það magn frjórra laxa sem leyfilegt er að ala í sjókvíum hverju sinni. Í gildandi lögum ræðst heildarframleiðsla á hverju svæði af útgefnu burðarþolsmati og framleiðslumagni sem kveðið er á um í rekstrarleyfum. Markmiðið með áhættumatinu, sem til stendur að lögfesta, er að koma í veg fyrir spjöll á villtum laxastofnum. Áhættumatið gerir ráð fyrir því að ef fjöldi eldislaaxa í veiðivatni fari yfir tiltekin viðmið þá hafi óafturkræfum skaða verið valdið eða sjálfbærri nýtingu villts stofns sé stefnt í hættu. Samkvæmt frumvarpinu þarf eldisfyrirtæki sem elur frjóan lax í sjókvíum að greiða ríkissjóði 20 SDR fyrir hvert tonn sem heimilt er að framleiða. Fyrirtæki sem elur ófrjóan lax, regnbogasilung eða styðst við lokaðar sjókvíar skal greiða minna eða 10 SDR fyrir hvert tonn. SDR er skammstöfun fyrir reiknieininguna Special Drawing Rights sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn notar og hefur það verið þýtt sem „sérstök dráttarréttindi“ á íslensku. Gildi SDR er reiknað út frá gengi körfu þeirra gjaldmiðla sem helst eru notaðir í milliríkjaviðskiptum. Í morgun var eitt SDR tæplega 170 íslenskar krónur samkvæmt reiknivél á vef Landsbankans. Til útskýringar þá myndi Arnarlax, eitt stærsta laxeldisfyrirtæki landsins, greiða ríkissjóði 17 milljónir króna fyrir framleiðslu á 10 þúsund tonnum af ófrjóum laxi í opnum sjókvíum miðað við þetta gengi á SDR, verði frumvarpið að lögum.Leggja til frekari lækkun fyrir lokaðar kvíar Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til breytingar á frumvarpinu til að hvetja fiskeldisfyrirtæki enn frekar til að stunda sjókvíaeldi í lokuðum sjókvíum. Breytingartillagan felst í því að þau fyrirtæki sem styðjast við lokaðar kvíar greiði 5 SDR fyrir hvert tonn en ekki 10 SDR eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Þessum fjárhæðum er ráðstafað í umhverfissjóð sjókvíaeldis. Gjaldtakan af laxeldisfyrirtækjunum er í öðru frumvarpi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram. Þar kemur fram að fjárhæð gjaldsins skuli miðast við nýjasta 12 mánaða meðaltal alþjóðlegs markaðsverðs á Atlantshafslaxi og á gjaldið af vera 3,5% af verðinu þegar það er 4,8 evrur á kílóið af slátruðum laxi eða hærra, 2% af verðinu þegar það er 4,3 evrur á kílóið eða hærra en þó lægra en 4,8 evrur en 0,5% af verðinu þegar söluverð er lægra en 4,3 evrur á kíló. Fram kemur í greinargerð með frumvarpi um gjaldtökuna að þess leið sé farin að færeyskri fyrirmynd en gjaldtakan á hvert kíló sé þó nokkuð lægri en í Færeyjum. „Með frumvarpi þessu er lagt til að efnislega samskonar ákvæði um reiknistofn gjaldtöku vegna laxeldis í sjókvíum verði tekið upp hér á landi. Þó þykir rétt að hafa heldur lægra gjaldhlutfall heldur en í Færeyjum. Þar hefur þýðingu að tekjuskattur er lægri í Færeyjum en hér á landi auk þess sem íslensk eldisfyrirtæki greiða þegar gjald í Umhverfissjóð sjókvíaeldis. Þá má nefna að hafnargjöld eru hér á landi lögð á samkvæmt verðmætisreikningi, sem þekkist ekki í Færeyjum. Þá hefur færeyskum eldisfyrirtækjum gengið óvenjulega vel í rekstri á undanförnum misserum, m.a. vegna aðgangs að Rússlandsmarkaði,“ segir í greinargerðinni. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, situr í atvinnuveganefnd Alþingis.Hægfara breyting sem endurspeglar meðalhóf Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, situr í atvinnuveganefnd Alþingis. Rætt var við Kolbein í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag um álit meirihluta atvinnuveganefndar vegna frumvarps um fiskeldi. Hvers vegna er ekki farin sú leið að banna fiskeldi í opnum sjókvíum? „Þegar stórt er spurt. Það er auðvitað búið að byggja upp atvinnurekstur akkúrat undir þeim formerkjum. Við erum kannski bara raunsætt að horfa til þess. Svo hlustum við á vísindamenn og þá sérstaklega Hafró. Vísindamenn hafa hannað þau tæki sem talin eru næg trygging þess að slíkt eldi hafi ekki skaðleg áhrif. Á móti telur meirihluti atvinnuveganefndar að við eigum að stefna að því, eftir því sem tækninni vindur fram, verði staðan í fiskeldi þannig að það verði ekki eldi á frjóum laxi í opnum kvíum,“ sagði Kolbeinn. Við þessi orð Kolbeins má bæta að það hefði að öllum líkindum ekki verið raunhæft fyrir löggjafann að banna laxeldi í opnum sjókvíum varanlega í einu vetfangi í ljósi réttmætra væntinga og fjárfestingar þeirra eldisfyrirtækja sem stunda eldi í opnum sjókvíum. Það má því segja að sú lagabreyting að örva tilfærslu í lokaðar sjókvíar með fjárhagslegum hvötum samrýmist betur meðalhófsreglunni. Það virðist vera langtímamarkmið stjórnvalda að fiskeldi í sjó verði eingöngu stundað í lokuðum sjókvíum. Áliti meirihluta atvinnuveganefndar endurspeglar þetta markmið ágætlega en fram kemur í álitinu að ráðast þurfi í endurskoðun á lagaumhverfi fiskeldis vegna örra tæknibreytinga á eldisbúnaði. Því leggur meirihlutinn til að tekið verði upp ákvæði í frumvarpið um að lögin verði endurskoðuð innan fimm ára, eigi síðar en 1. maí 2024. Alþingi Fiskeldi Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til að frumvarp sjávarútvegsráðherra um fiskeldi verði samþykkt. Verði frumvarpið að lögum verður áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest. Þá verða innleiddir fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna. Ein veigamesta breytingin sem lögð er til í frumvarpinu er lögfesting áhættumats erfðablöndunar. Verði frumvarpið að lögum verður Hafrannsóknastofnun gert skylt að vinna áhættumat þar sem fram komi það magn frjórra laxa sem leyfilegt er að ala í sjókvíum hverju sinni. Í gildandi lögum ræðst heildarframleiðsla á hverju svæði af útgefnu burðarþolsmati og framleiðslumagni sem kveðið er á um í rekstrarleyfum. Markmiðið með áhættumatinu, sem til stendur að lögfesta, er að koma í veg fyrir spjöll á villtum laxastofnum. Áhættumatið gerir ráð fyrir því að ef fjöldi eldislaaxa í veiðivatni fari yfir tiltekin viðmið þá hafi óafturkræfum skaða verið valdið eða sjálfbærri nýtingu villts stofns sé stefnt í hættu. Samkvæmt frumvarpinu þarf eldisfyrirtæki sem elur frjóan lax í sjókvíum að greiða ríkissjóði 20 SDR fyrir hvert tonn sem heimilt er að framleiða. Fyrirtæki sem elur ófrjóan lax, regnbogasilung eða styðst við lokaðar sjókvíar skal greiða minna eða 10 SDR fyrir hvert tonn. SDR er skammstöfun fyrir reiknieininguna Special Drawing Rights sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn notar og hefur það verið þýtt sem „sérstök dráttarréttindi“ á íslensku. Gildi SDR er reiknað út frá gengi körfu þeirra gjaldmiðla sem helst eru notaðir í milliríkjaviðskiptum. Í morgun var eitt SDR tæplega 170 íslenskar krónur samkvæmt reiknivél á vef Landsbankans. Til útskýringar þá myndi Arnarlax, eitt stærsta laxeldisfyrirtæki landsins, greiða ríkissjóði 17 milljónir króna fyrir framleiðslu á 10 þúsund tonnum af ófrjóum laxi í opnum sjókvíum miðað við þetta gengi á SDR, verði frumvarpið að lögum.Leggja til frekari lækkun fyrir lokaðar kvíar Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til breytingar á frumvarpinu til að hvetja fiskeldisfyrirtæki enn frekar til að stunda sjókvíaeldi í lokuðum sjókvíum. Breytingartillagan felst í því að þau fyrirtæki sem styðjast við lokaðar kvíar greiði 5 SDR fyrir hvert tonn en ekki 10 SDR eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Þessum fjárhæðum er ráðstafað í umhverfissjóð sjókvíaeldis. Gjaldtakan af laxeldisfyrirtækjunum er í öðru frumvarpi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram. Þar kemur fram að fjárhæð gjaldsins skuli miðast við nýjasta 12 mánaða meðaltal alþjóðlegs markaðsverðs á Atlantshafslaxi og á gjaldið af vera 3,5% af verðinu þegar það er 4,8 evrur á kílóið af slátruðum laxi eða hærra, 2% af verðinu þegar það er 4,3 evrur á kílóið eða hærra en þó lægra en 4,8 evrur en 0,5% af verðinu þegar söluverð er lægra en 4,3 evrur á kíló. Fram kemur í greinargerð með frumvarpi um gjaldtökuna að þess leið sé farin að færeyskri fyrirmynd en gjaldtakan á hvert kíló sé þó nokkuð lægri en í Færeyjum. „Með frumvarpi þessu er lagt til að efnislega samskonar ákvæði um reiknistofn gjaldtöku vegna laxeldis í sjókvíum verði tekið upp hér á landi. Þó þykir rétt að hafa heldur lægra gjaldhlutfall heldur en í Færeyjum. Þar hefur þýðingu að tekjuskattur er lægri í Færeyjum en hér á landi auk þess sem íslensk eldisfyrirtæki greiða þegar gjald í Umhverfissjóð sjókvíaeldis. Þá má nefna að hafnargjöld eru hér á landi lögð á samkvæmt verðmætisreikningi, sem þekkist ekki í Færeyjum. Þá hefur færeyskum eldisfyrirtækjum gengið óvenjulega vel í rekstri á undanförnum misserum, m.a. vegna aðgangs að Rússlandsmarkaði,“ segir í greinargerðinni. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, situr í atvinnuveganefnd Alþingis.Hægfara breyting sem endurspeglar meðalhóf Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, situr í atvinnuveganefnd Alþingis. Rætt var við Kolbein í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag um álit meirihluta atvinnuveganefndar vegna frumvarps um fiskeldi. Hvers vegna er ekki farin sú leið að banna fiskeldi í opnum sjókvíum? „Þegar stórt er spurt. Það er auðvitað búið að byggja upp atvinnurekstur akkúrat undir þeim formerkjum. Við erum kannski bara raunsætt að horfa til þess. Svo hlustum við á vísindamenn og þá sérstaklega Hafró. Vísindamenn hafa hannað þau tæki sem talin eru næg trygging þess að slíkt eldi hafi ekki skaðleg áhrif. Á móti telur meirihluti atvinnuveganefndar að við eigum að stefna að því, eftir því sem tækninni vindur fram, verði staðan í fiskeldi þannig að það verði ekki eldi á frjóum laxi í opnum kvíum,“ sagði Kolbeinn. Við þessi orð Kolbeins má bæta að það hefði að öllum líkindum ekki verið raunhæft fyrir löggjafann að banna laxeldi í opnum sjókvíum varanlega í einu vetfangi í ljósi réttmætra væntinga og fjárfestingar þeirra eldisfyrirtækja sem stunda eldi í opnum sjókvíum. Það má því segja að sú lagabreyting að örva tilfærslu í lokaðar sjókvíar með fjárhagslegum hvötum samrýmist betur meðalhófsreglunni. Það virðist vera langtímamarkmið stjórnvalda að fiskeldi í sjó verði eingöngu stundað í lokuðum sjókvíum. Áliti meirihluta atvinnuveganefndar endurspeglar þetta markmið ágætlega en fram kemur í álitinu að ráðast þurfi í endurskoðun á lagaumhverfi fiskeldis vegna örra tæknibreytinga á eldisbúnaði. Því leggur meirihlutinn til að tekið verði upp ákvæði í frumvarpið um að lögin verði endurskoðuð innan fimm ára, eigi síðar en 1. maí 2024.
Alþingi Fiskeldi Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira