„Ástandið væri betra ef fólk yrði duglegra við að flokka“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. maí 2019 16:07 Skjáskot úr myndbandinu sem Rakel Steinarsdóttir tók af urðunarsvæðinu á Vesturlandi. Myndband sem Rakel Steinarsdóttir birti af urðunarsvæðinu við Fíflholt á Mýrum á Vesturlandi hefur vakið mikla athygli undanfarna daga. Myndbandið birti hún síðastliðið sunnudagskvöld en þar mátti sjá hundruð rúmmetra af sorpi ofan í dal í hvarfi frá þjóðveginum vestur af Snæfellsnesi. Hefur þetta myndband komið mörgum í opna skjöldu sem hafa hugað að flokkum og endurvinnslu en Rakel sagði sjálf að það væri til lítils að hreinsa strandlengjuna af plasti ef gengið er frá því svona. Hrefna Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands hf. biður fólk hins vegar að gefast ekki upp á flokkuninni. Íslendingar eru á réttri leið að hennar mati þó viðhorfsbreytingin gangi hægt og hvetur atvinnulífið til að flokka betur. Hún segir allt gert til að halda sorpinu á sínum stað á urðunarsvæðinu en það ber að hylja þegar því er komið fyrir. Er sorpið hulið með mold sem fyrirtækið nær að drýgja með viðarspæni en nú er sá tími árs genginn í garð þar sem mófuglarnir sækja í svæðið og róta því upp. Þá sé eilífur höfuðverkur að berjast við rokið sem geti valdið usla. „Ástandið væri betra ef fólk yrði duglegra við að flokka,“ segir Hrefna en allt of mikið af plasti fer með blönduðum úrgangi. Ekki einungis frá heimilum heldur einnig frá fyrirtækjum sem eiga um helming af því sorpi sem Sorpurðun Vesturlands tekur við. „Atvinnulífið stendur sig verr að ég held en íbúarnir við að flokka rusl,“ segir Hrefna. Hún segir fyrirtækið starfa með leyfi Umhverfisstofnunar sem hefur eftirlit með starfseminni. Hrefna biður þá sem hafa flokkað sorp að gefast ekki upp við að sjá þessar myndir frá urðunarsvæðinu. „Ég held að við séum að við erum á réttri leið en þetta gengur bara of hægt. Það er alveg pottþétt að þeir sem flokka, þeirra úrgangur fer í réttan farveg. Hann er ekki að koma til okkar. Ég vil líka benda á atvinnulífið og ég sé til dæmis að við erum að fá alltof mikið plast frá fiskvinnslu,“ segir Hrefna. Hún segir urðun og eyðingu sorps vera kostnaðarsamt ferli og samfélagið verði að vera viðbúið að standa undir þeim kostnaði. Lausnirnar í dag byggi að stórum hluta á að flytja sorp úr landinu en ef fara ætti í þróaðri lausnir á Íslandi þyrfti að koma til meira fjármagn. „Sveitarfélög leggja á sorphirðugjald og íbúarnir verða ósáttir ef það verður of hátt. En það þarf að vera hátt til að standa undir þeim kostnaði sem nútímaumhverfi krefst.“ Sorpurðun Vesturlands hf. hefur leyfi til að taka við 15 þúsund tonnum af sorpi á ári. Í fyrra fór fyrirtækið yfir það leyfi en það tekur við sorpi af öllu Vesturlandi og Vestfjörðum. Þurfti fyrirtækið því að sækja um aukið magn sem það má taka við og segir Hrefna að umræða hafi skapast í kjölfarið um þetta urðunarsvæði. Borgarbyggð Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Myndband sem Rakel Steinarsdóttir birti af urðunarsvæðinu við Fíflholt á Mýrum á Vesturlandi hefur vakið mikla athygli undanfarna daga. Myndbandið birti hún síðastliðið sunnudagskvöld en þar mátti sjá hundruð rúmmetra af sorpi ofan í dal í hvarfi frá þjóðveginum vestur af Snæfellsnesi. Hefur þetta myndband komið mörgum í opna skjöldu sem hafa hugað að flokkum og endurvinnslu en Rakel sagði sjálf að það væri til lítils að hreinsa strandlengjuna af plasti ef gengið er frá því svona. Hrefna Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands hf. biður fólk hins vegar að gefast ekki upp á flokkuninni. Íslendingar eru á réttri leið að hennar mati þó viðhorfsbreytingin gangi hægt og hvetur atvinnulífið til að flokka betur. Hún segir allt gert til að halda sorpinu á sínum stað á urðunarsvæðinu en það ber að hylja þegar því er komið fyrir. Er sorpið hulið með mold sem fyrirtækið nær að drýgja með viðarspæni en nú er sá tími árs genginn í garð þar sem mófuglarnir sækja í svæðið og róta því upp. Þá sé eilífur höfuðverkur að berjast við rokið sem geti valdið usla. „Ástandið væri betra ef fólk yrði duglegra við að flokka,“ segir Hrefna en allt of mikið af plasti fer með blönduðum úrgangi. Ekki einungis frá heimilum heldur einnig frá fyrirtækjum sem eiga um helming af því sorpi sem Sorpurðun Vesturlands tekur við. „Atvinnulífið stendur sig verr að ég held en íbúarnir við að flokka rusl,“ segir Hrefna. Hún segir fyrirtækið starfa með leyfi Umhverfisstofnunar sem hefur eftirlit með starfseminni. Hrefna biður þá sem hafa flokkað sorp að gefast ekki upp við að sjá þessar myndir frá urðunarsvæðinu. „Ég held að við séum að við erum á réttri leið en þetta gengur bara of hægt. Það er alveg pottþétt að þeir sem flokka, þeirra úrgangur fer í réttan farveg. Hann er ekki að koma til okkar. Ég vil líka benda á atvinnulífið og ég sé til dæmis að við erum að fá alltof mikið plast frá fiskvinnslu,“ segir Hrefna. Hún segir urðun og eyðingu sorps vera kostnaðarsamt ferli og samfélagið verði að vera viðbúið að standa undir þeim kostnaði. Lausnirnar í dag byggi að stórum hluta á að flytja sorp úr landinu en ef fara ætti í þróaðri lausnir á Íslandi þyrfti að koma til meira fjármagn. „Sveitarfélög leggja á sorphirðugjald og íbúarnir verða ósáttir ef það verður of hátt. En það þarf að vera hátt til að standa undir þeim kostnaði sem nútímaumhverfi krefst.“ Sorpurðun Vesturlands hf. hefur leyfi til að taka við 15 þúsund tonnum af sorpi á ári. Í fyrra fór fyrirtækið yfir það leyfi en það tekur við sorpi af öllu Vesturlandi og Vestfjörðum. Þurfti fyrirtækið því að sækja um aukið magn sem það má taka við og segir Hrefna að umræða hafi skapast í kjölfarið um þetta urðunarsvæði.
Borgarbyggð Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira