Ísland á HM og gosið í Eyjafjallajökli vega þyngra en Hatari Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2019 18:33 Undir lok Eurovision-útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda. mynd/Skjáskot af vef RÚV Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. Þetta kom fram í máli Jökuls Logasonar framkvæmdastjóra HN markaðssamskipta en hann ræddi áhrif Hatara á álit annarra þjóða á Íslandi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að ef Hatari hafi lagt upp með að ögra hafi hljómsveitarmeðlimum tekist ætlunarverk sitt. „Að sama skapi ef maður skoðar, er þetta gott fyrir Ísland, landið Ísland, landkynning fyrir Ísland og svo framvegis, þá sjáum við alveg að það er umfjöllun og hefur verið umfjöllun um þennan gjörning, og þá meina ég í heild sinni frekar en bara fánana í lokin,“ sagði Ingvi.Sjá einnig: Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Þá vísaði hann í mikla fjölmiðlaumfjöllun sem hljómsveitin fékk í aðdraganda keppninnar, einkum af hálfu erlendra fjölmiðla, og eftir síðasta útspilið á lokakvöldinu. Þegar umfjöllunin sé hins vegar „talnagreind“ komi í ljós að hún skili sér ekki jafnmikið í áhuga á landi og þjóð og aðrir stórviðburðir. „Þá sjáum við samt að við erum ekki að vekja jafnmikinn áhuga á Íslandi út frá þessu eins og til dæmis veru okkar á HM síðasta sumar. Við sjáum að þar var mun meiri áhugi, mun meira leitað að þáttum tengdum Íslandi á þeim tíma heldur en var gert í kringum Eurovision núna,“ sagði Ingvi. „Hlutur eins og bara Eyjafjallajökull, sem við hefðum fyrir fram talið vera frekar neikvæða umfjöllun um Ísland, þ.e. landið lokaðist og umfjöllun um að hér væri eldgos og hætta á ferð. En það síðan, í enda dagsins, reyndist verða ein mesta auglýsingagjöf sem Ísland hefur upplifað. Þannig að við skulum kannski ekki alveg dæma þetta strax, við þurfum aðeins meiri tíma til að sjá það. […] Fótboltinn og eldgos eru enn þá stærri en tónlistin hjá okkur enn þann dag í dag.“Viðtalið við Ingva má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Eurovision Tengdar fréttir Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. Þetta kom fram í máli Jökuls Logasonar framkvæmdastjóra HN markaðssamskipta en hann ræddi áhrif Hatara á álit annarra þjóða á Íslandi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að ef Hatari hafi lagt upp með að ögra hafi hljómsveitarmeðlimum tekist ætlunarverk sitt. „Að sama skapi ef maður skoðar, er þetta gott fyrir Ísland, landið Ísland, landkynning fyrir Ísland og svo framvegis, þá sjáum við alveg að það er umfjöllun og hefur verið umfjöllun um þennan gjörning, og þá meina ég í heild sinni frekar en bara fánana í lokin,“ sagði Ingvi.Sjá einnig: Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Þá vísaði hann í mikla fjölmiðlaumfjöllun sem hljómsveitin fékk í aðdraganda keppninnar, einkum af hálfu erlendra fjölmiðla, og eftir síðasta útspilið á lokakvöldinu. Þegar umfjöllunin sé hins vegar „talnagreind“ komi í ljós að hún skili sér ekki jafnmikið í áhuga á landi og þjóð og aðrir stórviðburðir. „Þá sjáum við samt að við erum ekki að vekja jafnmikinn áhuga á Íslandi út frá þessu eins og til dæmis veru okkar á HM síðasta sumar. Við sjáum að þar var mun meiri áhugi, mun meira leitað að þáttum tengdum Íslandi á þeim tíma heldur en var gert í kringum Eurovision núna,“ sagði Ingvi. „Hlutur eins og bara Eyjafjallajökull, sem við hefðum fyrir fram talið vera frekar neikvæða umfjöllun um Ísland, þ.e. landið lokaðist og umfjöllun um að hér væri eldgos og hætta á ferð. En það síðan, í enda dagsins, reyndist verða ein mesta auglýsingagjöf sem Ísland hefur upplifað. Þannig að við skulum kannski ekki alveg dæma þetta strax, við þurfum aðeins meiri tíma til að sjá það. […] Fótboltinn og eldgos eru enn þá stærri en tónlistin hjá okkur enn þann dag í dag.“Viðtalið við Ingva má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00
Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00
Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56