Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2019 21:11 Hljómsveitin KEiiNO frá Noregi vann símakosninguna í úrslitum Eurovision í ár en hafnaði að endingu í 5. sæti þegar stig dómnefndar voru reiknuð með. Getty/Guy Prives Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. Yfir tvö þúsund manns hafa skrifað undir söfnunina sem stofnað var til í kjölfar úrslita Eurovision á laugardag, þar sem Holland bar sigur úr býtum. Hollenski flytjandinn, Duncan Laurence, hlaut 231 stig frá dómnefndum og 261 úr símakosningu en stig dómnefndar og símakosning gilda til helminga.Sjá einnig: Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Úrslit keppninnar hefðu þó farið á annan veg ef aðeins er horft til símakosningarinnar. Þar varð norska framlagið hlutskarpast með 291 stig en hafnaði í fimmta sæti að viðbættum dómnefndastigum. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar rökstyðja einmitt afstöðu sína með örlögum Noregs. „Atkvæði dómara geta breytt uppröðun landanna algjörlega og það er mjög ósanngjarnt í ljósi þess að dómnefndirnar eru aðeins nokkrar manneskjur frá hverju landi. Atkvæði þjóðanna ættu að vera einu atkvæðin sem skipta máli.“Eurovision-sérfræðingurinn Per Andre Sundnes sagði í samtali við Mbl daginn eftir úrslit Eurovision að Norðmönnum fyndist þeir sviknir vegna dómnefndakerfisins. Þá hefði Ísland hafnað í sjötta sæti í keppninni en ekki því tíunda ef dómnefnda hefði ekki notið við. Framlag Íslands fékk 48 stig frá dómnefndum en 186 úr símakosningu. Þá var Hatari, fulltrúi Íslands í keppninni, efstur í símakosningu á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar en hafnaði að endingu í þriðja sæti þegar stig dómnefndar voru reiknuð saman við. Töluverðar breytingar hafa orðið á kosningakerfi Eurovision í gegnum tíðina en árin 2003-8 var aðeins notast við símakosningu, eftir að dómnefndir höfðu komið að stigagjöfinni frá stofnun keppninnar. Dómnefndakerfið var svo tekið upp að nýju árið 2009 en hefur síðan tekið nokkrum breytingum. Eurovision Tengdar fréttir Hatari þriðji á fyrra undanúrslitakvöldinu Hatari og lag þeirra Hatrið mun sigra hafnaði í þriðja sæti á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision á þriðjudag. 19. maí 2019 00:02 Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36 Tólf stig frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fékk tólf stig úr símakosningu frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi. 19. maí 2019 09:08 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. Yfir tvö þúsund manns hafa skrifað undir söfnunina sem stofnað var til í kjölfar úrslita Eurovision á laugardag, þar sem Holland bar sigur úr býtum. Hollenski flytjandinn, Duncan Laurence, hlaut 231 stig frá dómnefndum og 261 úr símakosningu en stig dómnefndar og símakosning gilda til helminga.Sjá einnig: Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Úrslit keppninnar hefðu þó farið á annan veg ef aðeins er horft til símakosningarinnar. Þar varð norska framlagið hlutskarpast með 291 stig en hafnaði í fimmta sæti að viðbættum dómnefndastigum. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar rökstyðja einmitt afstöðu sína með örlögum Noregs. „Atkvæði dómara geta breytt uppröðun landanna algjörlega og það er mjög ósanngjarnt í ljósi þess að dómnefndirnar eru aðeins nokkrar manneskjur frá hverju landi. Atkvæði þjóðanna ættu að vera einu atkvæðin sem skipta máli.“Eurovision-sérfræðingurinn Per Andre Sundnes sagði í samtali við Mbl daginn eftir úrslit Eurovision að Norðmönnum fyndist þeir sviknir vegna dómnefndakerfisins. Þá hefði Ísland hafnað í sjötta sæti í keppninni en ekki því tíunda ef dómnefnda hefði ekki notið við. Framlag Íslands fékk 48 stig frá dómnefndum en 186 úr símakosningu. Þá var Hatari, fulltrúi Íslands í keppninni, efstur í símakosningu á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar en hafnaði að endingu í þriðja sæti þegar stig dómnefndar voru reiknuð saman við. Töluverðar breytingar hafa orðið á kosningakerfi Eurovision í gegnum tíðina en árin 2003-8 var aðeins notast við símakosningu, eftir að dómnefndir höfðu komið að stigagjöfinni frá stofnun keppninnar. Dómnefndakerfið var svo tekið upp að nýju árið 2009 en hefur síðan tekið nokkrum breytingum.
Eurovision Tengdar fréttir Hatari þriðji á fyrra undanúrslitakvöldinu Hatari og lag þeirra Hatrið mun sigra hafnaði í þriðja sæti á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision á þriðjudag. 19. maí 2019 00:02 Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36 Tólf stig frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fékk tólf stig úr símakosningu frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi. 19. maí 2019 09:08 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Hatari þriðji á fyrra undanúrslitakvöldinu Hatari og lag þeirra Hatrið mun sigra hafnaði í þriðja sæti á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision á þriðjudag. 19. maí 2019 00:02
Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36
Tólf stig frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fékk tólf stig úr símakosningu frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi. 19. maí 2019 09:08