Mestu breytingar á leigubílaakstri í áratugi Sighvatur Jónsson skrifar 22. maí 2019 14:30 Frumvarp til nýrra laga um leigubifreiðar var birt í samráðsgátt stjórnvalda síðastliðinn föstudag. Í nýju frumvarpi um akstur leigubíla er lagt til að svokölluð takmörkunarsvæði verði afnumin og fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa sömuleiðis. Formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama segir leigubílstjóra ósátta við breytingarnar sem frumvarpið felur í sér, þær séu þær mestu í áratugi. Meðal annars er lagt til að takmörkunarsvæði verði afnumin þannig að leigubílstjórar geti starfað á hvaða svæði sem er. Þá er lagt til að fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa verði afnumdar sem og skylda leigubifreiða til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð. Páll Valdimarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, segir að verið sé að opna löggjöfina í takti við breytingar í nágrannalöndunum. Hann segir leigubílstjóra ósátta við tillögurnar sem gangi ekki upp á svo smáum markaði sem Ísland sé. „Það eru nokkur atriði sem við gerum athugasemd við. Í fyrsta lagi ótakmarkaður aðgangur að stéttinni sem endar yfirleitt þannig að það hækkar verð, þjónusta versnar og það verður ekki nokkur leið að lifa af þessu,“ segir Páll. Páll kveðst ekki sjá tækifæri í því að leigubílstjórar geti nýtt leyfi sín á fleiri svæðum og í fleiri sveitarfélögum en áður. Hann óttast að of margir bílstjórar verði þá um hituna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum sem dæmi. Bílstjórar gagnrýni einnig afnám svokallaðra vinnuskyldu sem kveður á um að leigubílstjórar vinni við fagið í minnst 40 klukkustundir á viku. „Það þýðir það að menn geta fengið leyfi og farið að keyra í tvo til þrjá tíma, unnið fulla vinnu og keyrt leigubíl með. Ég get hins vegar ekki ímyndað mér að þetta fari svona í gegn því þetta er illa ígrundað,“ segir Páll Valdimarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama. Kjaramál Leigubílar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Í nýju frumvarpi um akstur leigubíla er lagt til að svokölluð takmörkunarsvæði verði afnumin og fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa sömuleiðis. Formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama segir leigubílstjóra ósátta við breytingarnar sem frumvarpið felur í sér, þær séu þær mestu í áratugi. Meðal annars er lagt til að takmörkunarsvæði verði afnumin þannig að leigubílstjórar geti starfað á hvaða svæði sem er. Þá er lagt til að fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa verði afnumdar sem og skylda leigubifreiða til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð. Páll Valdimarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, segir að verið sé að opna löggjöfina í takti við breytingar í nágrannalöndunum. Hann segir leigubílstjóra ósátta við tillögurnar sem gangi ekki upp á svo smáum markaði sem Ísland sé. „Það eru nokkur atriði sem við gerum athugasemd við. Í fyrsta lagi ótakmarkaður aðgangur að stéttinni sem endar yfirleitt þannig að það hækkar verð, þjónusta versnar og það verður ekki nokkur leið að lifa af þessu,“ segir Páll. Páll kveðst ekki sjá tækifæri í því að leigubílstjórar geti nýtt leyfi sín á fleiri svæðum og í fleiri sveitarfélögum en áður. Hann óttast að of margir bílstjórar verði þá um hituna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum sem dæmi. Bílstjórar gagnrýni einnig afnám svokallaðra vinnuskyldu sem kveður á um að leigubílstjórar vinni við fagið í minnst 40 klukkustundir á viku. „Það þýðir það að menn geta fengið leyfi og farið að keyra í tvo til þrjá tíma, unnið fulla vinnu og keyrt leigubíl með. Ég get hins vegar ekki ímyndað mér að þetta fari svona í gegn því þetta er illa ígrundað,“ segir Páll Valdimarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama.
Kjaramál Leigubílar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira