Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2019 21:07 Bára Halldórsdóttir. Vísir/Vilhelm Bára Halldórsdóttir átti ekki í „samverknaði“ þegar hún tók upp samtal þingmanna Miðflokksins á barnum Klaustri í nóvember í fyrra, líkt og Miðflokksmenn og lögmaður þeirra hafa ítrekað sett fram kenningar um. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. Fyrr í kvöld var sagt frá því að Persónuvernd hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið persónuverndarlög með upptökunum. Í úrskurðinum kemur einnig fram að ekki þyki tilefni til að leggja stjórnvaldssekt á Báru, líkt og Miðflokksmenn höfðu gert kröfu um. Litið var til þess að upptakan hafi farið fram í rými sem almenningur hafði aðgang að, þótt hún færi vissulega „úr hófi fram vegna þess langa tíma sem hún stóð yfir“.Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustri eins og frægt er orðið.VísirÞá er tekið fram að samræðurnar, sem Bára tók upp á Klaustri, hafi „orðið tilefni til mikillar umræðu í samfélaginu um háttsemi þjóðkjörinna fulltrúa.“ Þingmenn Miðflokksins hafa jafnframt sakað Báru um að hafa komið á Klaustur að yfirlögðu ráði, skipulagt „aðgerðina“ vel og haft sér vitorðsmenn til aðstoðar. Bent er á í úrskurði Persónuverndar að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós neinn „samverknað“, líkt og Miðflokksmenn hafa haldið fram í erindum sínum til Persónuverndar.Sjá einnig: Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þegar litið sé til alls framangreinds, einkum tilgangs vinnslunnar og kringumstæðna að öðru leyti, þyki ekki tilefni til að leggja sekt á Báru. Hins vegar mælir Persónuvernd fyrir um að Bára skuli eyða upptökunni eigi síðar en 5. júní, líkt og áður hefur komið fram. Persónuvernd hafnaði kröfu Miðflokksmanna um frekari gagnaöflun í málinu í lok apríl en þeir höfðu m.a. óskað eftir frekara efni úr eftirlitsmyndavélum umrætt kvöld á Klaustri, upplýsingum um greiðslum inn á reikning Báru og símtöl og smáskilaboð til hennar. Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30 Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Bára Halldórsdóttir átti ekki í „samverknaði“ þegar hún tók upp samtal þingmanna Miðflokksins á barnum Klaustri í nóvember í fyrra, líkt og Miðflokksmenn og lögmaður þeirra hafa ítrekað sett fram kenningar um. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. Fyrr í kvöld var sagt frá því að Persónuvernd hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið persónuverndarlög með upptökunum. Í úrskurðinum kemur einnig fram að ekki þyki tilefni til að leggja stjórnvaldssekt á Báru, líkt og Miðflokksmenn höfðu gert kröfu um. Litið var til þess að upptakan hafi farið fram í rými sem almenningur hafði aðgang að, þótt hún færi vissulega „úr hófi fram vegna þess langa tíma sem hún stóð yfir“.Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustri eins og frægt er orðið.VísirÞá er tekið fram að samræðurnar, sem Bára tók upp á Klaustri, hafi „orðið tilefni til mikillar umræðu í samfélaginu um háttsemi þjóðkjörinna fulltrúa.“ Þingmenn Miðflokksins hafa jafnframt sakað Báru um að hafa komið á Klaustur að yfirlögðu ráði, skipulagt „aðgerðina“ vel og haft sér vitorðsmenn til aðstoðar. Bent er á í úrskurði Persónuverndar að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós neinn „samverknað“, líkt og Miðflokksmenn hafa haldið fram í erindum sínum til Persónuverndar.Sjá einnig: Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þegar litið sé til alls framangreinds, einkum tilgangs vinnslunnar og kringumstæðna að öðru leyti, þyki ekki tilefni til að leggja sekt á Báru. Hins vegar mælir Persónuvernd fyrir um að Bára skuli eyða upptökunni eigi síðar en 5. júní, líkt og áður hefur komið fram. Persónuvernd hafnaði kröfu Miðflokksmanna um frekari gagnaöflun í málinu í lok apríl en þeir höfðu m.a. óskað eftir frekara efni úr eftirlitsmyndavélum umrætt kvöld á Klaustri, upplýsingum um greiðslum inn á reikning Báru og símtöl og smáskilaboð til hennar.
Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30 Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46
Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30
Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46