Handbolti

Elvar Örn: Ætlaði ekki að fara fyrr en ég myndi vinna titil

Arnar Helgi Magnússon skrifar
Selfyssingar fagna.
Selfyssingar fagna. vísir/vilhelm
Elvar Örn Jónsson kvaddi Selfyssinga með Íslandsmeistaratitli í kvöld þegar hans lið sigraði Hauka örugglega, 35-25, og tryggðu sér um leið Íslandsmeistaratitilinn.

 

Hann mun fylgja Patreki Jóhannessyni í dönsku úrvalsdeildina þar sem að þeir félagar munu starfa fyrir Skjern.

 

„Við spiluðum frábæra vörn í þessum leik og Sölvi var geggjaður. Það var það sem að skilaði sigrinum. Þetta var hörku einvígi og allir leikirnir jafnir nema kannski þessi þrátt fyrir að fyrri hálfleikurinn hafi verið frekar jafn.“

 

„Við vorum alltaf skrefinu á undan og við lokuðum þessu síðan, frábær liðsheild.“

Elvar segir að sigurinn hafi ekki verið í höfn fyrr en á allra síðustu mínútunum í leiknum.

 

„Ég var alltaf stressaður um að við myndum detta í eitthvað kæruleysi en ég þekki strákana og við ætluðum allir að vinna þessa dollu hér á Selfossi. Það var ekki í boði að fara á Ásvelli í oddaleik. Við vildum lyfta titlinum fyrir framan fólkið.“

 

Að lyfta titlinum fyrir framan stuðningsmenn sína er einn af hápunktum á stuttri ævi Elvars, segir hann sjálfur.

 

„Tilfinningin er frábær. Þetta er eitt það besta sem ég hef upplifað á ævinni. Þetta er draumaendir áður en að ég fer út. Ég ætlaði ekki að fara fyrr en ég myndi ná titli.“

 

„Ég veit ekki hvar ég finn svona stuðningsmenn. Þeir styðja við bakið á okkur í gegnum allt, sama hvort að við töpum eða vinnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×