Lífeyrissjóðir eignast helmingshlut í HS Orku Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2019 10:21 Jarðvarmavirkjunin að Svartsengi á Reykjanesi sem er í eigu HS Orku. Vísir/Vilhelm Jarðvarmi slhf, félag 14 lífeyrissjóða, hefur ákveðið að nýta forkaupsrétt sinn í HS Orku á tæplega 54 prósenta hlut kanadíska orkufyrirtækisins Innergex í HS Orku - og þannig eignast allt hlutafé í félaginu. Til hafði staðið að ástralski fjárfestingabankinn Macquarie myndi kaupa félagið Magma Energy Sweden A.B, sem fer með fyrrnefndan 54 prósent hlut, en með ákvörðun Jarðvarma verður ekkert af þeim viðskiptum. Þá mun Ancala Partners, erlendur samstarfsaðili Jarðvarma í framhaldinu kaupa 50% hlut í HS Orku á móti Jarðvarma, að því er fram kemur í tilkynningu frá síðarnefnda félaginu. Í tilkynningu Innergex til kanadísku kauphallarinnar í morgun segir að kaupverðið sé 299,9 milljónir dala, jafnvirði um 37,3 milljarða króna. Markaðsvirði HS Orku, miðað við kaupverð Jarðvarma, er því um 69 milljarðar króna. Kaupin voru samþykkt á hluthafafundi Jarðvarma þann 9. apríl síðastliðinn. Fagfjárfestasjóðurinn ORK seldi Jarðvarma 12,7 prósent hlut sinn í HS orku í upphafi apríl síðastliðins fyrir um 8,5 milljarða króna. Fyrir kaupin á hlut ORK í apríl átti Jarðvarmi rúmlega þriðjungshlut í HS Orku. Samanlagt kaupverð Jarðvarma á hlutum ORK og og Inngex nema því um 47 milljörðum króna.Samhliða þessu mun nýtt félag, Blávarmi slhf., sem er í eigu sömu lífeyrissjóða og Jarðvarmi eignast 30% hlut HS Orku í Bláa Lóninu. Kaupverð eignarhlutarins er um 15 milljarðar króna. Ráðgjafar Innergex í söluferlinu voru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory. Ráðgjafar Jarðvarma í þessum viðskiptum voru Arctica Finance, SKR lögfræðiþjónusta og Advel lögmenn. Ancala Partners er breskt sjóðastýringarfyrirtæki sem sérhæfir sig í evrópskum innviðafjárfestingum. Eins og fram kemur í tilkynningu Innergex hófst söluferlið á eignarhlut félagsins í október í fyrra. HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og jafnframt eina orkufyrirtækið á Íslandi sem er í eigu einkafjárfesta. Rekstrartekjur félagsins árið 2018 voru 8,9 milljarðar króna. Haft er eftir Davíð Runólfssyni, stjórnarformanni Jarðvarma og Blávarma, í tilkynningu fyrrnefnda félagsins að með þessum viðskiptum skapist stöðugleiki um eignarhald á HS Orku til framtíðar. „Sérfræðiþekking Ancala á sviði endurnýjanlegrar orku og sameiginleg sýn okkar á þau tækifæri sem eru til staðar fyrir HS Orku til lengri tíma gerir Ancala að ákjósanlegum meðeiganda. Fram undan eru spennandi tækifæri við frekari uppbyggingu HS Orku. Þá er Bláa Lónið kjölfesta í íslenskri ferðaþjónustu sem hefur byggt upp sterkt alþjóðlegt vörumerki. Uppbygging síðustu ára skapar tækifæri til enn frekari vaxtar sem eigendur Blávarma hyggjast taka fullan þátt í,“ segir Davíð. Eigendur Jarðvarma slhf eru: Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi - lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, Festa - Lífeyrissjóður, Almenni Lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Stapi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka íslands, Lífsverk lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna og Lífeyrissjóður bænda Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá Jarðvarma. Lífeyrissjóðir Orkumál Tengdar fréttir Vilja nýta kaupréttinn í HS Orku Tillaga stjórnar Jarðvarma, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, um að ganga inn í viðskipti um kaup á 54 prósenta eignarhlut í HS Orku var samþykkt á hluthafafundi félagsins í gærmorgun. 10. apríl 2019 07:00 Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin. 8. apríl 2019 09:00 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Jarðvarmi slhf, félag 14 lífeyrissjóða, hefur ákveðið að nýta forkaupsrétt sinn í HS Orku á tæplega 54 prósenta hlut kanadíska orkufyrirtækisins Innergex í HS Orku - og þannig eignast allt hlutafé í félaginu. Til hafði staðið að ástralski fjárfestingabankinn Macquarie myndi kaupa félagið Magma Energy Sweden A.B, sem fer með fyrrnefndan 54 prósent hlut, en með ákvörðun Jarðvarma verður ekkert af þeim viðskiptum. Þá mun Ancala Partners, erlendur samstarfsaðili Jarðvarma í framhaldinu kaupa 50% hlut í HS Orku á móti Jarðvarma, að því er fram kemur í tilkynningu frá síðarnefnda félaginu. Í tilkynningu Innergex til kanadísku kauphallarinnar í morgun segir að kaupverðið sé 299,9 milljónir dala, jafnvirði um 37,3 milljarða króna. Markaðsvirði HS Orku, miðað við kaupverð Jarðvarma, er því um 69 milljarðar króna. Kaupin voru samþykkt á hluthafafundi Jarðvarma þann 9. apríl síðastliðinn. Fagfjárfestasjóðurinn ORK seldi Jarðvarma 12,7 prósent hlut sinn í HS orku í upphafi apríl síðastliðins fyrir um 8,5 milljarða króna. Fyrir kaupin á hlut ORK í apríl átti Jarðvarmi rúmlega þriðjungshlut í HS Orku. Samanlagt kaupverð Jarðvarma á hlutum ORK og og Inngex nema því um 47 milljörðum króna.Samhliða þessu mun nýtt félag, Blávarmi slhf., sem er í eigu sömu lífeyrissjóða og Jarðvarmi eignast 30% hlut HS Orku í Bláa Lóninu. Kaupverð eignarhlutarins er um 15 milljarðar króna. Ráðgjafar Innergex í söluferlinu voru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory. Ráðgjafar Jarðvarma í þessum viðskiptum voru Arctica Finance, SKR lögfræðiþjónusta og Advel lögmenn. Ancala Partners er breskt sjóðastýringarfyrirtæki sem sérhæfir sig í evrópskum innviðafjárfestingum. Eins og fram kemur í tilkynningu Innergex hófst söluferlið á eignarhlut félagsins í október í fyrra. HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og jafnframt eina orkufyrirtækið á Íslandi sem er í eigu einkafjárfesta. Rekstrartekjur félagsins árið 2018 voru 8,9 milljarðar króna. Haft er eftir Davíð Runólfssyni, stjórnarformanni Jarðvarma og Blávarma, í tilkynningu fyrrnefnda félagsins að með þessum viðskiptum skapist stöðugleiki um eignarhald á HS Orku til framtíðar. „Sérfræðiþekking Ancala á sviði endurnýjanlegrar orku og sameiginleg sýn okkar á þau tækifæri sem eru til staðar fyrir HS Orku til lengri tíma gerir Ancala að ákjósanlegum meðeiganda. Fram undan eru spennandi tækifæri við frekari uppbyggingu HS Orku. Þá er Bláa Lónið kjölfesta í íslenskri ferðaþjónustu sem hefur byggt upp sterkt alþjóðlegt vörumerki. Uppbygging síðustu ára skapar tækifæri til enn frekari vaxtar sem eigendur Blávarma hyggjast taka fullan þátt í,“ segir Davíð. Eigendur Jarðvarma slhf eru: Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi - lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, Festa - Lífeyrissjóður, Almenni Lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Stapi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka íslands, Lífsverk lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna og Lífeyrissjóður bænda Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá Jarðvarma.
Lífeyrissjóðir Orkumál Tengdar fréttir Vilja nýta kaupréttinn í HS Orku Tillaga stjórnar Jarðvarma, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, um að ganga inn í viðskipti um kaup á 54 prósenta eignarhlut í HS Orku var samþykkt á hluthafafundi félagsins í gærmorgun. 10. apríl 2019 07:00 Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin. 8. apríl 2019 09:00 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Vilja nýta kaupréttinn í HS Orku Tillaga stjórnar Jarðvarma, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, um að ganga inn í viðskipti um kaup á 54 prósenta eignarhlut í HS Orku var samþykkt á hluthafafundi félagsins í gærmorgun. 10. apríl 2019 07:00
Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin. 8. apríl 2019 09:00