Gunnar Nelson og Eygló Ósk eru andlit samfélagsmiðlaherferðarinnar „Hreinn árangur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 16:00 Íþróttastjörnurnar Gunnar Nelson og Eygló Ósk Gústafsdóttir tala fyrir hreinum árangri í sinni íþróttaiðkun. Mynd/hreinnarangur.is. Lyfjaeftirlit Íslands hefur hrint af stað samfélagsmiðlaherferð undir yfirskriftinni „Hreinn árangur“. Átakið snýst um að stuðla að heilbrigðri líkamsrækt og íþróttum þar sem hreinn árangur í hvoru tveggja næst eingöngu með heilbrigðri þjálfun. Markmiðið er að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna og eru félög hvött til þess að dreifa skilaboðunum áfram innan sinna raða. Það kemur fram á heimasíðu herferðarinnar að notkun sé algengari en margir halda og hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins. Ólögleg lyfjanotkun er líka ekki einkamál og skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Sumar aukaverkanir geta verið óafturkræfar, hvort sem þær eru kynbundnar eða ekki. Nánar má lesa um átakið á slóðinni hreinnarangur.is og á Facebook-síðu verkefnisins. ÍSÍ hvetur fólk til þess að kíkja á facebookfilterinn, en þar er hægt að nota filterinn Hreinn árangur. Íþróttastjörnurnar Gunnar Nelson og Eygló Ósk Gústafsdóttir tala fyrir hreinum árangri í sinni íþróttaiðkun og eru að sjálfsögðu búin að prófa filterinn. Hér fyrir neðan má sjá útskýringar á heimasíðu herferðarinnar hreinnarangur.is.Hreinn árangur Hrein líkamsrækt er ein sterkasta forvörnin gegn alls kyns sjúkdómum og heilsuvá - líkamlegum og andlegum. Það er ekki hægt að stytta sér leið að hreinum árangri - það er einfaldlega enginn afsláttur af því. Að nota ólögleg frammistöðubætandi efni og lyf stríðir gegn öllu því sem íþróttir og líkams- og heilsurækt standa fyrir. Taktu þátt í að vera fyrirmynd og stundaðu líkamsrækt og íþróttir á hreinan hátt. Með samstilltu átaki er hægt að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra árangursbætandi efna.Notkun er algengari en margir halda Lyfjamisnotkun tíðkast hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins. Notkun anabólískra stera er algengasta og þekktasta lyfjamisnotkunin. Hvatar að baki notkun stera er oft löngun til að bæta árangur í íþróttum og/eða til að hafa áhrif á útlit. Öll efni sem veita tilætluð áhrif geta einnig valdið aukaverkunum.Ólögleg lyfjanotkun er ekki einkamál Skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Það er alltaf einstaklingsbundið. Hvernig áhrif koma fram getur farið eftir kyni, skammtastærð, lengd notkunar, tegund efna og hvernig efnin eru notuð. Vöðvavöxtur sem fylgir lyfjamisnotkun gengur til baka þegar notkun er hætt en skaðlegar aukaverkanir geta þó verið viðvarandi.Þekktar aukaverkanir Líkamlegar aukaverkanir anabólískra stera og annarra hormóna hafa lengi verið þekktar. Nýlegar rannsóknir sýna að auk líkamlegra aukaverkana geta andlegar aukaverkanir haft gríðarlega alvarleg áhrif á heilsu. Sumar aukaverkanir geta verið óafturkræfar, hvort sem þær eru kynbundnar eða ekki. Íþróttir Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sjá meira
Lyfjaeftirlit Íslands hefur hrint af stað samfélagsmiðlaherferð undir yfirskriftinni „Hreinn árangur“. Átakið snýst um að stuðla að heilbrigðri líkamsrækt og íþróttum þar sem hreinn árangur í hvoru tveggja næst eingöngu með heilbrigðri þjálfun. Markmiðið er að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna og eru félög hvött til þess að dreifa skilaboðunum áfram innan sinna raða. Það kemur fram á heimasíðu herferðarinnar að notkun sé algengari en margir halda og hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins. Ólögleg lyfjanotkun er líka ekki einkamál og skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Sumar aukaverkanir geta verið óafturkræfar, hvort sem þær eru kynbundnar eða ekki. Nánar má lesa um átakið á slóðinni hreinnarangur.is og á Facebook-síðu verkefnisins. ÍSÍ hvetur fólk til þess að kíkja á facebookfilterinn, en þar er hægt að nota filterinn Hreinn árangur. Íþróttastjörnurnar Gunnar Nelson og Eygló Ósk Gústafsdóttir tala fyrir hreinum árangri í sinni íþróttaiðkun og eru að sjálfsögðu búin að prófa filterinn. Hér fyrir neðan má sjá útskýringar á heimasíðu herferðarinnar hreinnarangur.is.Hreinn árangur Hrein líkamsrækt er ein sterkasta forvörnin gegn alls kyns sjúkdómum og heilsuvá - líkamlegum og andlegum. Það er ekki hægt að stytta sér leið að hreinum árangri - það er einfaldlega enginn afsláttur af því. Að nota ólögleg frammistöðubætandi efni og lyf stríðir gegn öllu því sem íþróttir og líkams- og heilsurækt standa fyrir. Taktu þátt í að vera fyrirmynd og stundaðu líkamsrækt og íþróttir á hreinan hátt. Með samstilltu átaki er hægt að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra árangursbætandi efna.Notkun er algengari en margir halda Lyfjamisnotkun tíðkast hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins. Notkun anabólískra stera er algengasta og þekktasta lyfjamisnotkunin. Hvatar að baki notkun stera er oft löngun til að bæta árangur í íþróttum og/eða til að hafa áhrif á útlit. Öll efni sem veita tilætluð áhrif geta einnig valdið aukaverkunum.Ólögleg lyfjanotkun er ekki einkamál Skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Það er alltaf einstaklingsbundið. Hvernig áhrif koma fram getur farið eftir kyni, skammtastærð, lengd notkunar, tegund efna og hvernig efnin eru notuð. Vöðvavöxtur sem fylgir lyfjamisnotkun gengur til baka þegar notkun er hætt en skaðlegar aukaverkanir geta þó verið viðvarandi.Þekktar aukaverkanir Líkamlegar aukaverkanir anabólískra stera og annarra hormóna hafa lengi verið þekktar. Nýlegar rannsóknir sýna að auk líkamlegra aukaverkana geta andlegar aukaverkanir haft gríðarlega alvarleg áhrif á heilsu. Sumar aukaverkanir geta verið óafturkræfar, hvort sem þær eru kynbundnar eða ekki.
Íþróttir Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sjá meira