Breytti Klaustursmálinu í myndasögu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2019 22:30 Þarna tekur Elísabet fyrir ummæli Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins um Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Mynd/Elísabet Rún Myndasaga um Klaustursmálið eftir íslensku listakonuna Elísabetu Rún birtist á vefritinu The Nib í gær. Hún túlkar þar ummæli Klaustursþingmannanna, og aðrar persónur og leikendur málsins, í myndum og setur málið í samhengi við sambærilega stjórnmálaskandala úti í heimi - allt á ensku. The Nib var stofnað árið 2013 en þar birtast daglega myndasögur og greinar um málefni líðandi stundar og hefur vefurinn farið ört stækkandi síðustu ár. Elísabet stundar nám í myndasögugerð í Frakklandi og segir það mikinn heiður að fá verk sín birt á vefnum. Elísabet rekur Klaustursmálið nokkuð ítarlega í myndasögunni, sem ber titilinn „Sex stjórnmálamenn ganga inn á bar“, og í henni má sjá helstu persónur og leikendur: m.a. sex þingmenn Miðflokksins sem ræddu saman umrætt kvöld, uppljóstrarann Báru Halldórsdóttur og fyrrverandi varaþingmanninn Freyju Haraldsdóttur, sem getið er í samtölum Miðflokksmanna.Elísabet Rún stundar nám í myndasögugerð í borginni Angoulême í Frakklandi.Mynd/AðsendFannst málið eiga erindi út fyrir Ísland Elísabet segist hafa mikinn áhuga á svokallaðri myndasögublaðamennsku og hefur unnið verkefni tengd slíku í skólanum, nú síðast myndasögu um nýja loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þennan áhuga hafi hún ákveðið að nýta í myndræna fréttaskýringu um Klaustursmálið. „Svo kom þetta mál upp í nóvember og ég, eins og flestir Íslendingar var mjög hneyksluð,“ segir Elísabet. „Ég fylgdist með og fannst eins og ég yrði að skrifa um þetta, og að þetta ætti erindi við aðra en bara Íslendinga.“ Elísabet stakk fyrst upp á umfjöllun um Klaustursmálið við ritstjóra The Nib í janúar. Þá hafi tekið við nokkuð langt ferli sem lauk svo loks með birtingu myndasögunnar á vefnum í gær. Tengdi við aðra skandala Aðspurð segist Elísabet ekki hafa orðið vör við mikil viðbrögð erlendis frá vegna myndasögunnar og umfjöllunarefnisins, enda hafi sagan bara birst í gær og þá sé ekki athugasemdakerfi á vefnum sem veiti annars innsýn inn í viðbrögð netverja. Ritstjórunum hafi þó fundist málið athyglisvert frá upphafi og lögðu til að Elísabet tengdi Klaustursupptökurnar við aðra sambærilega „skandala“. Og þar kenndi ýmissa grasa. „Í fyrsta lagi Trump, það lá beint við, upptökurnar úr Access Hollywood. Ég minnist líka á upptöku af frönskum fjármálaráðherra sem var með leynda reikninga í skattaskjóli og svo náðist upptaka af hollenskum þingmanni. Svo var líka atvik í Póllandi sem ég talaði aðeins um.“En hvað var erfiðast við að teikna og skrifa myndasöguna?„Það var eiginlega þegar ég var að lesa mér til um fleiri uppljóstranir og skandala, að sjá hvað það er mikið af slíku til, á öllum tímum frá upphafi.“ Myndasögu Elísabetar um Klaustursmálið má lesa í heild hér.Uppljóstrarinn Bára Halldórsdóttir í túlkun Elísabetar.Mynd/Elísabet rún Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Myndasaga um Klaustursmálið eftir íslensku listakonuna Elísabetu Rún birtist á vefritinu The Nib í gær. Hún túlkar þar ummæli Klaustursþingmannanna, og aðrar persónur og leikendur málsins, í myndum og setur málið í samhengi við sambærilega stjórnmálaskandala úti í heimi - allt á ensku. The Nib var stofnað árið 2013 en þar birtast daglega myndasögur og greinar um málefni líðandi stundar og hefur vefurinn farið ört stækkandi síðustu ár. Elísabet stundar nám í myndasögugerð í Frakklandi og segir það mikinn heiður að fá verk sín birt á vefnum. Elísabet rekur Klaustursmálið nokkuð ítarlega í myndasögunni, sem ber titilinn „Sex stjórnmálamenn ganga inn á bar“, og í henni má sjá helstu persónur og leikendur: m.a. sex þingmenn Miðflokksins sem ræddu saman umrætt kvöld, uppljóstrarann Báru Halldórsdóttur og fyrrverandi varaþingmanninn Freyju Haraldsdóttur, sem getið er í samtölum Miðflokksmanna.Elísabet Rún stundar nám í myndasögugerð í borginni Angoulême í Frakklandi.Mynd/AðsendFannst málið eiga erindi út fyrir Ísland Elísabet segist hafa mikinn áhuga á svokallaðri myndasögublaðamennsku og hefur unnið verkefni tengd slíku í skólanum, nú síðast myndasögu um nýja loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þennan áhuga hafi hún ákveðið að nýta í myndræna fréttaskýringu um Klaustursmálið. „Svo kom þetta mál upp í nóvember og ég, eins og flestir Íslendingar var mjög hneyksluð,“ segir Elísabet. „Ég fylgdist með og fannst eins og ég yrði að skrifa um þetta, og að þetta ætti erindi við aðra en bara Íslendinga.“ Elísabet stakk fyrst upp á umfjöllun um Klaustursmálið við ritstjóra The Nib í janúar. Þá hafi tekið við nokkuð langt ferli sem lauk svo loks með birtingu myndasögunnar á vefnum í gær. Tengdi við aðra skandala Aðspurð segist Elísabet ekki hafa orðið vör við mikil viðbrögð erlendis frá vegna myndasögunnar og umfjöllunarefnisins, enda hafi sagan bara birst í gær og þá sé ekki athugasemdakerfi á vefnum sem veiti annars innsýn inn í viðbrögð netverja. Ritstjórunum hafi þó fundist málið athyglisvert frá upphafi og lögðu til að Elísabet tengdi Klaustursupptökurnar við aðra sambærilega „skandala“. Og þar kenndi ýmissa grasa. „Í fyrsta lagi Trump, það lá beint við, upptökurnar úr Access Hollywood. Ég minnist líka á upptöku af frönskum fjármálaráðherra sem var með leynda reikninga í skattaskjóli og svo náðist upptaka af hollenskum þingmanni. Svo var líka atvik í Póllandi sem ég talaði aðeins um.“En hvað var erfiðast við að teikna og skrifa myndasöguna?„Það var eiginlega þegar ég var að lesa mér til um fleiri uppljóstranir og skandala, að sjá hvað það er mikið af slíku til, á öllum tímum frá upphafi.“ Myndasögu Elísabetar um Klaustursmálið má lesa í heild hér.Uppljóstrarinn Bára Halldórsdóttir í túlkun Elísabetar.Mynd/Elísabet rún
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira