Stytta sem þykir verri en styttan af Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 09:30 George Best. Getty/ Bob Thomas Það er ekkert nýtt að menn séu að gagnrýna styttur sem eru gerðar af íþróttastjörnum og sú nýjasta hefur heldur ekki sloppið við gagnrýni á netinu. Cristiano Ronaldo og Diego Maradona hafa sem dæmi báðir fengið af sér styttur en það er ekki eins og þeir séu að horfa þar í spegil. Það viðist nefnilega oft vera mjög erfitt fyrir styttugerðamanninn að ná réttum svipbrigðum. Nýjast heiðursstyttan til að fá útreið á samfélagsmiðlum er ný stytta af knattspyrnugoðsögninni George Best í Belfast í Norður-Írlandi. Sumir hafa gengið svo langt að segja að styttan sé verri en sú sem Cristiano Ronaldo fékk gerða af sér á síðasta ári og þá er nú mikið sagt enda þótti hún hræðileg.‘Worse than Ronaldo’s’: George Best statue in Belfast mocked https://t.co/gxwMz97GUd — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019Einhverjir hafa líkt styttunni við White Walkers úr Game of Thrones, sumir sjá í henni bandaríska tónlistarmanninn Lionel Ritchie og enn aðrir sjá þarna Paul Scholes með klippingu frá áttunda áratugnum. George Best þótti einn kynþokkafyllsti maður heims á sínum tíma og var oft kallaður fimmti Bítillinn enda upp á sitt besta þegar Bítlaæðið var í mestum blóma. Hann er því ekki gerður mikill greiði með styttu sem þessari. Listamaðurinn Tony Currie, sem er frá Belfast, er þó ánægður með styttuna og lætur gagnrýnina sem vind um eyru þjóta.A new statue of George Best has provoked a strong reaction from fans and critics on social media. More here https://t.co/fzQRBAwRQbpic.twitter.com/pMigIadvUk — BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2019Nýja styttan af George Best var sett upp nálægt Windsor Park leikvanginum þar sem George Best sett oft á svið sýningu með norður-írska landsliðinu. Hann skoraði 9 mörk í 37 landsleikjum. George Best lést árið 2005 þegar hann var 59 ára gamall. Hann sló í gegn með liði Manchester United og var í aðalhlutverki þegar liðið vann Evrópukeppni meistaraliða 1968. Best var einn allra besti knattspyrnumaður heims þegar hann var upp á sitt besta og skoraði 137 mörk fyrir Manchester United liðið. Eftir að hann yfirgaf Old Trafford árið 1974 glímdi hann við mörg persónuleg vandamál og flakkaði mikið á milli liða þar til hann endaði ferilinn. Áfengi og villtur lífsstíll sá til þess að heimurinn fékk ekki að sjá nógu mikið frá þessum einstaka knattspyrnumanni. Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
Það er ekkert nýtt að menn séu að gagnrýna styttur sem eru gerðar af íþróttastjörnum og sú nýjasta hefur heldur ekki sloppið við gagnrýni á netinu. Cristiano Ronaldo og Diego Maradona hafa sem dæmi báðir fengið af sér styttur en það er ekki eins og þeir séu að horfa þar í spegil. Það viðist nefnilega oft vera mjög erfitt fyrir styttugerðamanninn að ná réttum svipbrigðum. Nýjast heiðursstyttan til að fá útreið á samfélagsmiðlum er ný stytta af knattspyrnugoðsögninni George Best í Belfast í Norður-Írlandi. Sumir hafa gengið svo langt að segja að styttan sé verri en sú sem Cristiano Ronaldo fékk gerða af sér á síðasta ári og þá er nú mikið sagt enda þótti hún hræðileg.‘Worse than Ronaldo’s’: George Best statue in Belfast mocked https://t.co/gxwMz97GUd — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019Einhverjir hafa líkt styttunni við White Walkers úr Game of Thrones, sumir sjá í henni bandaríska tónlistarmanninn Lionel Ritchie og enn aðrir sjá þarna Paul Scholes með klippingu frá áttunda áratugnum. George Best þótti einn kynþokkafyllsti maður heims á sínum tíma og var oft kallaður fimmti Bítillinn enda upp á sitt besta þegar Bítlaæðið var í mestum blóma. Hann er því ekki gerður mikill greiði með styttu sem þessari. Listamaðurinn Tony Currie, sem er frá Belfast, er þó ánægður með styttuna og lætur gagnrýnina sem vind um eyru þjóta.A new statue of George Best has provoked a strong reaction from fans and critics on social media. More here https://t.co/fzQRBAwRQbpic.twitter.com/pMigIadvUk — BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2019Nýja styttan af George Best var sett upp nálægt Windsor Park leikvanginum þar sem George Best sett oft á svið sýningu með norður-írska landsliðinu. Hann skoraði 9 mörk í 37 landsleikjum. George Best lést árið 2005 þegar hann var 59 ára gamall. Hann sló í gegn með liði Manchester United og var í aðalhlutverki þegar liðið vann Evrópukeppni meistaraliða 1968. Best var einn allra besti knattspyrnumaður heims þegar hann var upp á sitt besta og skoraði 137 mörk fyrir Manchester United liðið. Eftir að hann yfirgaf Old Trafford árið 1974 glímdi hann við mörg persónuleg vandamál og flakkaði mikið á milli liða þar til hann endaði ferilinn. Áfengi og villtur lífsstíll sá til þess að heimurinn fékk ekki að sjá nógu mikið frá þessum einstaka knattspyrnumanni.
Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira