Svartolíubann kostar fyrirtæki skildinginn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. maí 2019 19:45 Svartolía verður bönnuð í íslenskri landhelgi frá og með áramótum samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem voru birt í dag. Olían er sú óhreinasta sem notuð er í skiptaflotanum og þetta er bæði mikilvægt loftgæða- og loftslagsmál að sögn umhverfisráðherra. Breytingarnar hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir fyrirtæki. Skipin mega nú þegar ekki brenna svartolíu við hafnir en samkvæmt reglugerðardrögum sem voru birt í morgun má hlutfall brennisteins í skipaeldsneyti sem er notað innan landhelginnar einungis vera 0,1% Það útilokar í raun svartolíu nema sérstakur hreinsunarbúnaður sé notaður. Umsagnarfrestur er til 7. júní og á reglugerðin að taka gildi 1. janúar 2020. Svartolían er óhreinasta skipaolían og í reyknum sem myndast við brennsluna eru örsmár sótagnir sem berast meðal annars í öndunarfæri. „Þetta er loftgæðamál en þetta er líka loftslagsmál. Það er sót sem kemur af brennslu svartolíunnar og það legst meðal annars á jökla og getur haft áhrif á þá varðandi bráðnun," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Ekki er ljóst hversu stórt hlutfall þeirra skipa sem sigla um íslenska landhelgi brenna svartolíu en í skýrslu Umhverfisstofnunar kemur fram að svartolía var um fjórðungur af heildarsölu á skipaolíu árið 2017. Yfir nokkurra ára tímabil hefur notkunin dregist aðeins saman.Svartolía telur tæpan helming olínotkunar Eimskipa.Tonn af svartolíu er um tvö hundruð dollurum ódýrari en af gasolíu og mun breytingin hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir fjölmörg fyrirtæki, líkt og Eimskip og Samskip. Svartolía telur tæpan helming olíunotkunar Eimskipa. Félagið mun setja hreinsibúnað í skipið Lagarfoss í haust og getur því haldið áfram að keyra á svartolíu að því leyti. Þá verða tvö skip sem koma til landsins í árslok einnig með búnaðinn. Áætluð kostnaðaraukning er þó metin á um 320 til 420 milljónir króna á ári. Umhverfisráðherra skoðaði að takmarka bannið við tiltekna firði eða svæði við landið en ákvað að ganga lengra. „Ég tel að Ísland sé að skipa sér hér í fremsta flokk þegar kemur að þessum málum. Svo vonast ég líka að með svona aðgerðum sé verið að búa til hvata til þess að ráðist verði í þróun á umhverfisvænni eldsneyti fyrir skip," segir Guðmundur Ingi. Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Svartolía verður bönnuð í íslenskri landhelgi frá og með áramótum samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem voru birt í dag. Olían er sú óhreinasta sem notuð er í skiptaflotanum og þetta er bæði mikilvægt loftgæða- og loftslagsmál að sögn umhverfisráðherra. Breytingarnar hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir fyrirtæki. Skipin mega nú þegar ekki brenna svartolíu við hafnir en samkvæmt reglugerðardrögum sem voru birt í morgun má hlutfall brennisteins í skipaeldsneyti sem er notað innan landhelginnar einungis vera 0,1% Það útilokar í raun svartolíu nema sérstakur hreinsunarbúnaður sé notaður. Umsagnarfrestur er til 7. júní og á reglugerðin að taka gildi 1. janúar 2020. Svartolían er óhreinasta skipaolían og í reyknum sem myndast við brennsluna eru örsmár sótagnir sem berast meðal annars í öndunarfæri. „Þetta er loftgæðamál en þetta er líka loftslagsmál. Það er sót sem kemur af brennslu svartolíunnar og það legst meðal annars á jökla og getur haft áhrif á þá varðandi bráðnun," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Ekki er ljóst hversu stórt hlutfall þeirra skipa sem sigla um íslenska landhelgi brenna svartolíu en í skýrslu Umhverfisstofnunar kemur fram að svartolía var um fjórðungur af heildarsölu á skipaolíu árið 2017. Yfir nokkurra ára tímabil hefur notkunin dregist aðeins saman.Svartolía telur tæpan helming olínotkunar Eimskipa.Tonn af svartolíu er um tvö hundruð dollurum ódýrari en af gasolíu og mun breytingin hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir fjölmörg fyrirtæki, líkt og Eimskip og Samskip. Svartolía telur tæpan helming olíunotkunar Eimskipa. Félagið mun setja hreinsibúnað í skipið Lagarfoss í haust og getur því haldið áfram að keyra á svartolíu að því leyti. Þá verða tvö skip sem koma til landsins í árslok einnig með búnaðinn. Áætluð kostnaðaraukning er þó metin á um 320 til 420 milljónir króna á ári. Umhverfisráðherra skoðaði að takmarka bannið við tiltekna firði eða svæði við landið en ákvað að ganga lengra. „Ég tel að Ísland sé að skipa sér hér í fremsta flokk þegar kemur að þessum málum. Svo vonast ég líka að með svona aðgerðum sé verið að búa til hvata til þess að ráðist verði í þróun á umhverfisvænni eldsneyti fyrir skip," segir Guðmundur Ingi.
Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira